Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.09.1967, Qupperneq 20
20 frjáls verzlun og elst upp í ám landanna og kem- ur þangað aftur. Með hinni miklu netjaveiði við Grænland er verið að leggja uppeldisstöðvarnar, heimalöndin, í eyði. Það er þetta, sem er hið alvarlega sjónarmið, og það er þetta, sem þjóðirnar verða að skilja. Og liggur ekki beint við, að menn muni í framtíðinni missa áhugann á fiskirækt í ám og vötnum, til þess að viðhalda og stórauka stofnana, ef þeir mega svo búast við því, að þeir séu að vinna þetta verk fyrir ,,dönsk net við Grænland“ með því að hleypa göngufiskastofnum sínum aftur til sjávarins? Vissulega er hér um stórhættulegt mál að ræða, mál, sem ræða verður af mikilli varúð, en um leið af einbeitni og með .skynsamlegum rökum. Mér brá því heldur betur í brún, þegar ég las erindi veiðimálastjóra frá fundi Landssambands stangaveiði- manna í desember s.l. í Morgun- blaðinu, svo og einnig ummæli for- seta sambandsins, Guðmundar J. Kristjánssonar, um þessi mál. Þar var ekki aðeins ógætilega að orði kveðið, heldur að mínu viti stór- Chesteríield hættulega fyrir íslenzka hags- muni. Efnislega var niðurstaðan þessi: Mál þessi eru enn í rann- sókn, og því vitum við ekki, hvað þau snerta íslenzka hagsmuni. Hitt vitum við, að langmestur hluti ís- lenzka laxastofnsins er ekki nema eitt ár í ,sjó, og því veiðist hann ekki við Grænland. Svo mörg voru þau orð. Sem sagt, óbeint sagt við Dani: mestur hluti af okkar laxi kemur ekki til Grænlands, og því snerta veiðar ykkar þar okkur að sáralitlu leyti. Laglegt innlegg í málið eða hitt þó heldur. Og þó vita báðir þessir menn mætavel. að vegna vanrækslu okkar á laxa- merkingum síðustu áratugina, vit- um við allt of lítið um ferðir ís- lenzka laxins, og þar á veiðimála- stofnunin fyrst og fremst sökina. Á s.l. vori kom hingað til lands- ins forseti norska stangaveiðisam- bandsins, Knut Rom lögfræðing- ur, og flutti mjög fróðlegt og skemmtilegt erindi um fiskræktar- málin í Noregi. Á eftir erindi hans voru lagðar fyrir hann nokkrar spurningar og þar á meðal um Grænlandsveiðar Dana og hvort hann teldi, að þær hefðu áhrif á norska laxastofninn. Ég hlustaði á svar hans og tel mig hafa skilið það rétt efnislega á þessa leið: Á þessu stigi málsins er erfitt að segja um þetta. Við Norðmenn höf- um ekki á undanförnum árum merkt nógu mikið af laxi til þess að geta tekið jákvæðar ávarðanir í þessum efnum. Hættan er vitan- lega við bæjardyrnar hjá okkur, það gerum við okkur ljóst, og framtíðin mun hér skera úr, því að merkingar eru nú stórauknar árlega. En frá okkar bæjardyrum séð, sportveiðimannanna og þeirra, sem áhuga hafa á eldi laxfiska, er nú, eins og alltaf áður, þetta mesta áhugamálið: Bann við allri netjaveiði í sjó á laxfiskum. Þessi ágæti norski áhugamaður vissi, hvernig tala átti um þessa hluti. Hann lítur á þessi mál á þeim breiða og sjálfsagða grund- velli, sem vera ber, en kastar ekki fram vanhugsuðum og ógætilegum orðum, er skaðað geta land hans og þjóð. Það er einmitt þetta, sem forystumenn okkar í málefnum þessum eiga að kunna og vita. Viljið þér láta banna netja- veiði gönguíiska með lögum? Þessari spurningu finnst mér hægt að svara með annarri spurn- ingu: Hvaða vit er í því að banna laxnetjaveiði í sjónum umhverfis iandið, en leyfa hana ,svo í ánum? Teljið þér stangaveiði geta spillt íslenzku laxveiðiónum? Stangaveiði getur ekki, að minu viti, spillt eða eyðilagt íslenzku árnar, ef fullkomið eftirlit er með veiðinni og stangafjöldi takmark- aður skynsamlega. Einnig þarf að setja reglur og lagafyrirmæli um notkun beitu í árnar og ýmisleg önnur atriði, sem hér yrði of langt upp að telja. En stangaveiði, rek- in sem sportveiði, spillir engri veiðiá eða eyðileggur hana. Er ekki nauðsynlegt að hefja frœðslu á þessu sviði í skólum landsins? Auðvitað er aðkallandi þörf á því að efna til fræðslu í þessum efnum, það er um ræktun, klak, kynbætur og eldi laxfiska. Og það er til háborinnar skammar, að ekki skuli vera fyrir löngu komin þessi fræðslugrein, bæði við Há- skóla íslands svo og einnig báða búnaðarskólana. Ég vil ekki trúa því, að langt líði, þar til ráðin verður bót í þessum efnum. Hvert er mesta áhugamál yðar í því sambandi að tryggja örugga og skynsamlega framtíðarþróun þessara mála? Mesta áhugamál mitt í málum þessum er í stuttu máli þetta: Að löggjafinn taki mál þessi mjög föstum tökum nú hið allra fyrsta. Að skynsamleg og góð samvinna megi takast um þróun og framtíð- arskipulag þessara mála á milli ríkisvaldsins og áhugamannanna um fiskrækt. Að bændur og bændasamtökin taki höndum sam- an við samtök áhugamannanna og stangaveiðimanna um fastmótað framtíðarskipulag þessara mála. Að fiskiðnaðarfyrirtækin, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og Samband íslenzkra samvinnufé- laga, efli og styðji framþróun þessara mála í samvinnu við áhugamennina, bændur og ríkis- valdið. Að menntastofnanirnar í landinu veiti málum þessum verð- skuldaða athygli. Að rafmagnsveit- ur ríkisins styðji og efli framgang þessara mála. Að framtíðin sýni það og sanni, að hér er um að ræða eina af svo mörgum „GULLKIST- UM ÍSLANDS“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.