Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 36
36 FRJ'ÁLS VERZLUM LÖG OG RÉTTUR NÝ LÖGGJÖF UM VÖRUMERKI í UPPSIGLINGU Núgildandi vörumerkjalöggjöf d íslandi er orðin úrelt vegna þróunar í alþjóðaviðskiptum, tœkni og vélvœðingu Ný íslenzk vörumerkjalöggjöf er í uppsiglingu á Alþingi. Frum- varpið er komið frá ríkisstjórn- inni, samið af stjórnskipaðri nefnd. Höfundar eru Sigurgeir Sigurjónsson, hrl., Páll Pálmason, ráðuneytisstjóri og Theodór Jtí. Líndal, próf. Gildandi vörumerkja- löggjöf var sett árið 1903 og var byggð á danskri löggjöf sem var fyrir löngu endurskoðuð í sam- ræmi við breytta tíma. Þróunin í alþjóðaviðskiptum, tækni og véi- væðingu hefur fyrir löngu gert endurskoðun íslenzku vöi u- merkj alögg j af ar innar aðkallandi. I frumvarpinu, sem Alþingi hefur til meðferðar, er tekið tillit tii f jöl- margra alþjóðasamþykkta annars vegar og sérstakra landfræðilegra og þjóðernislegra atriða svo og staðhátta og réttarskipunar innan- lands hins vegar. Þá er eftir mætti leitazt við að samræma okkar vörumerkj alöggj öf hliðstæðri lög- gjöf á hinum Norðurlöndunum. Þegar munur er á einstökum atrið- um í vörumerkjalöggjöf Norður- landanna er oftast fylgt ákvæðum dönsku laganna. Þessi munur á rætur sínar að rekja til ólíkra rétt- arfarsreglna um viðskiptahætti og dómvenjur og sögulegrar þróunar réttarins. Ekki varð komizt hjá mismunandi orðalagi milli ein- stakra greina íslenzka frumvarps- ins og löggjafar hinna Norður- landanna m. a. vegna orðfæðar og blæbrigðamunar á orðum. I frumvarpinu að íslenzku vöru- merkjalöggjöfinni er haldið gild- andi reglu um að menn öðiist vörumerkjarétt við skráningu merkis. En einnig geta menn öðl- azt réttinn á annan hátt t d. við notkun og með því að markaös- festa merkið. í gildandi lögum eru engin ákvæði um það hvernig merki skuli gert til að njóta réit- arverndar, en þó er gert ráð fyrir að það þurfi að vera sérkennilegt. í frumvarpinu eru taldar algeng- ustu tegundir merkja, sem ætlazt er til að frumvarpið nái yfir. Sú upptalning er þó ekki tæmandi, þar sem ný fyrirbæri koma stöð- ugt fram. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að skrásetja megi vígorð t. d. ,,Allt með Eimskip" og „Alltaf er hann beztur Blái borð- inn.“ Slagorðin þurfa ekki að hafa náð markaðsfestu, sem er frumskilyrði í Finnlandi og Sví- þjóð. Að þessu leyti er fylgt norsku og dönsku löggjöfinni. Hér- lendis hafa vígorð ekki fengizt skrásett nema þau væru jafnframt myndmerki. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að umbúðir og annar S t BU ÍB ' r S AFGREIÐSLA «2300 AIJGLÝSmGAIt »2301 RITSTJÓRN »2302 l=R«JALS VERZLUIM búnaður vöru geti orðið skrásetn- ingarhæfur, en það er nýmæli hérlendis. Fylgt er ríkjandi regl- um í Danmörku um að sá er fyrst- ur noti merki skuli njóta réttar- verndar. Þetta gildir hins vegar ekki afdráttarlaust á hinum Norð- urlöndunum, nema í Danmörku. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um það hvernig megi nota verndað vörumerki. Einnig eru ákvæði um það hvernig og hvenær framleið- andi geti tengt vöru sína við vöru- merki annars aðila t. d. þegar um er að ræða framleiðslu varahluta í framleiðslu annars aðila. Vöru- merkjaréttirium eru sett þau tak- mörk að hann nær ekki til þess hluta merkis, sem ætlaður er til að gera umbúðir sem notadrýgstar en miða ekki að því sérstaklega að auðkenna vöruna. Reglur um það hvað helzt skipti máli, þegar meta skal hvort hætt sé við að menn villist á vörumerkjum, eru gerðar ýtarlegri og skýrari en þær reglur um þetta efni, sem nú eru til í gildandi lögum. Þá er það ny regla að tveir menn geta neytt vörumerkjaréttar jafnhliða t. d. í sambandi við fyrningu eða tóm- læti. Fjölmörg önnur nýmæli eru í frumvarpinu, sem ekki verða hér rakin nánar. ,,í landi vaxandi viðskipta eins og íslandi er skýr og skilmerkileg vörumerkjalöggjöf fyrir löngu orðin brýn nauðsyn. Markmið vörumerkjaréttar er tvíþætt. Ann- ars vegar að veita þeim, sem við- skipti stunda, þá réttarvernd, að þeir geti auðkennt vörur sínar frá vörum annarra og þannig notið hagnaðar af starfi sínu. Hins vegar hefur vörumerkið auglýsingagildi og 'hefur þanmg áhrif á kaupendur. Er því nokkur áherzla lögð á að merki séu ekki villandi fyrir almenning," segir í greinargerð með frumvarpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.