Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 43
FRJALS VERZLUN
43
þau viðskipti, að því sé sleppt, að
auk óvei’ulegra viðskipta við
Grænlendinga, skipta íslendingar
mikið við Færeyinga, en til Fær-
eyja selja íslendingar mikið af
frystu kindakjöti og ýmsum öðr-
um vörum, þ. á m. net. í þúsund-
um íslenzkra króna hafa íslenzk-
færeysk viðskipti verið þannig:
1964 1965 1966
Útfl. ísl. 19.193 19.438 26.596
Innfi. ísl. 549 168 463
íslendingar kaupa alls kyns
varning af Dönum. Fyrst og
fremst má nefna vélar og raf-
magnstæki, sem árið 1966 nam
28% alls innflutningsins. Þar næst
koma vefnaðar- og klæðavörur.
Annars sést sundurreiningin bezt
af þessari sundurliðun:
1964 Vélar, þó 1965 1966
ekki rafmagnstæki 57 52 80
Rafmagnstæki .. . 46 47 70
Vefnaðarvara .... Ýmiss 51 57 74
málmvarningur . . Fatnaður, 23 28 33
þó ekki skór .... 11 13 22
Lyfjavörur o.þ.u.l. Ómálmkennd hrá- 11 13 14
efni 10 11 12
Ávextir og grænm. 6 12 12
Kornvörur 10 9 12
Hráplast 7 7 12
Pappi og pappírsv. 11 15 12
Tré- og korkvörur Hrá- og fullunnar 7 8 11
efnavörur 9 8 10
Samgöngutæki .. . 19 120 3
Á árinu 1965 voru flutt inn frá
Danmörku tvö skip, sem kostuðu
samtals 111 milljónir íslenzkra
króna. Síðan hafa fslendingar
ekki keypt skip af Dönum. Því
er það athyglisvert, að þrátt fyrir
þetta óx innflutninur íslendinga
frá Danmörku um rúmar 6 millj-
ónir ísl. króna, en hlutur Dana í
innflutningnum lækkaði úr 9,0%
í 7,9%. En miðað við árið 1965
varð mikil aukning á innflutningi
véla og rafmagnsáhalda eða úr 100
millj. ísl. króna og í 151 millj. og
hið sama gerðist með vefnaðar- og
fatavörur, þar varð aukning úr
70 millj. í 97 millj. kr. Og tölur
fyrstu sex mánaða ársins sýna, að
þessi aukning heldur áfram. Á
þessu tímabili voru fluttar inn
vörur frá Danmörku fyrir 292
milljónir króna, samanborið við
innflutning fyrir 234 millj. króna
á sama tíma í fyrra, og enn hefur
það, sem af er þessa árs, verið
mest fiutt inn af varningi frá Dan-
mörku næst Bandaríkjunuin,
Stóra-Bretlandi og Vestur-Þýzka-
landi.
Viðskiptatengsl danskra og is-
lenzkra fyrirtækja grundvallast í
höfuðatriðum á margra ára kunn-
ingsskap og kröfum til vöruvönd-
unar og áreiðanleika beggja aðilja
Danski iðnaðurinn, sem á síð-
ustu áratugum hefur orðið ein
meginstoð velmegunar í landinu,
getur ekki einungis boðið íslend-
inum fjölda samkepnisfærra og
ágætra vara, heldur megnar hann
einnig að miðla þeim af reynslu
sinni og þekkingu. Danir ráða nú
yfir mikilli sérþekkingu, sem
kynni að koma íslenzkum verzl-
unar- og iðnaðarmönnum að goð-
um notum. íslendinar hafa nú
þegar notið góðs af þessari iðn-
þekkingu, sem Danir eru fúsir að
miðla þeim, og á því er enginn
vafi, að þessi „ósýnilegi útflutning-
ur“ á eftir að öðlast aukna þýð-
ingu í viðskiptalegum samskipt-
um landanna.
*
VANTI x
YÐUR
HÚSGÚGN
ÞÁ
VELJIÐ
ÞAÐ
BEzTA
VALIIJÖKK hf.
Glerárgölu 23 Akurreyri Sími 11240
Laugavegi 103 Reykjavík Sími 16414
RAUOARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022