Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 16
16 FRJÁLS VERZLUN „ÁTAKAUPPBYGGINC AÐ BAKI, SEM HVERGI NÆRRI ER LOKID." Viðtal við Skaíta Áskelsson Við vindum okkur þegar að um- ræðuefninu, Slippstöðinni hf. Þú varst ekki óvanur að byrja með tvær hendur tómar, þegar fyrir- tækið var stofnað 1952. — Nei, það má líklega segja það. Annars vorum við ekki með öllu tómhentir, sem að stofnun- inni stóðum. Og þá var orðið nokkurn stuðning að fá. Við tók- um dráttarbrautina á leigu. Það var uppistaðan í þessu. Hún var þá einn sleði fyrir allt að 500 þungatonna skip. Á lóðinni voru ekki önnur mannvirki en hún og spilhúsið. Við byrjuðum á því að byggja skúr yfir trésmíðavélar, sem við útveguðum okkur. Næsta sumar bættist svo annar sleði við dráttarbrautina, sem tekur 120— 130 þungatonna skip. Nú síðan þróaðist þetta smátt og smátt. Við gerðum við báta og skip og byggð- um jafnframt yfir starfsemina. Inn í þetta bættum við svo tré- bátasmíðum. Við smíðuðum stærst 85 tonna bát. — Svo tókuð þið stökk, þegar stálskipasmíðin kom til sögunnar. — Já, það var laust eftir 1960, að ég og fleiri í fyrirtækinu fór- um að hugleiða möguleikana í því sambandi. Þróunin var þá að fær- ast í þessa átt, og við sáum fram á, að annaðhvort var að hrökkva eða stökkva. Við tókum að þreifa okkur áfram og stofnuðum í því sambandi Bjarma hf., véla- og plötusmiðju. Það var 1963. Fram- haldið varð svo í meiri skyndingu en okkur hafði órað fyrir. — Tildrögin voru þau, að dag einn á síðari hluta ársins 1964 hringdi Magnús Gamalíelsson, út- gerðarmaður í Ólafsfirði, í við- skiptabanka sinn, Landsbanka ís- lands á Akureyri, og bar saman ráð sín við Jón G. Sólnes banka- stjóra um hugsanleg kaup á nýju fiskiskipi. Jón mun hafa tekiðund- ir málaleitun Magnúsar, en varp- aði því fram umhugsunarlaust, hvort ekki væri mögulegt að láta smíða slíkt skip hér á Akureyri. Kann ég ekki þessa sögu lengri, nema hvað Magnús hringir til mín samdægurs og spyr um mögu- leika hjá okkur. Var hann með í huga 300—400 tonna skip. Ég svaraði því til, að ekki myndi taka mig langan tíma að kanna það. Á næstu klukkustund eftir þetta samtal hringdi ég svo aftur til Magnúsar og svaraði honum á þann veg, að við gætum tekið þetta að okkur. — Þið voruð þó ekki búnir að byggja skipasmíðahúsið. — Nei, þetta bar bráðara að en svo, en við höfðum tækin ogmann- skapinn. Við undirrituðum svo smíðasamning í janúar 1965 og unnum að smíðinni þennan vetur og fram á næsta vetur við erfið skilyrði, enda var þá snjóþyngra og meiri frosthörkur en árum sam- an áður. Þannig varð Sigurbjörg ÓF 1 til, frumburðurinn, 335 brúttótonn að stærð. f maí 1966 byrjuðum við svo að byggja skipa- smíðahúsið, og 22. júlí 1967 var fyrsta skipinu, smíðuðu þar, hleypt af stokkunum, Eldborgu GK 13, sem er 557 brúttólestir að stærð. Húsið er 36 þúsund rúmmetrar, og þar er hægt að smíða allt að 2000 þungatonna skip. Nú í vor tökum við í notkun tvær samliggjandi viðbótarbyggingar, alls 26 þúsund rúmmetra, þar sem verða smiðjur og vörugeymslur ásamt aðstöðu fyrir starfsfólkið. Um leið rýmk- ast í gamla húsinu, og er þá ætlun- in að auka verzlunarrými og end- urskipuleggja innkaup og verzlun. — Og nú er verið að semja um tvö ný verkefni. — Já, það var samþykkt rétt fyrir jólin að taka upp samninga við okkur um smíði tveggja 1000 brúttólesta strandferðaskipa fyrir Skipaútgerð ríkisins. Þetta er stór- kostlegt tækifæri, sem okkur gefst væntanlega nú. Það leit illa út í fyrra, þegar samdrátturinn fór að gera vart við sig í framhaldi af hinum almennu efnahagserfiðleik- um. Auðvitað áttum við ekki frek- ar en aðrir kröfu til aðstoðar. Og ég tel, að það sé ekki gustukaverk að fá okkur í hendur þessi verk- efni. Við undirbjuggum tilboð okk- ar mjög vandlega og urðum lægst- ir af innlendum aðilum. Við erum með beztu aðstöðuna, sem er þar að auki úti á landsbyggðinni. Og 8—9% munur á okkar tilboði og lægsta aðgengilega tilboðinu er- lendis frá er að mínum dómi ekki á móti gjaldeyrissparnaðinum og vinnunni, hvað þá ef tekin er með í reikninginn sú dýrmæta upp- bygging, sem nú getur haldið áfram. — Hvað eiga bæði skipin að kosta? — Samkvæmt okkar tilboði, umreiknuðu eftir gengisfellinguna, eiga þau að kosta 113 milljónir 950 þúsund krónur og afhendast eftir 16 og 28 mánuði. — Þetta þýðir væntanlega enn stækkun fyrirtækisins. — Við höfum nú þegar byggt að mestu yfir okkur í bráð, en ég geri ekki ráð fyrir, að við þurfum aukinn mannafla, sem nemur nokkrum tugum, vegna þessara verkefna út af fyrir sig. Á árinu gerist væntanlega einnig annað, sem setur strik í reikninginn. Það er verið að byggja upp stærri dráttarbrautina, og því á að ljúka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.