Frjáls verslun - 01.09.1967, Page 42
42
VIÐSKIPTALDND
vióskipti
íslendinga
og dana
Jörgen Balthazar-Christensen
sendiráðsritari.
Dönsk-íslenzk viðskipti, sem í
byrjun aldarinnar voru snar þátt-
ur í utanríkisverzlun íslendinga,
hafa á undanförnum fimmtíu ár-
um farið stigminnkandi vegna
aukinna viðskipta íslendinga við
önnur lönd. Sést þetta gjörla af
eftirfarandi yfirliti, er sýnir
hundraðslega hlutdeild dansk-is-
lenzkra viðskipta á löngu tíma-
bili:
Flutt út 1913 1938 1966
til Danm. 38.7% 9.8% 9.8%
Flutt inn
frá Danm. 38.0% 14.9% 7.9%
En þrátt fyrir þetta hafa við-
skiptatengsl landanna verið
traust, og árið 1966 var Danmörk
6. í röðinni af löndum þeim, er
íslendingar seldu til, en 5. í röð-
inni af þeim löndum, sem íslend-
ingar keyptu frá. Útflutningur ís-
lendinga til Danmerkur jókst um
214% á tímabilinu 1963—’66, en
innflutningur frá Danmörku jókst
aftur á móti um 43%. Sjást við-
skiptin af eftirfarandi tölum, sem
eru í milljónum íslenzkra króna:
Útflutn. ísl. Innflutn. ísi.
til Danm. frá Danm.
1963 .. 112 377
1964 . . .... 245 394
1965 . . .... 394 534
1966 . . .... 354 540
Þrátt fyrir hina miklu útflutn-
ingsaukningu íslendinga til
danskra markaða frá 1963 og síð-
an, er þá greinilegur halli á við-
skiptajöfnuði Dana og íslendinga.
Hallinn getur orðið mun minni,
en gera verður ráð fyrir halla um
ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta
stafar af því, að útflutningsvörur
íslendinga eru aðallega fisk-
vinnsluvörur, en útflutningur
Dana er í sívaxandi mæli iðnað-
arvarningur, sem er sérhfður og
vinnur stöðugt á í heiminum.
Útflutningurinn til Danmerkur
er aðallega síldarlýsi, síldar- og
fiskimjöl, saltsíld, og ýmiss kon-
ar aðrar fiskvörur, en þetta er
sýnt í eftirfarandi töflu, sem sund-
urliðar útflutninginn í milljónum
íslenzkra króna eftir vöruteguna-
um:
1964 1965 1966
Síldarlýsi 67 177 114
Síldarmjöl . . . . 58 77 92
Fiskmjöl 10 10 14
Karfamjöl 10 10 11
Saltsíld 30 30 45
Söltuð hrogn . . 5 20 13
Fryst hrogn ... 7 11 16
Saltaðar gærur 21 8 7
Það sést af nefndum tölum, að
tekjurnar af síldarlýsi og síldar-
mjöli hafa lækkað árið 1966. Þetta
á ekki aðeins rót sína að rekja til
minni sölu, heldur einnig til verð-
lækkunar, sem hófst á því ári. Á
fyrstu sex mánuðum ársins 1967
nam útflutningur íslendinga tii
Danmerkur einungis 109 milljón-
um ísl. króna, en á sama tíma í
fyrra var útflutningurinn þangað
231 millj. ísl. króna, — eða lækk-
un, sem nemur tæplega 122 millj.
ísl. króna, og má einkum rekja
lækkunina til síldarlýsis, síldar-
mjöls og hrogna.
Nú hefur einungis verið rætt
um viðskiptin milli íslendinga cg
Dana. Ekki verður svo rætt um
Friðrik Danakonungur.
Á Stóra-Belti.
Danski osturinn er heimsfrægur
fyrir gæði.