Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Side 38

Frjáls verslun - 01.01.1968, Side 38
3B FFÍJÁLS VERZLUN' lega 9,7 milljónir króna. Þessi sjóður lánar einnig til kirkjubygg- inga með 7% ársvöxtum. í árslok 1965 námu útistandandi lán til kirkna úr Hinum almenna kirkju- sjóði rúmlega 7.1 milljón króna. Annars eru í vörzlu biskups auk fyrrgreindra tveggja sjóða um 200 aðrir sjóðir, flestir þeirra mjög smáir, og tekjur þeirra aðal- lega vaxtatekjur en verðgildi þeirra hefur hins vegar rýrnað með vaxandi dýrtíð. Helztu sjóð- irnir eru Prestsekknasjóður, sem veitir árlega smáupphæð til prestaekkna og Ekknasjóður ís- lands. Styrkveitingar Ekknasjóðs eru ekki bundnar við prestaekkj- ur og fara styrkveitingar til fá- tækra ekkna fram eftir ábending- um kunnugra manna. Ekknasjóður hefur m. a. tekjur af árlegri merkjasölu. Kirkjugarðssjóður er tiltölulega nýr sjóður sem getur orðið nokkuð öflugur með árunum. Hann var stofnaður árið 1963. Tekjur hans eru 5% af álögðum kirkjugarðsgjöldum í öllum sókn- um landsins auk framlags úr rík- issjóði, 100 þús. kr. árlega í 20 ár, frá stofnun sjóðsins. Veita skal úr sjóðnum lán kirkjugarðsstjórnum til viðhalds og fegrunar kirkju- garða o. fl. Stjórn sjóðsins skipa biskup íslands, þjóðminjavörður og húsameistari ríkisins, einn mað- ur kjörinn af kirkjuþingi og einn af safnaðaráði Reykjavíkur. Æuk þess að veita 1—1.5 millj. á ári til Kirkjubyggingasjóðs hef- ur ríkið styrkt smíði tveggja kirkjubygginga, Hallgrímskirkju í Reykjavik og Skálholtsdómkirkju. Þá styrkti ríkið á sínum tíma byggingu Saurbæjarkirkju á Hval- fjarðarströnd. Á sl. ári runnu 720 þúsund krónur til Hallgríms- kirkju og 1 millj. kr. til Skálholts- staðar úr ríkissjóði. En eins og áður segir standa söfnuðirnir að öllu öðru leyti en því sem nefnt hefur verið undir kostnaði við kirkjubyggingar. Hafa margar sóknir unnið stór- virki á þessu sviði undanfarin ár. Tekna er aflað með sóknargjöld- um, sem í Reykjavík og öðrum kaupstöðum og víða annars staðar eru innheimt um leið og opinber gjöld. Undantekningar eru á þessu. í smærri sóknum eru gjöld- in innheimt af sérstökum inn- heimtumönnum. Þá hafa kirkjurn- ar tekjur af gjöfum og fjársöfnun- um og eru kvenfélög safnaðanna mjög virk í síðarnefnda starfinu. Þau hafa auk þess að afla fjár til kirkjubygginga safnað fé til skreytinga í kirkjum og stuðlað mjög að almennu félagsstarfi í söfnuðunum. Söfnuðunum, ekki sízt í Reykja- vík, hefur orðið mjög mikið á- gengt í starfi sínu, svo mjög að margir hafa undrazt það og aðr- ir látið andúð sína á kirkjunni ai- mennt bitna á árangrinum af starfi safnaðanna, svo sem kirkju- byggingum. Með þessari gagnrýni hefur skapazt sá misskilningur að það sé ríkið, sem standi straum af kirkjubyggingum, enda hefur stundum verið sagt að réttast væri að veita fé sem til þeirra er var- ið eitthvað annað. Af því sem sagt hefur verið er hins vegar augljóst að það er safnaðarfólkið sjálft, sem leggur til langmest af því fé sem til kirkjubygginga er kostað. Gagnrýni á kirkjuna kemur frá þeim litla hópi manna, sem stend- ur utan þjóðkirkjunnar og ein- stakra trúfélaga. Þessi hópur er þó ekki nema 1.6% allrar þjóðarinn- ar samkvæmt manntali 1950. Inn- an íslenzku þjóðkirkjunnar voru þá 90.6% þjóðarinnar. í Lúthersk- um fríkirkjusöfnuðum voru 6.8% þjóðarinnar og í öðrum trúfélög- um aðeins 1%, þar af 0.3% í þjóð- kirkjunni, jafnstór hluti í söfnuði Aðventista, 0.2 í Hvítasunnusöfn- uðinum og 0.2% í öðrum trúfélög- um. Þessar tölur hafa eflaust ekki breytzt síðan 1950 svo umtalsvert sé. Island er eins og kunnugt er eitt biskupsdæmi, vígslubiskupar eru tveir og prófastsdæmi eru tuttugu og eitt. Árið 1963 voru 116 prestaköll og 289 sóknir á landinu. Nú eru starfandi 112 prestar á landinu, æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, sjúkrahúsprestur í Reykjavík og farprestur á vegum þjóðkirkjunnar. Auk þess er starf- andi íslenzkur prestur í Kaup- mannahöfn. Þá má geta þess að á skrifstofu biskups, herra Sigur- björns Einarssonar starfa auk æskulýðsfulltrúa sr. Jóns Bjarm- ans, biskupsritari, sr. Erlendur Sig- mundsson, sem m. a. annast um AUGLÝSENDUR, LÁTIÐ OKKUR GERA AUGLÝSINGAMÓTIN FYRIR YÐUR MYNDAMÓT hf. PREIWTMYNDAGERB - ABALSTRÆT1 6 - REYKJAVÍK - SÍMI 17152

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.