Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Page 17

Frjáls verslun - 01.01.1968, Page 17
á þessu ári. Þá verður hægt að taka upp allt að 2000 þungatonna skip, og með því opnast alveg nýir möguleikar, sem ég er mjög bjart- sýnn á, að auki viðgerðarverkefn- in verulega. Við höfum því gert ráð fyrir að geta veitt allt að 300 manns atvinnu i náinni framtíð. Er þá ótalin sú vinna, sem ýmsir aðrir aðilar fá í beinu sambandi við okkar rekstur. Til viðbótar þessu öllu er svo sitt hvað á prjón- unum, sem tilheyrir framtíðinni og ekki er tímabært að ræða um að þessu sinni. Á þesum stað eru geysilegir möguleikar, ef ytri að- stæður leyfa. — Hvernig lízt þér almennt á framtið þessa atvinnureksturs? — Það er átakauppbygging að baki, sem hvergi nærri er lokið. í þessu efni, eins og öðrum hjá okk- ur íslendingum, erum við veru- lega háðir takmörkuðu fjármagni þjóðarinnar. Að öðru leyti er ekki við sérstök vandamál að glíma. Við eigum t. d. afbragðs iðnaðar- og tæknimenn. Þetta er því spurn- ing um það, hvaða gildi þessi at- vinnurekstur hefur fyrir þjóðfé- lagið og hvernig tekst að nýta fjármagnið í hans þágu. Ég held, að það sé naumast deiluefni á þessu stigi málsins, að stálskipa- smíðin framkvæmd við beztu að- stæður sé þjóðhagslega hagkvæm. Úr því fæst væntanlega skorið með þessum verkefnum, sem við erum nú að semja um. — í þeirri bjargföstu trú, að þessi iðngrein reynist okkur hag- kvæm, er það skoðun mín, að með bættri nýtingu fjármagnsins eigi íslenzkar stálskipasmíðar bjarta framtíð. Það er mjög í rétta átt, að nú eru veitt nokkru hærri lán til þeirra, sem láta byggja innan- lands, en þeirra, sem leita út fyrir landsteinana. Þetta bil á að auka. Það á að vega fyllilega á móti gjaldeyriseyðslu og vinnutapi, sem hlýzt af því, að verkin eru fram- kvæmd erlendis. — Að lokum. — Ég vil láta það koma fram hér, að sú uppbygging og sá rekst- ur, sem Slippstöðin h.f. hefurstað- ið í, hefði aldrei tekizt, ef for- ráðamenn Akureyrarbæjar og Landsbankans og afbragðsstarfs- fólk hefði ekki staðið jafn fast að þessu og raun ber vitni. Þar hefur hver gengið undir annars hönd, og er það allt ómetanlegt. Út af fyrir mig get ég verið hæstánægður með það, hvernig komið er, enda þótt hugur minn stæði löngum fremur til búskapar í sveit en þess ævistarfs, sem hefur orðið hlut- skipti mitt.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.