Frjáls verslun - 01.09.1967, Blaðsíða 55
markaósbandalögin
i evrópu
■ GUÐMUNDBSDN
DEILDARSTJDRI
EFTA □□ EEC
AlJt frá lokum heimsstyrjaldar-
innar síðari hefur sú stefna verið
ríkjandi á sviði alþjóðaviðskipta
að brjóta bæri niður tollmúra og
afnema viðskiptahöft. í því skyni
að koma þessari stefnu í fram-
kvæmd var eftir styrjöldina kom-
ið á fót nokkrum alþjóðlegum
stofnunum. Má þar fyrst og fremst
geta Efnahagssamvinnustofnunsr
Evrópu, OEEC, og GATT, alþjoða
tollamálastofnunarinnar, General
Agreement on Tariffs and Trade.
Efnahagssamvinnustofnun Evrópu
beitti sér eftir stríð fyrir afnámi
viðskiptahafta og frjálsari gjald-
eyrisviðskiptum. GATT hefur
einnig barizt fyrir afnámi við-
skiptahafta, en auk þess látið
tollamál mjög mikið til sín taka
og barizt fyrir lækkun og afnámi
tolla. Báðar þessar stofnanir naía
náð verulegum árangri.
STOFNUN EEC.
Ymsum Evrópuríkjum þótti þó
sem þróunin í þá átt að brjóta
niður tollmúrana gengi of hægt.
Því var það, að nokkur Evrópuríki
beittu sér fyrir stofnun tollabanda-
lags árið 1957, þ. e. Efnahags-
bandalags Evrópu. Evrópuríkin,
sem stóðu að stofnun þessa banda-
lags, voru: Frakkland, Þýzkaland.
Ítalía og Beneluxlöndin, Belgia
Holland og Luxembourg. Undii-
rituðu þau sáttmála um stofnun
bandalagsins í Róm árið 1957, þ.
e. hinn svonefnda Rómarsáttmála.
Efnahagsbandalag Evrópu,
European Economic Community,
er ekki aðeins tollabandalagj held-
ur einnig víðtæk efnahagsleg sam-
starfsheild, eins og nafnið benair
raunar til. Vakti það einnig fynr
stofnendum bandalagsins að korna
á víðtæku stjórnmálalegu sam-
starfi. Lítill árangur hefur þó
náðst á því sviði, en bandalagið
hefur náð góðum árangri í efna-
hagslegu og viðskiptalegu sam-
starfi. Efnahagsbandalagið tók
til starfa 1. janúar 1958. Var
stefnt að því að fella niður alla
innri tolla og samræma ytri tolia
á 12—15 árum. Þeirri áætlun var
þó síðar flýtt, og verður tolla-
breytingum Efnahagsbandalags-
ins lokið á miðju næsta ári. Mynd-
un tollabandalagsins er eitt aðal-
atriði Rómarsáttmálans, en einn-
ig eru 1 sáttmálanum víðtæk á-
kvæði um hið efnahagslega sam-
starf aðildarríkja Efnahagsbanda-
lagsins, svo sem ákvæði um
frjálsan flutning fjármagns milli
aðildarríkjanna og frjálsan rétt
fyrirtækja til þess að stofna til
atvinnurekstrar, hvar sem er a
svæði bandalagsins og um frjálsan
flutning vinnuafls.
KLOFNINGUR.
Þegar Efnahagsbandalag Ev-
rópu hafði verið stofnað, óttuðust
margir, að Vestur-Evrópa mundi
klofna í tvær viðskiptaheildir.
Efnahagssamvinnustofnun Ev-
rópu, OEEC, reyndi að afstýra
þessu. Beitti stofnunin sér fyrir
víðtækum umræðum um myndun
stórs fríverzlunarsvæðis. Var
hugmynd OEEC sú að koma á fót
stóru fríverzlunarsvæði, sem öll
aðildarríki OEEC ættu aðild að.
Umræður um slíkt fríverzlunar-
svæði fóru fram á árunum 1957
og 1958, og íslendingar tóku þátt í
þeim umræðum. En þessar um-
ræður fóru út um þúfur, og klofn-
ingi Vestur-Evrópu í tvær við-
skiptaheildir varð ekki afstýrt.
STOFNUN EFTA.
Árið 1959 var annað markaðs-
bandalag stofnað í Evrópu. Var
þá undirritaður í Stokkhólmi
samningur um stofnun Fríverzl-
unarbandalags Evrópu, EFTA,
European Free Trade Associ-
ation. Ríkin, sem stóðu að stofn-
un EFTA, voru Bretland, Svíþjoö,
Danmörk, Noregur, Portúgal,
Austurríki og Sviss. Það, sem vakti
fyrir stofnendum EFTA í upphafi,
var að koma á fót bandalagi, sem
starfaði til bráðabirgða, meðan
unnið væri að sameiningu Vestur-
Evrópu í eina viðskiptaheild. En
reyndin hefur orðið sú, að EFTA
hefur starfað lengur en ætlað var
í upphafi, og hefur bandalagið
fest rætur og orðið varanleg stofn-
un.
MISMUNUR
BANDALAGANNA.
EFTA er aðeins fríverzlunar-
svæði, en ekki tollabandalag eins
og Efnahagsbandalag Evrópu.
Munurinn á fríverzlunarsvæði og
tollabandalagi er sá, að fríverzi-
unarsvæði fellir aðeins niður
innri tolla, en breytir ekki ytri
tollum, en tollabandalag fellir
hins vegar bæði niður innri tolla
og samræmir ytri tolla. En mun-
urinn á EFTA og Efnahagsbanda-
laginu er þó einnig annar og meiri
en þessi. EFTA er fyrst og fremst
viðskiptabandalag, sem gerir ekki
ráð fyrir víðtæku efnahagslegu
samstarfi eins og Efnahagsbanda-
lagið, og engin ákvæði er að finr.a
í Stokkhólmssáttmálanum um víð-
tækt efnahagslegt samstarf eins
og í Rómarsáttmálanum.
Stokkhólmssáttmálinn gerði ráð
fyrir því, að aðildarríki EFTA
felldu niður alla innbyrðis tolla á
iðnaðarvörum og unnum sjávar-
afurðum á 10 ára tímabili. Þeirri
áætlun var þó síðar flýtt, og var
tollaafnámi EFTA lokið um sið-
ustu áramót.
AFSTAÐA ÍSLENDINGA.
íslendingar hafa haldið sig ut-
an við bæði markaðsbandalögin í
Evrópu. Það kom aldrei til greina,
að íslendingar gerðust fullgildir
aðilar að Efnahagsbandalagi Ev-
rópu, þegar það bandalag var