Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 23

Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 23
FRJÁLS VERZLÍLJN 23 „AðalatriSiS er, aS verzlunarstéttin hvorki getur né md einangra sig írá þ j óðarheildinni". „ESa hverjum dettur í hug aS stórfellt des- emberverkfall hefSi ekki orSiS verzlunar- stéttinni enn þyngra í skauti en þau verS- lagshöft, sem hún meS eSlilegum hœtti unir illa, en eru forsenda þess, aS ekki verSi lögS á til frambúSar bœSi verSlagshöft og innflutningshöft". stefna bæjar- og sveitarfélaga, þá einkum Reykjavíkur, hafi á und- anförnum árum verið í samræmi við heildarstefnu ríkisstjórnarinn- ar í efnahags- og atvinnumálum. Forsætisráðherra: Ríkisstjórnin hefur stöðugt hvatt til varúðar í fjárfestingum jafnt sveitarfélaga sem ríkisins á undanförnum út- þensluárum. Frjáls verzlun: Teljið þér, nú þegar vitað er um nýjustu efna- hagsmálaráðstafanir Bandaríkja- stjórnar, að þær muni hafa áhrif á efnahagslega framvindu hér- lendis, og ef svo er þá hvernig og að hvaða leyti? Forsætisráðherra: Slík áhrif eru ekki sjáanleg enn. Frjáls verzlun: Að lokum lang- ar okkur til að heyra álit yðar á þeirri skoðun margra að margum- talaður vinnufriður í landinu á undanförnum árum hafi verið keyptur of dýru verði, eða með kjarabótum, sem hafi reynt til hins ýtrasta á greiðslugetu at- vinnuveganna. Forsætisráðlierra: Ég er sann- færður um, að kaupgjald, vöru- verð og verðbólga hefðu vaxið stórum meira á undanförnum ár- um, ef ekki hefði tekizt að halda sæmilegum vinnufriði. Úr þessu sker samanburður á reynslu ár- anna 1964—1967 og áranna á und- an, ótvírætt. Greiðslugeta atvinnu- veganna væri því mun minni þeg- ar vegna enn hærra verðlags að viðbættu margháttuðu verkfalls- tjóni. Eða hverjum dettur í alvöru í hug, að stórfellt desemberverk- fall hefði ekki orðið verzlunar- stéttinni enn þyngra í skauti en þau verðlagshöft, sem hún með eðlilegum hætti unir illa, en eru forsenda þess, að ekki verði lögð á til frambúðar bæði verðlagshöft og innflutningshöft? Athafnamik- ill iðnrekandi hélt því nýlega fram, að kaupgeta almennings hefði aldrei komizt í samt horf eftir verkföllin miklu 1955. Þetta eru vafalaust ýkjur, en víst er að fátt er lagað til að skapa atvinnu- rekstri meiri örðugleika en lang- varandi verkföll með þeim gífur- lega kostnaði, sem þeim fylgja ásamt kauphækkunum, sem hér hafa fylgt þeim og yfirleitt hafa orðið því hærri, sem verkföllin hafa staðið lengur.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.