Frjáls verslun - 01.09.1967, Page 33
FRJÁLS verzlun
í höfn.
þetta hefur kreppt svo að skipa-
smíðastöðvum annars staðar, að
þær berjast af mikilli hörku um
bitana, sem til falla. — Eykur
þetta efasemdir mínar um það,
hvort nú sé einmitt rétti tíminn
til þess að hefja fyrir ríkisreikn-
ing smíði á stærri skipum en áð-
ur hafa verið gerð hérlendis. Er
ekki rétt að feta sig áfram um
smíði hinna algengustu fiskiskipa
og reyna að ná þar samkeppnis-
aðstöðu miðað við önnur lönd?
— Ég sé í nýju erlendu blaði, að i
Noregi eru nú í smíðum fyrir ís-
lendinga a. m. k. 10 fiskiskip, 120
feta eða lengri. Þarna er mark-
aður.
Skýrsla var um það í hinu
þekkta tímariti „The Motorship"
eftir síðustu áramót, að miðað við
skip yfir 2000 burðartonn hvert
(en lítið munar um önnur í sam-
anlagðri tonnatölu) höfðu skipa-
smíðastöðvar allra landa á árinu
1966 afgreitt 851 skip, samtals
19,6 millj. burðartonn að stærð,
en þar af var hlutur Japana 303
skip og samtals 9,7 millj. burð-
artonn eða nærri helmingur.
Nú les ég í „Norges Handels-
og Sjöfartstidende“, að enn hef-
ur hlaupið á snærið hjá Jap-
önum á nefndu sviði, einkum
hvað snertir smíði stórra skipa,
vegna torveldunar siglinga um
Súezskurðinn, og eru þeir sagðir
eiga pantanir upp á 14 millj.
burðartonna.
F. V.: Eru e. t. v. líkur á því, aS
þessi tvö strandferðaskip verði
smíðuð í lapan?
G. T.: Hugsanlegt er, að tilboð
berist frá Japan í smiði skipanna,
en sé reiknað með flestum vélum
og tækjum frá Evrópu og flutn-
ingskostnaði þeirra austur, erfiðu
eftirliti með smíði, langri siglingu
hingað, torveldu ábyrgðareftirliti
og ábvrgðarviðgerðum, þá virðist
fremur ólíklegt, að það borgi sig
að smíða svo lítil skip sem þessi
þar evstra.
Athyglisvert er það, að Banda-
ríkjamenn, sem hafa yfirleitt há-
þróaðasta iðnvæðingu allra þjóða,
hafa ekki lagt áherzlu á sam-
keppnishæfni á heimsmarkaði um
verð í skipasmíðum, og mun þetta
stafa af því, að þeim hafi ekki
tekizt að koma á slíkri fjölda-
framleiðslu í skipasmíðaiðnaðin-
um sem í mörgum öðrum atvinnu-
greinum.
Bendir þetta á þá alkunnu
staðreynd, að æskilegt er, að ein-
staklingar og þjóðir hafi með sér
nokkra verkaskiptingu og hver
beiti sér mest á þeim sviðum, þar
sem beztum árangri verður náð
miðað við aðra.
Skipasmíðaiðnaðurinn mun al-
mennt flestum iðngreinum við-
kvæmari fyrir ört vaxandi verð-
bólgu og órólegum vinnumarkaði,
og þegar áratugagamlar iðngrein-
ar hér á landi standa nú höllum
fæti í baráttunni fyrir tilveru
sinni af nefndri ástæðu, þá má
því miður telja mjög vafasamt,
að grundvöllur sé fenginn fyrir
stórátaki í skipasmíðaiðnaði.
F. V.: Hver er ástœSan fyrir því,
aS þér teljiS skipasmíSaiSnaS-
inn svo sérstaklega viSkvœman?
G. T.: Ástæðan er sú, að mörg
fagfélög eiga aðild að þessari iðn-
grein, en hún er mjög háð heims-
markaðssamkeppni og er þannig
verulega frábrugðin þeim bygg-
ingaiðnaði, sem fæst við húsa-
smíðar eða önnur landföst mann-
virki.
í verksamningum um hin síð-
arnefndu mun algengast hér á
landi að hafa skildaga, er veitir
verktaka rétt til hækkunar verðs,
ef kaupgjald eða efnisverð hækk-
ar á samningstímanum, en sama
tíðkaðist einnig í skipasmíðatil-
boðum fyrst eftir heimsstyrjöld-
ina síðari. Nú er það hins vegar
orðið mjög algengt í skipasmið-
um á heimsmarkaðnum, að boðið
sé alveg fast verð, enda þótt af-
greiðsla eigi ekki að fara fram
fyrr en eftir svo sem 1—3 ár, því
að reynslan hefur sýnt, að kaup-
endum er yfirleitt mjög óljúft að
hafa í samningum sínum ákvæði
um breytt verð samkvæmt dýr-
tíðarrennslismæli, ef hægt er að
komast hjá slíku.
í harðri samkeppni er tilhneig-
ingin oft sú að reikna með kaup-
gjaldi og verðlagi á tilboðstíma,
en allir skilja, hve varhugavert
er fyrir verktaka að semja um
fast verð á þeim grundvelli, ef
mikil hækkun verður á tilkostn-
aði í sambandi við háar samnings-
fjárhæðir, sem algengastar eru á
þessu sviði.
Umrædd áhætta er þó ekki ein-
göngu hjá verktakanum. Hún get-
ur auðveldlega yfirfærzt á kaup-
andann, og þarf hann því ekki
síður að sýna gætni í samningum.
F. V.: Hve mörg tilboS búizt
þér viS að fá í smíði hinna nýju
skipa?
G. T.: Ég býst við 20—30 er-
lendum tilboðum frá skipasmíða-
stöðvum í 8—10 löndum, auk
hinna innlendu tilboða, sem boðað
hefur verið að lögð muni fram.
F. V.: Hve mikið má búast við,
að þessi skip kosti?
G. T.: Um það vil ég ekki spá.
Tilboðin munu skera úr því síð-
ar í haust.
(Viðtal þetta var tekið í byrjun
septembermánaðar).
HF. HAMAR
Hamarshúsinu við Tryggvagötu
Skipa- og véla-
viðgerðir
Landbúnaðarvélar