Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Side 29

Frjáls verslun - 01.09.1967, Side 29
Ólafur Maríusson og Pétur Sig urðsson í skrifstofu sinni. færi til að sýna getu sína, en tóku of litlum framförum. allt tímabil- ið. Þetta viðgekkst einfaldlega vegna þess, að fólk varð að kaupa innlendu vöruna, það var ekki annars kosta völ. Ef einhver komst til útlanda og keypti sér þar föt, gátu allir séð það, er heim kom, og það var glápt á viðkomandi á götum úti. Nei, það þarf sam- keppni; hún skapar aðhald. Og frjáls verzlun síðustu ára hefur bætt útlit íslenzka fatnaðarins að einhverju marki. Þó er eins og línuna vanti stöðugt. Maður sér t. d. alltaf mun á íslenzkum frakka og erlendum; sá íslenzki kann að líta ágætlega út, en um leið og maður er kominn í hann finnst og sést munurinn. Ó.: Annað er það, að vegna smæðar sinnar hafa íslendingar ekki tök á að fylgjast með öllum þeim breytingum, sem verða á tízkunni í útlöndum. Ekki þarf nema að skyrtuflibbar breytist lít- ið eitt; viðeigandi vélabreytingai kosta kannski 3—400 þúsund krónur, og það er meira en ís- lenzkir aðilar hafa efni á. F.V.: Verzla útlendingar hjá ykkur svo nokkru nemi? P.: Nei, það er sáralítið. Bæði er, að þeim blöskrar verðlagið, er þeir heyra krónutöluna, og eins er, að landið er iðulega fyrsti eða síðasti áfangastaður á lengri ferðum og menn því einsk- is þurfi, er hingað kemur. í sam- bandi við verðlag er þó rétt að geta þess, að ekki er samanburð- urinn útlendingum alltaf jafn óhagstæður og þeim kann að virð- ast í fljótu bragði. Föt hér eru yfirleitt vandaðri en þorri þess, sem fæst ytra, og eins er, að krónutalan blekkir menn oft. F.V.: Hvers lenzkur er íatnað- ur íslenzkra verzlana? P.: Við seljum bæði innlendan og erlendan fatnað. Við erum reyndar þeir einu, sem höfum flutt inn erlenda alfatnaði, þvi að aðrir fataseljendur eiga allir í innlendum fataverksmiðjum og sniðganga ekki eigin fyrirtæki. Að vísu hefur klæðaverzlun Andrésar Andréssonar flutt lítið eitt inn af ódýrum pólskum föt- um, en sú verzlun er líka ein um þess háttar innflutning. F.V.: Hver eru helztu einkenni karlmannafatatízkunnar í dag? P.: Fyrir tveimur árum vorum við viðstaddir mikla tízkusýningu í Köln. Þá vakti það óskipta at- hygli okkar, að brún föt virtust ríkjandi hjá svo til öllum stærri fataframleiðendum. Okkur furðaði mjög á þessu, því að brúnn litur hafði þá ekki sézt í mörg ár. Svo virðist sem einhver samvinna ríki hjá stóru framleiðendunum á bak við tjöldin, og móta þeir þannig í sameiningu tízkuna hverju sinni, enda tjáðu kunnugir menn okkur eftir sýninguna, að á því léki enginn vafi, að brúnn litur yrði ríkjandi eftir tvö ár eða svo. Það hefur nú komið á daginn og má segja, að höfuðein- kenni þess nýjasta í heimi karl- mannafatatízkunnar í dag, sé brún föt. IÐNAÐARBANKI ISLANDS HF. Afgreiðslutími: Kl. 9,30 til 12,30 og kl. 13,30 til 16,00. Laugardaga (1. okt. til 15. maí) kl. 9,30 til 12,00. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H/F Lækjargötu 12, Reykjavík. Sími 20580. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H/F Útibú Strandgötu 3j, HafnarfirÖi. Sími 50980. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H/F Útibú Geislagötu llf, Akureyri. Sími 21200. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H/F Grensásútibú, Háaleitisbraut 60, Reykjavík. Sími 38755. AfgreiÖslutimi: Kl. 10,30 til 12,00 og kl. lj,30 til 18,30. Laugardaga (1. okt. til 15. maV kl. 10,30 til 12,30. Bankinn annast hvers konar bankastarfsemi innanlands.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.