Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 23
FRJÁLS VERZLÍLJN 23 „AðalatriSiS er, aS verzlunarstéttin hvorki getur né md einangra sig írá þ j óðarheildinni". „ESa hverjum dettur í hug aS stórfellt des- emberverkfall hefSi ekki orSiS verzlunar- stéttinni enn þyngra í skauti en þau verS- lagshöft, sem hún meS eSlilegum hœtti unir illa, en eru forsenda þess, aS ekki verSi lögS á til frambúSar bœSi verSlagshöft og innflutningshöft". stefna bæjar- og sveitarfélaga, þá einkum Reykjavíkur, hafi á und- anförnum árum verið í samræmi við heildarstefnu ríkisstjórnarinn- ar í efnahags- og atvinnumálum. Forsætisráðherra: Ríkisstjórnin hefur stöðugt hvatt til varúðar í fjárfestingum jafnt sveitarfélaga sem ríkisins á undanförnum út- þensluárum. Frjáls verzlun: Teljið þér, nú þegar vitað er um nýjustu efna- hagsmálaráðstafanir Bandaríkja- stjórnar, að þær muni hafa áhrif á efnahagslega framvindu hér- lendis, og ef svo er þá hvernig og að hvaða leyti? Forsætisráðherra: Slík áhrif eru ekki sjáanleg enn. Frjáls verzlun: Að lokum lang- ar okkur til að heyra álit yðar á þeirri skoðun margra að margum- talaður vinnufriður í landinu á undanförnum árum hafi verið keyptur of dýru verði, eða með kjarabótum, sem hafi reynt til hins ýtrasta á greiðslugetu at- vinnuveganna. Forsætisráðlierra: Ég er sann- færður um, að kaupgjald, vöru- verð og verðbólga hefðu vaxið stórum meira á undanförnum ár- um, ef ekki hefði tekizt að halda sæmilegum vinnufriði. Úr þessu sker samanburður á reynslu ár- anna 1964—1967 og áranna á und- an, ótvírætt. Greiðslugeta atvinnu- veganna væri því mun minni þeg- ar vegna enn hærra verðlags að viðbættu margháttuðu verkfalls- tjóni. Eða hverjum dettur í alvöru í hug, að stórfellt desemberverk- fall hefði ekki orðið verzlunar- stéttinni enn þyngra í skauti en þau verðlagshöft, sem hún með eðlilegum hætti unir illa, en eru forsenda þess, að ekki verði lögð á til frambúðar bæði verðlagshöft og innflutningshöft? Athafnamik- ill iðnrekandi hélt því nýlega fram, að kaupgeta almennings hefði aldrei komizt í samt horf eftir verkföllin miklu 1955. Þetta eru vafalaust ýkjur, en víst er að fátt er lagað til að skapa atvinnu- rekstri meiri örðugleika en lang- varandi verkföll með þeim gífur- lega kostnaði, sem þeim fylgja ásamt kauphækkunum, sem hér hafa fylgt þeim og yfirleitt hafa orðið því hærri, sem verkföllin hafa staðið lengur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.