Frjáls verslun - 01.09.1967, Page 57
FHJALS VEHZLUN
57
hagsbandalagsins. Verður jöfnum
höndum beitt innflutningshöml-
um og lágmarksverði í þessu
skyni. Mun þessi haftastefna
Efnahagsbandalagsins í fiskimál-
um bitna mjög illa á íslending-
um.
AUKAAÐILD.
Ljóst er, að það verður æ erf-
iðara fyrir íslendinga að standa
utan við markaðsbandalögm.
Eómarsáttmálinn gerir ráð fyrir,
að ríki geti fengið aukaaðild að
Efnahagsbandalaginu. Á þann
hátt fengist aðild að tollabanda-
laginu, en ekkert liggur fyrir um
það, í hversu ríkum mæli auka-
aðilar yrðu að gangast undir a-
kvæði Rómarsáttmálans um
frjálsan flutning fjármagns og
vinnuafls. Tvö Evrópuríki hafa
fengið aukaaðild að Efnahags-
bandalaginu, þ. e. Grikkland og
Tyrkland, en aukaaðild þeirra á
síðar að leiða til fullrar aðildar.
Eitt ríki hefur fengið auka-
aðild að Fríverzlunarbandalag-
inu, þ. e. Finnland. En Finnar
gengust þó undir öll helztu
ákvæði Stokkhólmssáttmálans
um lækkun tolla og afnám
hafta. T. d. létu Finnar sér
nægja jafnlangt aðlögunartímabil
fyrir tollalækkanir og fullgildir
aðilar að EFTA. En að vísu fengu
þeir undanþágu til þess að við-
halda nokkrum viðskiptahöftum
vegna viðskipta sinna við Sovét-
ríkin. Ástæðan fyrir því, að Finn-
ar kusu aukaaðild í stað fullrar
aðildar, mun þó ekki sú, að þeir
hafi ekki treyst sér til þess að
uppfylla ákvæði Stokkhólmssátt-
málans, heldur mun hlutleysi
þeirra í utanríkismálum og ná-
býlið við Sovétríkin hafa valdiö
því. Má í þessu sambandi geta
flVV
W"
pn-
tm TRIUMPH umboðið
hBb almenna
SÍMI 10199
CAR magazine valdi TRIUMPH 1300
sem bil ársins vegna frábærra eiginleika
sinna — enda TRIUMPH bílar framleidd-
ir af hinum heimsfrægu LEYLAND-
verksmiðjum
TRIUMPH
þess, að Portúgalir, sem eru fuil-
gildir aðilar að Fríverzlunar-
bandlaginu, fengu 20 ára aðlög-
unartímabil fyrir tollaafnám. Það
þarf því ekki aukaaðild að EFTA
til þess að fá sérákvæði um tolla-
niðurfellingu.
íslendingar hafa enn enga á-
kvörðun tekið um að tengjast
markaðsbandalögunum á einn eða
annan hátt. Aðild íslendinga að
bandalögunum hefur margvísleg
vandamál í för með sér — fyrir
íslenzkan iðnað, fyrir fjárhag
ríkissjóðs og á fleiri sviðum, en
um þau vandamál verður rætt síð-
ar í þessum þáttum.
íslenzk
veiðarfæri
viðurkennd fyrir
gæði:
☆
BOTNVÖRPUNET
FISKINET
NETAGARN
FISKILÍNUR
KAÐLAR
☆
SAUMGARN
og margs konar
BINDIGARN
H.F. HAMPIÐJAN
STAKKHOLT 4 - SÍMI 116 00