Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Síða 21

Frjáls verslun - 01.09.1967, Síða 21
21 SAMTÍÐARMENN kristján g. gíslason FDRMAÐUR VERZLUNARRAÐ5 ÍSLANDS Kristján G. Gíslason er þekktur maður og hefur notið fyllsta trausts og virðingar starfsbræðra sinna og almennra vinsælda. Hann þarf því ekki langrar kynningar með. Kristján fæddist í Edinborg í Skotlandi hinn 5. marz 1909. Voru foreldrar hans þau Garðar Gísla- son .stórkaupmaður og kona hans, Þóra Sigfúsdóttir. Á þessum tíma rak Garðar heildverzlun í Leith og Edinborg og átti mikil við- skipti við íslendinga. Sat Garð- ar sjálfur erlendis, en hafði full- trúa í Reykjavík. Garðar Gíslason hélt því alltaf fram, að heild- og umboðsverzlun sín væri fyrsta íslenzka heildverzl- unin. Var hún stofnuð árið 1901, en þess ber að geta, að hún var ekki lögskráð hérlendis fyrr en síðar. Verða menn því að meta það, hvort þeir teija heildverzlun Garðars Gíslasonar eða heild- og umboðsverzlun Ó. Johnson & Kaaber fyrstu íslenzku heildverzl- unina. Til íslands. Garðar fluttist heim til íslands á árinu 1909 og fjöl- skylda hans auðvitað með hon- um. Var Kristján, sonur hans, þá fjögurra mánaða gamall. Er Kristján hinn þriðji í röðinni af börnum Garðars Gíslasonar og fyrri konu hans. Elzt er Þóra, kona Gunnlaugs E. Briem ráðuneytis- stjóra; þá Bergur, forstjóri í Reykjavík; yngst er Margrét, sem gift er Halldóri H. Jónssyni arki- tekt. Eftir að heim var komið, gerðist Garðar fljótlega umsvifamikill í kaupsýslulífi Reykjavíkur. Beind- ist áhugi hans ekki einungis að Kristján G. Gíslason í skrifstofu sinni. því að sinna eigin starfsemi, held- ur var hann einnig umsvifamikill félagsmálamaður og vann félags- málum kaupsýslu- og verzlunar- manna mjög. Lengst verður Garð- ars þó minnzt fyrir það, að hann var fyrsti formaður Verzlunarráðs íslands, en ráðið var stofnað hinn 17. september 1917, eins og kunn- ugt er. I FÖÐURHÚSUM. Heimili Garðars Gíslasonar og fjölskyldu var lengi að Hverfis- götu 50 og síðar að Laufásvegi 53. Þangað sóttu margir, því að hús- bóndinn þekkti fjölda fólks vegna félags- og kaupsýslustarfa sinna. Gestir voru einkum kaupsýslu- menn, enda mótast heimilislífið oft af .starfi heimilisföðurins. Ann- ars voru foreldrar Kristjáns nokk- uð ólík; faðirinn ákveðinn og dug- legur kaupsýslumaður, en móðirin hlédræg og frekar gefin fyrir ann- að en þessa heims vafstur. For- eldarnir höfðu áhrif á börnin hvort á sinn hátt, en það mun þó aldrei hafa hvarflað annað að Kristjáni en að leggja fyrir sig verzlunarstörf. Er Kristján hafði lokið barna- skólanámi, var hann sendur til Englands. Þetta var árið 1921. Dvaldist Kristján um hríð í Eng- landi og varð við það nokkuð á eft- ir skólafélögum sínum úr barna- skólanum og settist ekki íMennta- skólann í Reykjavík fyrr en árið 1923, en við Menntaskólann var þá einnig gagnfræðadeild og skól- inn alls sex bekkir í stað fjög- urra, eins og nú er. Stúdentspróf. Kristján G. Gísla- son lauk stúdentsprófi úr mála- deild Menntaskólans í Reykjavík árið 1929, þá tvítugur að aldri. Með honum voru í skóla ýmsir, er síðar hafa orðið vel kunn-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.