Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 11

Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 11
FRJÁLS VERZLUN 11 Nystárleg hugmyndasamkeppni Þrjátíu þúsund krónum heitið í verðlaun í hugmyndasamkeppni fyrir ungt fólk á aldrinum 17—27 ára. GLÆSILEGT TÆKIFÆRI ■ ■ EFNT hefur verið til næsta athyglisverðrar hugmyndasamkeppni fyrir ungt fólk. Hefur ungur áhugamaður um islenzkt atvinnulíf lagt fram fé til verðlauna í hugmyndakeppni þessari, en hún hefur það að markmiði, að hvetja ungt fólk til umhugsunar og virkrar athugunar á því, hvernig auka megi fjölbreytni í atvinnuvegum þjóðarinnar, og laða fram gagnlegar nýjungar á því sviði. Frjálsri verzlun hefur verið falin xunsjón um framkvæmd keppninnar, en sérstök dómnefnd mun úrskurða niðurstöður hennar. í dómnefndinni eiga sæti þeir Gunnar J. Friðriksson, framkvæmdastjóri, form., Harry O. Frederiksen, fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildar S.Í.S., Hjörtur Torfason, hæstaréttarlög- maður, Pétur Pétursson, forstjóri Innkaupastofnunar rikisins, Þórir Einarsson, hagfræðingur hjá Iðnaðarmálastofnun íslands. Vert er að vekja athygli á því, að hér er ekki um ritgerð að ræða í eiginlegum skilningi, þar sem hugmyndir þær, sem kunna að berast, þurfa að vera settar fram á ákveðnum grundvelli, er gert verður grein fyrir hér á eftir. Æskilegt væri að kennarar í æðri skólum og efri bekkjum fram- lialdsskóla bentu nemendum sínum á þetta viðfangsefni, og liðsinntu þeim að mætti, svo sem með því að benda þeim á hvar helzt væri að leita upplýsinga um þau efni, sem hugmyndirnar kynnu að grundvall- ast á. Heitið er 30 þúsund króna verðlaunum í samkeppninni. Skilafrest- ur á úrlausnum er 31. marz 1968, en dómnefnd getur þó veitt frekari frest, ef henni þykir ástæða til. GLÆSILEGT TÆKIFÆRI ■ ■ Samkeppnin fer fram á eftirfar- andi grundvelli: en ekki er aðalatriðið 1. Ilcitið er verðlaunum fyrirhug- mynd að framleiðslu- eða þjón- ustustarfsemi, sem setja mætti á stofn hér á landi, og orðið gæti þjóðarbúinu að gagni með því að skapa landsmönnum auknar útflutningstekjur eða með því að draga úr innflutn- ingsþörfum landsmanna og skapa þannig beinan gjaldeyris-

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.