Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1967, Qupperneq 53

Frjáls verslun - 01.09.1967, Qupperneq 53
FRJÁLS VERZLUN 53 ódýra máta væri unnt að stór- bæta gistihúsamál þjóðarinnar. HEILSULINDIR. F.V.: Hvemig íáum við helzt laSað erlenda íerðamenn til Iandsins? S.L.: íslenzk náttúra er ogverð- ur helzta tromp okkar í ferðamál- um. Hér eru engin frambærileg mannanna verk. Náttúruna þurf- um við hins vegar að virkja til hins ýtrasta. Auk núverandi nátt- úrufyrirbæra mætti freista þessað skapa hér aðstöðu til iðkunar skíðaíþrótta allan ársins hring. Þetta hefur verið reynt héroggef- ur mjög góða raun. Annað er þó öllu merkilegra. Gísli Sigur- björnsson hefur margsinnis lagt til, að við færðum okkur hvera- svæðin í nyt til byggingar heilsu- linda, en orð hans hafa fundið lítinn hljómgrunn. Þessar tillögur eru stórmerkar og gætu valdið straumhvörfum í ferðamálum okkar. Hveravatnið er fyrirhendi. Hér vantar einungis stórhug fjár- sterkra aðila. BAKPOKALÝÐUR. F.V.: Stendur bakpokalýðurinn svonefndi ferðamenningu fyrir þrifum? S.L.: Nei, bakpokamönnum hef- ur fækkað mjög að undanförnu. Þegar fyrstu erlendu gestirnir komu til landsins fyrir nokkrum árum, var íslenzka gestrisnin svo mikil, að útlendingum gafst þess ekki kostur að koma peningum sín- um í lóg. Slíkar gleðifregnir berast hratt yfir, og margar þjóðir, eink- um Þjóðverjarnir blessaðir, gengu á lagið og sóttu landið heim, þótt fjárvana væru. Gestrisnin er eðlilega horfin, og því hefur nú smám saman dregið úr þessari ásókn, og hún veldur ekki vand- ræðum lengur. Auralausir stú- dentar heimsækja þó enn landið og ferðast um það þvert og endi- langt, en það þekkist í öllum löndum. FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS. F.V.: Hver er framtíðarstefnan í íslenzkum ferSamálum? S.L.: Ferðamál eru orðin mjög viðamikil á alþjóðavettvangi.enda rekin þar af hinni mestu hörku. Þar dugir ekkert hálfkák, og þjóðir, sem vilja krækja í ferða- menn, hafa allar klær úti og reka geysilegan áróður og landkynn- ingarstarfsemi. í þessu skyni hafa margar þjóðir sett á fót rík- isferðaskrifstofur, sem starfa þá eingöngu að landkynningu. En það þekkist hvergi, nei, hvergi í hinum vestræna heimi, að ferðaskrifstofa ríkisins sé jafn- framt samkeppnisaðili, nema hér á íslandi. Hér fær Ferðaskrif- stofa ríkisins árlega milljónir af almannafé og notar síðan að mestu til eigin reksturs, en aðeins að takmörkuðu leyti til almennr- ar landkynningar. Þetta er hreint „svínarí". Aðrar íslenzkar ferðaskrifstof- ur reyna svo að tína til fé til landkynningar erlendis, og hið sama gera flugfélögintvöogskipa- félögin. Nei, hér þarf að koma til einn hlutlaus aðili, sem tekur að sér almenna landkynningu í stór- um stíl og nýtur þá til þess styrkja, bæði frá ríkinu og þeim aðilum, sem annast hingaðkomu erlendra ferðamanna. Vitanlega mundu einstakir að- ilar haga rekstri sínum á svipað- an hátt, eftir sem áður. Það má lióst vera, hversu mjög aðstaða íslendinga hlýtur að gjörbreytast til batnaðar á hinum alþjóðlega ferðamálamarkaði, ef einn nokk- uð fjársterkur aðili getur unnið að landkynningu, í stað þess sem nú er, þegar einstakir aðilar, oft lítt búnir fé, pukra hver í sínu horni. Það er hægt að koma þessum úrbótum í kring, og það er hægt með því einu að kippa núverandi starfsgrundvelli undan Ferða- skrifstofu ríkisins og breyta hon- um þannig, að stofnunin starfi eftirleiðis eingöngu að landkynn- ingu. Ég endurtek enn, að óheil- brigða starfsemi Ferðaskrifstofu ríkisins verður að stöðva. LÁTIÐ EKKI ELDINN EYÐA EIGNUM YÐAR BÓTALAUST LÁTID OSS BERA ÁHÆTTUNA SJOVATRYGGINGAR- FÉLAG ÍSLANDS HF. INEÓLFSSIRÍTl 5 SÍMI 117011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.