Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 12

Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 12
12 FFÍJALS VERZLUN Hugmyndasamkeppnin sparnað. Áskilið er, að starf- semin sé ekki á sviði fiskveiða eða fiskiðnaðar, heldur sé hún til þess fallin, að stuðla að auk- inni fjölbreytni í öðrum at- vinnugreinum þjóðarinnar. 2. Þátttaka í samkeppninni er heimil öllum á aldrinum 17 tíl 27 ára (að báðum árum með- töldum). Hverjum þátttakanda er hcimilt að leggja fram fleiri en eina hugmynd, ef hann ósk- ar þess, en hver hugmynd verð- ur metin sjálfstætt. Þátttakend- um er heimilt að ráðfæra sig við sér eldra fólk, ef því er að skipta, og að leita hvers konar upplýsinga hjá opinberum aðil- um og atvinnufyrirtækjum, heima eða erlendis. 3. Hugmyndir þær, sem lagðar eru fram, þurfa ekki að vera frumlegar eða nýjar af nálinni, en áskilið er þó, að þær hafi ekki þegar verið ítarlega rædd- ar opinberlega hér á landi. Áskilið er, að sams konar fram- leiðslu- eða þjónustustarfsemi hafi ekki áður verið iðkuð hcr á landi, nema um sé að ræða gagngera breytingu á eðli henn- ar eða umfangi. 4. Æskilegt er, að starfsemin hafi sem varanlegast og verulegast gildi í atvinnulífinu. Gildi hennar sem slíkrar verður með- al annars við það miðað, að hún geti staðizt eðlilega samkeppni við þær aðstæður, sem búast má við hér á landi í náinni framtíð. Heimilt er að gera ráð fyrir þeim möguleika, að ís- land gangi í eitthvert þeirra markaðsbandalaga, sem nú þekkjast í heiminum, hvort sem líkur eru til þess eða ekki, en gera þarf þá grein fyrir því, hverju það breytir um hag- kvæmni starfseminnar. 5. í úrlausnum sínum skulu þátt- takendur lýsa í meginatriðum þeirri starfsemi, sem hugmynd þeirra fjallar um, og gera grein fyrir niðurstöðum sínum um notagildi hennar og hag- kvæmni. Skal meðal annars taka fram, hvað þátttakandi hefur áætlað um eftirfarandi atriði: a) Fjölda starfsfólks við starf- semina og hæfni þess. Ef þátttakandi gerir ráð fyrir því, að starfsfólk þurfi sér- staka 'þjálfun, er rétt að taka það fram, hvar hana sé að fá og hvað ætla rnegi, að hún muni kosta. b) Stofnkostnað fyrirtækisins. c) Hráefni starfseminnar, ef um er að ræða, hvar þau séu fáanleg og hvað ætla megi, að þau muni kosta. d) Markað fyrir starfsemina, þ. e. hvar hann sé að finna og hversu umfangsmikill hann sé að magni til. e) Meginatriði í reksturskostn- aði fyrirtækisins. f) Væntanlega arðsemi fyrir- tækisins. Æskilegt er, að greinargerð þátttakenda fyrir hugmynd sinni sé sem ítarlegust, en því eru að sjálfsögðu takmörk sett, hversu nákvæmlega sé hægt að áætla um framangreind efni. Rétt er, að þátttakendur geri grein fyrir heimildum sínum um einstök atriði eftir því sem unnt er. Taka ber skýrt fram að hér er ekki um ritgerðar- samkeppni að ræða, og skiptir því framsetning efnisins ekki máli, heldur fremur sú hugsun og vinna, sem lögð er í mótun hugmyndarinnar, og notagildi hennar sjálfrar. 6. Úrlausnum ber að skila í rit- stjórnarskrifstofu Frjálsrar verzlunar að Óðinsgötu 4 í Reykjavík, 3. hæð. Skulu þær afhentar þar gegn kvittun um móttöku eða sendar í ábyrgðar- pósti, merktar „Hugmyndasam- keppni“. Þátttakandi skal hafa úrlausn sína óundirritaða í lok- uðu umslagi, en tilgreina áöðru blaði í sérstöku umslagi nafn sitt, heimilisfang og fæðingar- dag. Skilafrestur á úrlausnum er til 31. marz 1968. Dómnefnd er þó hcimilt að veita frekari frest, ef henni þykir ástæða til. Er æskilegt, að þátttakendur láti ritstjórnarskrifstofuna vita fyr- ir áðurgreindan tíma, ef þeár telja sig þurfa á slíkum fresti að halda. 7. Verðlaun í samkeppninni eru kr. 30.000.00 — þrjátíu þúsund krónur. Verður fé þetta geymt í vörzlu dómnefndar, þar til af- hending fer fram. 8. Úrslit samkeppninnar verða úr- skurðuð af dómnefnd, semskip- uð er 5 mönnum, og ákveður hún, hverjum veitt skuli verð- launin. Skal hún hafa frjálsar liendur um þá ákvörðun og ein- ungis byggja hana á því, sem hún telur réttast eftir atvikum. Gert er ráð fyrir, að öll verð- launin verði veitt þeim þátttak- anda, sem dómnefnd telur verð- astan, en nefndinni er þó heim- ilt að skipta verðlaununum milli tveggja eða fleiri þátttak- enda, ef hún telur ástæðu tíl. Við veitingu verðlaunanna er dómnefndinni heimilt að taka tillit til þess, liversu fullkomin grein er gerð fyrir hugmyndum þátttakenda, og þeirrar atorku, sem í úrvinnslu þeirra hefur verið lögð, jafnframt sjálfu notagildi og hagkvæmni hug- myndanna og því öðru, sem hún telur koma til álita. Ef sama hugmynd kemur fram frá fleiri en einum aðila, geng- ur sá fyrir að öðru jöfnu, sem fyrr hefur skilað úrlausn sinni. 9. Þátttakendum eru áskilin öll réttindi að úrlausnuin sínum, efni þeirra og formi, eftir því sem tryggt verður að lögum. Aðstandendum keppninnar er áskilinn réttur tíl að birta al- menna frásögn af úrslitum hennar í Frjálsri verzlun og á öðrum opinberum vettvangi, en að öðru leyti verður farið með úrlausnir sem trúnaðarmál og þær ekki birtar í heild sinni nema með leyfi viðkomandi þátttakanda. — Þátttakendum verður skilað úrlausnum sín- um að keppni lokinni meðþeim hætti, sem dómnefnd ákveður. Ritstjórn Frjálsrar verzlunar mun veita nánari upplýsingar og leiðbeiningar um framkvæmd keppninnar og svara fyrirspurn- um þátttakcnda þar að Iútandi, eftir því sem við verður komið.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.