Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 44

Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 44
FRJALS VERZLUN 44 Iðkendum judoíþróttarinnar fer í sífellu fjölgandi hér á landi. fóta andstæðingsins og lyftir hon- um upp um leið og hann tekur í handlegg hans og sveiflar honum yfir sig með því að lúta snögglega áfram á gólfið, og er þetta eitt skæðasta bragð judo. Judo fyrir fullorðna eða gamalt fólk er fremur fólgið í leik en á- tökum. Sérhver árás og hvert við- bragð við henni er ákveðið fyrir- fram. Þessi leikur getur orðið að list, ekki sízt leikglíma kvenna, sem fer fram eftir sérstökum regl- um. Lífsvenjur judomanna eru ekk- ert frábrugðnar lífsvenjum ann- arra íþróttaiðkenda og trúariðk- anir koma þar ekki sérstaklega við sögu eins og svo margir álíta. Bæði íslenzku judofélögin hafa fengið hingað erlenda kennara. Sigurður Jóhannsson er nú aðal- kennari Judofélags Reykjavíkur. Það félag mun fá hingað á næst- unni Bretlandsmeistara í millivigt til að sýna listir sínar. Æfingar fara fram flesta daga vikunnar í æfingastöð félagsins í frystihúsi Júpíters og Marz h.í. en þar hafa félagsmenn innréttaö húsnæði til æfinga. Æfingatímmn er tvær til þrjár klukkustundir í senn en þó er hver maður við æí- ingar aðeins eina klukkustund til hálfa aðra samfleytt, allt eftir þoli og bezt er að æfa daglega. Þetta er erfið íþrótt, og eins og áður segir, reynir hún á allan iík- amann. Þrekþjálfun sú, sem fæst með iðkunum judo er talin meiri og betri en þrekþjálfun, sem margar aðrar íþróttir veita. Judo er Ólympíuíþrótt. Judópróf sem tekin eru hjá Judofélagi Reykja- víkur er hægt að viðurkenna af erlendum judosamböndum og Judofélag Reykjavíkur hyggst ganga í íþróttasamband íslands, en umsókn félagsins er þar til at- hugunar.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.