Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 54
54 FFÍJÁLS VERZLUNf arnir sem þið eigið við að etja?“ „Þeir eru hinir sömu og hjá öðr- um iðnfyrirtækjum: skortur á rekstrarfé. Gengisfellingin bætir heldur ekki úr skák, þótt hún komi ekki til með að hækka veru- lega verðið á framleiðslu okkar fyrst um sinn. Það veldur nokkr- um erfiðleikum að við verðum í sívaxandi mæli að binda fé í af- borgunarfyrirkomulagi. Fólk stað- greiðir yfirleitt ekki stórar pant- anir nú til dags. Ég vil þó geta þess að skil á afborgunum hafa verið með miklum ágætum og ég held að 98% af afborgunarvíxlum innheimtist án nokkurra vand- ræða.“ „Og hvernig eru markaðshorf- ur?“ „Þær eru góðar. Eftir að við settum upp okkar verksmiðju hafa þrjú önnur fyrirtæki hafið sams konar starfsemi, en þar sem mark- aðurinn hefur vaxið mikið höfum við allir haft nóg að gera, þrátt fyrir gífurlegan innflutning. Þessi fjögur íslenzku fyrirtæki eru með um^helming teppasölu á landinu.“ „Og eruð þið samkeppnisfærir um verð?“ „Við erum fullkomlega sam- keppnisfærir og meira en það. Fyrsta flokks íslenzk teppi eru um helmingi ódýrari en sambærileg erlend. Þegar tollar og flutnings- gjöld eru tekin með í reikninginn held ég að grunnverðið sé svipað. Þegar verksmiðjan tók fyrst til starfa vorum við hræddastir við einstaklingshyggju íslendinga, héldum að við þyrftum alltaf að vera að skipta um liti og mynztur. En það fór á allt annan veg. Fólk- ið virðist ekkert kæra sig um miklar breytingar, og við verðum enn þann dag í dag að taka einu sinni á ári til framleiðslu eitt af fyrstu mynztrunum okkar. Þó nokkur önnur eru nú talin sígild, og við verðum einnig að fram- leiða nokkurt magn af þeim, vegna eftirspurnar. Ef við minnumst aðeins nánar á markað þá tel ég að við breyttar aðstæður vegna gengisfellingar hafi jafnvel skapazt aðstaða til út flutnings fyrir okkur. Það þarf þó ýmsu að breyta fyrir þann mark- að. Við höfum t. d. flutt nokkrar smásendingar til Þýzkalands, og þar þóttu mynztrin of gamaldags. Þeir höfðu ekkert út á gæðin að ullarverksmiðjurnar þrjár, Ála- foss, Gefjun-Iðunn og Framtíðin, hafa séð okkur fyrir. Síðastliðin ár hefur ársnotkun á ullarbandi numið fjörutíu tonnum, en það samsvprar ull af einum fjörutíu þúsund kindum. Önnur hráefni en ull, sem við þurfum á að halda eru „jútu- garn“ og bómullargarn, sem við verðum að flytja inn. En það eru einu erlendu hráefnin og gjaldeyr- irinn sem fer í það er ekki nema um sex af hundraði af útsöluverði vörunnar.“ „Hvað getið þið tekið að ykkur stór verkefni?“ Stærsta verkefni sem við höfum fengið, og jafnframt stærsta verK- efni sem unnið hefur verið fyrir einn aðila, var teppi í Hótel Sögu. Það var ekkert smáræðisverk. Við höfum líka tekið sérverkefni fyr- ir ýmsa aðra aðila, svo sem Naustið, Hótel Borg, Þjóðleikhús- kjallarann og Lídó, svo að eitthvað sé nefnt. Vð framleiddum teppm fyrir þá og okkar menn lögðu þau niður, en við höfum átta manna harðsnúna deild sem sér um mál- töku, snið, samsetningu og lögn.“ „Hvað eru starfsmenn ykkar margir, og þurfa þeir sérþjálfun?“ „Þeir eru nítján að tölu, og öll vinna er ákvæðisvinna, annað- hvort einstaklinga eða hópa. Það hefur gefizt mjög vel. Hvað sér- þjálfun snertir er hún að sjálf- sögðu nauðsynleg vefurunum, og það tekur frá hálfu ári upp í eitt ár að þjálfa góðan vefara." „Hverjir eru helztu erfiðleik- Unnið við vefstól að Kljásteini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.