Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 10

Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 10
SVEIFLUR I HAG- VEXTI LSA SENNI- LEGAR A ÞESSU ARI hagstæðan gjaldeyrisjöfnuð á næstu tveimur árum. Samdráttur er fyrirsjáanlegur um nokkurt skeið en úr því má búast við 4.5% framleiðsluaukningu árlega, sem hefst sennilega með haustinu. Útflutningur Breta jókst um 2.75% á sl. ári og áætluð aukning á þessu ári er 7%. Á sama tíma er gert ráð fyrir 1.5% aukningu inn- flutnings. Ráðstafanir til að stemma stigu við verðbólgu eru fyrirsjáanlegar á þessu ári. Svíþjóð. Þróttlítil efnahagsstarf- semi landsins einkenndist af 9% launahækkunum og minnkandi hagnaði framleiðenda og fjár- flótta. Iðnaðarframleiðslan jókst aðeins um 3% árið 1967. Að- alorsakir þess að framleiðslan varð sífellt hægari voru ráðstafanir rík- isstjórnarinnar til að stemma stigu við verðbólgu og efnahagsþróunin í helztu viðskiptalöndum Svía, Þýzkalandi og Bretlandi. Hnign- unarskeið framleiðslunnar hefur nú staðið yfir í þrjú ár. Með vand- lega íhuguðum fjárfestingarað- gerðum má gera ráð fyrir 7 % aukningu iðnaðarframleiðslunn- ar á þessu ári. Danmörk. Þar er reiknað með 8% aukningu á þjóðarframleiðsíu, fyrst og fremst vegna verðhækk- ana. Raunverulega er verðlag oró- ið svo hátt í Danmörku að sam- keppnisaðstaða landsins á helztu mörkuðum þess fer stórversnandi. Viðskiptahaliinn á sl. ári er áætl- aður yfir 24 milljarðar ísl. króna. Noregur. Iðnaðarframleiðslan jókst um 4% á sl. ári og er af- koma iðnaðarins góð. Þó varð samdráttur í fiskiðnaði, sem var bættur upp með 10% aukningu i skipaiðnaði. Þessi þróun mun sennilega haldast út árið 1968. Sviss. Efnahagsvandamál, sem krefjast róttækrar úrlausnar er ekki að finna í Sviss. Þjóðarfram- leiðslan mun aukast um 2.5% á móti 1.5% á sl. ári. Austurrí'ki. Stöðnun einkenndi efnahagslíf landsins 1967. Aukn- ing þjóðarframleiðslu var 3%. Við- skipti við sum EFTA-ríkin munu sennilega dragast saman vegna gengisfellingar Breta. Búizt er við auknum útflutningi til V-Þýzka- lands. Vöxtur bandarísks efna- hagslífs, sem hófst síðari hluta ársins 1967 mun að öllum líkindum halda áfram á yíirstandandi ári. Banda- rískt efnahagslíf var í öldu- dal við upphaf síðasta árs, náði sér á strik um mitt ár- ið og tók fjörkipp undir ára- mótin. Bandarískir hagfræðingar áætla að verg þjóðarframleiðsla muni aukast um 7.5%, upp í 842 billj- ónir dollara. Helmingur aukning- ar verður að þeirra dómi raun- veruleg aukning, eða magnaukn- ing, en að hinn helmingur aukn- ingar verði til vegna hærra verð- lags. Bandaríski viðskiptamála- ráðherrann hefur hins vegar ekki viljað spá meira en 6.5% aukn- ingu vergrar þjóðarframleiðslu á þessu ári. Iðnaðarframleiðslan mun að öll- um líkindum aukast mun meira fyrrihluta ársins en síðari hlut- ann. Verðlag á neyzluvörum mun fara hækkandi og tala atvinnu- leysingja aukast úr 3.9% þjóðar- innar, síðla árs 1967, í 4.1% fyrri hluta árs 1968 og í 4.3% síðari hlutann. Talið er einnig að útgjöld til hermála muni ekki aukastjafn- mikið á þessu ári eins og síðasta ár eða um 9.5% á móti 21% hækk- un síðasta ár. Víetnamstríðið veldur mikilli óvissu í bandarísku viðskiptalífi um þessar mundir. Þá er við ýms vandamál að stríða, svo sem skort á faglærðum verkamönnum,a ukið atvinnuleysi ungs fólks, háa vexti og minni lánsmöguleika. Talið er að byggingastarfsemin muni ekki aukast á þessu ári mið- að við síðasta ár, en bygginga- kostnaður fara vaxandi. Eftir- spurn eftir „varanlegum" fram- leiðsluvörum svo sem bifreiðum, þvottavélum og ísskápum verður stöðug að dómi sérfræðinga og muni aukast fyrri hluta ársins en standa í stað seinni hluta þess. Þrátt fyrir þessar tiltölulega hagstæðu áætlanir eru þeir, sem umslíkar áætlanir fjalla, áhyggju- fullir. Þeir telja nú erfiðara en oft áður að stunda viðskipti í Bandaríkjunum, ástandið er meiri óvissu undirorpið og bróunin und- anfarin ár hefurl eitt til fjár- málalegra og efnahagslegra að- gerða, sem valda röskun í við- skiptaháttum og í viðskiptalífinu. Allar fyrrgreindar áætlanir eru miðaðar við það, að gangur Víet- namstríðsins verði svipaður og sl. ár. Vopnahlé eða vaxandi styrj- aldarátök mundu breyta mynd- inni gjörsamlega.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.