Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Page 49

Frjáls verslun - 01.09.1967, Page 49
FERÐAMAL „□HEILBRIGÐA STARF5EMI FERÐA- SKRIFSTDFU RÍKISINS VERÐUR AÐ STÖÐVA“ SNAR ÞÁTTUR. F.V.: Er þjóSinni akkur í er- lendum íerðamönnum? S.L.: Vissulega. Hingað komu á síðasta ári um 40 þúsund útlend- ingar, flestir til skammrar dvalar. Flugfélögunum brygði líklega í brún, ef sá fjöldi hyrfi af farþega- listunum, og skyldu samgöngur til og frá landinu vera samar á eftir? Fjöldi íslendinga byggir enda af- komu sína á þjónustu við eða framleiðslu fyrir erlenda ferða- menn. Já, þeir eru þegar orðnir snar þáttur í lífsafkomu hluta þjóðarinnar og munu að mínu áliti skipa þar enn fremri sess innan tíðar. NÁTTÚRAN HEILLAR. F.V.: Hvemig haga erlendir ferðamenn dvöl sinni á íslandi? S. L.: Ferðamenn eiga hér að með- altali 5—6 daga viðdvöl. Yfirleitt eru þeir ánægðir, framlengja dvöl sína fremur en hið gagn- stæða. Veðurfar er þó mjög mik- ilvægur þáttur; íslandsdvöl í slæmu veðri er einskis virði. Lík- lega leita útlendingar hingað mestmegnis sökum þess, að þeir telja landið friðsælla en önnur lönd og ekki eins „yfirorganiser- að“. Flestir þekkja þeir við kom- una til landsins nöfn á 3—4 stöð- um, yfirleitt Gullfossi, Geysi, Heklu og Mývatni; síður á Þing- völlum. Við sýnum þeim gjarnan þessa staði. Hins vegar hafa þeir minni áhuga á Skálholti og öðr- um slíkum sögustöðum. Það er og verður íslenzk náttúra, sem heill- ar. Eftir að ökufært varð fyrir Ólafsvíkurmúla, hefur ferða- mannastraumurinn út á Snæfells- nes aukizt til muna, og ekki þyk- ir mér ólíklegt, að leiðin liggi Steinn Lárusson er ungur maður, fæddur í Reykjavík 23. september 1942. Foreldrar hans eru Lárus Bl. Guðmundsson bóksali og Þórunn Kjartansdóttir. Steinn lauk verzlunarprófi frá Verzlunarskóla Islands vorið 1962. Nokkru siðar gerðist hann meðeigandi ferðaskrifstofunnar „Lönd og leiðir“. Starfsemi ferða- skrifstofunnar hefur vaxið ört ár frá ári og beinist nú einkum að ])jónustu við erlenda ferðamenn, er hingað koma. Skrifstofan er til húsa að Aðalstræti 8, og þar tók fréttamaður Frjálsrar verzl- unar Stein tali.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.