Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 42

Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 42
42 FRVIÁI-S VERZLUM — Ég tel, að þetta sé ekki síðri staður, og verzlunin hér hefur stöðugt verið að vinna sig upp frá ári til árs. Það má kannski segja, að fólkið, sem hingað kemur, sé dálítið af öðru tagi, en það, sem kemur í verzlunina í miðbænum — hingað kemur fólkið gagngert til að kaupa, en niðurfrá fremur til að skoða, þegar það er á ferð um bæinn. — Hvernig líkar þér þettastarf? — Þetta er skemmtilegt starf, og mér líkar hér mjög vel. Hér er gott tækifæri til að fylgjast með breytingum í tízkuklæðnaði karlmanna hverju sinni — núna eru t. d. tvíhneppt föt ákaflega vinsæl. fslenzkir karlmenn fylgj- ast yfirleitt mjög vel með tízk- unni, vilja fá vandaða vöru en láta ekki bjóða sér neitt rusi. Garðar Siggeirsson. — Því hefur verið haldið fram að P & Ó sé ákaflega dýr verzlun? — Ég get fullyrt, að það hefur ekki við rök að styðjast, því að við seljum allar vörur á sann- virði. Undantekningalaust erum við með 1. flokks vörur — bæði erlendan og innlendan fataiðnað — og auðvitað hljóta þær alltaf að verða dýrari en aðrar vörur, sem minni vinna er lögð í. — Eru einhverjar breytingar í vændum á verzluninni? — Já. Fyrirtækið er nú að byggja verzlunarhúsnæði að Laugavegi 66. Verður þar ein full- komnasta herrafataverzlun borg- arinnar, en um leið mun þessi verzlun hér verða lögð niður. — Að lokum. Telur þú rétt að tekin verði upp fimm daga vinnu- vika hjá verzlunarfólki? — Það er ákaflega erfitt að svara þessu. Ég held að það sé fráleitt að taka hana upp allt árið um kring, en hins vegar held ég að það væri ekki óskynsamlegt að gefa frí á laugardögum yfir þrjá helztu sumarmánuðina, slíkt væri óneitanlega þægilegt fyrir okkur. í þess stað mætti þá e. t. v. hafa verzlanir opnar á föstudögum til kl. 8, og gera hann að eins konar markaðsdegi. Hins vegar tel ég þetta óframkvæmanlegt yfir vetr- armánuðina, þegar þjónustuhlut- verk verzlananna er hvað mest. Hafið þér komið auga á nýjar leiðir til að auka á fjolbreytni í íslenzkum atvinnuvegum ? Hafið þér komið auga á hugmyndasamkeppnina í Frjálsri verzlun? FHJAI.S VIERZLUISI

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.