Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Side 39

Frjáls verslun - 01.01.1968, Side 39
•FRJÁLS VERZLUN 39 Háteigskirkja. fjármál kirkjunnar svo og ein skrifstofustúlka. Kostnaður við biskupsembættið var sl. ár rúm- lega 1200 þúsund krónur, er hann greiddur af ríkissjóði, enda er ís- lenzka kirkjan eins og kunnugt er þjóðkirkja, en almennt trúfreisi er ríkjandi samkvæmt stjórnar- skránni. Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna kirkjumála s.l. ár námu samtals rúmlega 39.3 millj. króna. Þar af voru laun til prófasta og sóknarpresta samtals rúmlega 24.6 millj. kr. Þá greiðir ríkið embætt- iskostnað presta, síma og póstburð- argjöld, einnig nokkurn húsaleigu- styrk þegar það á við og kostnað við viðhald prestsseturshúsa og annarra húsa á kirkjujörðum í eign ríkisins. Ríkið hefur lagt prestum til embættisbústaði. Und- antekningar eru prestarnir, sem kjörnir hafa verið á síðustu árum í Reykjavík. Ríkið greiðir einnig laun söngmálastjóra þjóðkirkj- unnar, umsjón með kirkjugörðum, og eftirlit með prestssetrum og til æskulýðsstarfsemi þjóðkirkjunnar, en söfnuðirnir sjálfir leggja einn- ig fram töluvert fé og vinnu vegna æskulýðsstarfseminnar. Meðal annarra útgjalda ríkissjóðs til kirkjumála má nefna kostnað við kirkjuráð, kirkjuþing, framlag til kynningarsjóðs íslenzku og vest- ur-íslenzku kirkjunnar, árgjald til alþjóðakirkjusambanda, og fram- lag til Hins íslenzka biblíufélags. — Áætluð heildarútgjöld til kirkju mála á fjárlögum 1968 eru áætluð 0.8% af heildarútgjöldunum. Tekjur presta eru mjög mismun- andi eftir því hvar þeir staría. Þeir eru í 21. launaflokki ríkisins, en prófastar í 22. launaflokki. Aukaverk og tekjur af þeim eru eðlilega mest í þéttbýli. Greiðslur fyrir aukaverk fara fram eftir sérstakri gjaldskrá, sem birt var 1966 í Lögbirtingablaðinu. Auka- verkin eru aðallega skírnir, ferm- ingar, hjónavígslur, greftrun, end- urskoðun kirkjureiknings og vott- orð í embættisnafni. Eiginlegar cignir kirkjunnar eru naumast aðrar en Kirkjubygginga- sjóður og Hinn almenni kirkju- sjóður. Kirkjujarðir eru í umsjón ríkisins og skila ekki arði. J+2 5 NEI! ÞAÐ ER RANGT! EN REIKNINGS- SKEKKJUR ERU ÓÞARFAR ÞEGAR VIÐ HENDINA ER UnVbi&x.mM3 RAFKNÚIN REIKNIVÉL MEÐ PAPPÍRSSTRIMLI TILVALIN FYRIR ■»VERZLANIR *SKRIFSTOFUR HÐNAÐARMENN *OG ALLA SEM FÁST VIÐ TÖLUR tekur + LEGGUR SAMAN 10 stafa tölu DREGUR FRÁ gefur stafa útkomu X MARGFALDAR * skilar kredit útkomu Fyrirferðarlítil á borði — stœrð aðeins: 19x24,5 cm. Traust viðgerðaþjónusta. Ábyrgð. OKORMERJJPJHAMJEjnF SÍMI 24420-SUÐURGATA 10-REYKJAVlK

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.