Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Page 32

Frjáls verslun - 01.09.1967, Page 32
SAMGDNGUR - FLUTNINGAR smíói skipa fyrir skipaCrbgeró ríkisins Svo sem komið hefur fram op'inberlega, er í ráði að smíða tvö ný skip til strandferða, og hafa orðið nokkrar umræður um það, hvort þessi skip skuli smíðuð á Islandi eða erlendis. En þar sem mál þetta er allþýðingarmikið í heild, má ætla, að almenningur vilji fylgjast sem bezt með undirbúningi þess og framvindu, og þess vegna leitaði F.V. til Guðjóns Teitssonar, for- stjóra Skipaútgerðar rikisins, og innti hann eftir tiðindum. F. V.: Hva3 er að írétta af skipasmíðamálinu? G. T.: Skipaútgerðin fékk í vet- ur, sem leið, heimild siglingamála- ráðuneytisins til þess að undir- búa smíði tveggja skipa, og þeim undirbúningi verður væntanlega lokið í þessum mánuði, en þá verð- ur farið að leita tilboða í smíði. F. V.: Hvemig er búizt við, að hin nýju skip verði í aðalatrið- um? G. T.: Þetta verða líkast til um það bil 900 burðartonna skip með 1500 ha. aðalvél hvort, flokkuð sem vöruflutningaskip, en með möguleikum til flutnings fleiri farþega í salarkynnum á stuttum leiðum milli innlendra hafna. Verða skipin afturbyggð með skiptiskrúfu og bógskrúfu. Djúp- ristan er h. u. b. 13 fet með fullri hleðslu. Lestarúm 63.000 rúmfet, þar af frystilest 8.400 rúmfet. Að framan verður 20 tonna lyfti- bóma, fullkominn 5 tonna krani, miðsettur, og tvær þriggja tonna bómur að aftan. — Lestar verða eftir því, sem við verður komið, vel lagaðar fyrir vélræna hleðslu- og losunartækni. En á því sviði eru þó margir annmarkar, fólgnir í mismunandi sjávarhæð, hafnar- mannvirkjum, tækjum, húsakosti og aðstöðu í landi o. fl. F.V.: Við sáum, að nýlega var í einu dagblaðinu haft eftir sigl- ingamálaráðherra, að til grema kœmi að bjóða smíði umrœddra skipa út aðeins á innlendum markaði. Hefur nánari ákvörðun verið tekin þar að lútandi? G.T.: Ég fékk strax skilaboð frá hlutaðeigandi ráðherra, að nefnd ummæli, sem höfð voru eftir honum, stöfuðu af misskiln- ingi, og munu útboð um smíði skipanna ekki verða takmörkuð við innlendan markáð. Hins veg- ar hafa 3—4 innlendir aðilar lýst yfir áhuga sínum á að gera til- boð, og verður þeim að sjálfsögðu gefinn kostur á þátttöku. Við mat tilboða kemur margt fleira til athugunar en boðið verð og áætluð tímalengd. Traustar líkur þurfa einnig að vera fyrir góðri og farsælli framkvæmd og fjárhagsleg trygging að baki boð- ins verðs og afgreiðslutíma. Það er varla réttlætanlegt að gera fjárfestingarsamninga upp á mill- jónatugi án þess að ganga vel frá slíkum samningum, hvort sem í hlut eiga innlendir eða erlendir verktakar. Þá er það, að fé er ekki hand- bært nema að litlu leyti til þess að greiða væntanlegt smíðaverð umræddra skipa, en hér á landi er mér ekki kunnugt um neina almenna, opinbera fyrirgreiðslu við verktaka á þessu sviði. Á hinn bóginn gilda nokkuð almennar reglur um fjárveitingar út áskipa- smíðar í nokkrum helztu skipa- smíðalöndum Evrópu og svo í Japan. Er þar mjög tíðkað að veita allt að 80% smíðaverðs að láni til 8—10 ára með 5Vz—6%% vöxtum. f framhaldi af þessu vil ég nota tækifærið til þess að leiðrétta vill- andi ummæli, sem nýlega voru Guðjón Teitsson. höfð eftir mér í dagblaði, en sam- kvæmt þeim mátti skilja, að ég væri því almennt mótfallinn, að íslenzka ríkið hiynnti að eða veitti íslenzkum skipasmíðaiðnaði fjár- hagslegan stuðning. Ummæli mín voru ekki þannig. Hitt dró ég í efa, að hagsýni og ráðdeild væri að því, að ríkið borgaði miklu meira fyrir um- rædd strandferðaskip á heima- markaði og sætti að líkindum verulega lengri afgreiðslutíma en hægt væri að fá erlendis, án þess að skapa með þessu nokkrar telj- andi líkur fyrir gagnlegu fram- haldi íslenzkra skipasmíða. — Við höfum áður séð lítt raunhæfar tilraunir á þessu sviði. Því er líka þannig háttað nú, að skipasmíðaiðngreinin stendur almennt mjög höllum fæti í öðr- um Evrópulöndum, og hefur hver skipasmiðjan af annarri orðið að loka vegna fjárhagsörðugleika. Ég vil t. d. geta þess, að hin gamla skipasmíðastöð George Brown við Clydefjörð, sem á sín- um tíma smíðaði strandferðaskip- in Herðubreið og Skjaldbreið, og hafði þá rúmlega 600 starfsmenn í sinni þjónustu, hefur fyrir mörg- um árum algerlega hætt skipa- smíðum og snúið sér að öðrum verkefnum, enda mun árlegtonna- tala skipa, smíðaðra í Bretlandi, hafa dregizt saman um allt að 65—75% á þessum tíma. Þá er það nýjast, að alvarlegar ráðagerðir hafa verið um það í sumar, að ein af þekktustu skipa- smíðastöðvum heims, Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn, hætti skipasmíðum vegna erfiðrar af- komu. F. V.: Hverjar teljið þér aðalor- sakir þeirra erfiðleika, sem skipa- smíðaiðnaðurinn í Evrópu á nú við að stríða? G. T.: Aðalorsökina tel ég vera þá, að Japanar hafa gerzt ákaf- lega harðir keppendur á heims- markaðnum, að vísu mest í stór- um og sístækkandi skipum, en

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.