Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 9

Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 9
FRJÁLS VERZUUIN 9 Batnandi efnahags- horfur í Evrópu — þó er líklegt, a3 efnahagsaðgerðir USA dragi úr hagvexti. Efnahagsþróunin í hinum frjálsu ríkjum heims árið 1968 mun velta á þróuninni í sex ríkjum: Banda- ríkjunum, Vestur-Þýzkalandi, Jap- an, Frakklandi, Bretlandi og ítal- íu. Framleiðsla ríkjanna sex er áttatíu hundraðshlutar af aliri framleiðslu utan kommúnistaríkj- anna. Búizt er við að efnahags- framfarir verði meiri á þessu ári en árið 1967. Bandarískir efna- hagssérfræðingar reikna með 4.3% framleiðsluaukningu 1968. Helmingur heiidarframleiðsl- unnar fer fram í Bandaríkjunum en þar er gert ráð fyrir 4% aukn- ingu á árinu. Efnahagslífið mun sennilega batna mest í Vestur- Þýzkalandi. Efnahagsþróunin þar einkenndist af verulegum sam- drætti sl. ár, sem m. a. leiddi til þess að Japan komst upp fyrir Vestur-Þýzkaland í bifreiðafram- leiðslu í fyrsta sinn. Áætluð fram- leiðsluaukning í V-Þýzkalandi er þrír af hundraði. Hins vegar er nú gert ráð fyrir að Japan fari fram úr Vestur-Þýzkalandi í heildar- framleiðslu árið 1968. Heildar- aukning brúttó þjóðarframleiðsl- unnar í EBE er áætluð 3.9% og í EFTA 3.6%. Þessar áætlanir og þær aðrar, sem hér fara á eftir um efnahags- þróunina í löndum Efnahags- bandalagsins og nokkrum ríkjum Fríverzlunarbandalagsins eru að vísu ýmsum vafaatriðum undir- orpnar. Enginn getur sjáð ennþá um áhrif efnahagsaðgerðanna sem Johnson Bandaríkjaforseti boðaði í upphafi þessa árs. Einnig er erf- itt að sjá fyrir áhrif á heimsvið- skipti og fjárfestingu frá vanda- málum sterlingspundsins og doll- arans og greiðslujöfnuðar Banda- ríkjanna. Vonir Evrópuríkja um aukin efnahagsleg umsvif á þessu ári geta brugðizt að nokkru leyti vegna ráðstafana Bandaríkja- stjórnar, sem munu m. a. sennilega hafa töluverð áhrif á útflutnings- möguleika Breta. I. Efnahagsbandalagið. Vestur-Þýzkaland var hinn „sjúki maður“ Efnahagsbanda- lagsins. Þar minnkaði þjóðarfram- leiðslan um 1% sl. ár. Samdrátt- ur eftirspurnar og framleiðsiu sagði til sín í nær öllum greinum framleiðslunnar. Gert er ráð fyrir að þær efnahagsráðstafanir, sem vestur-þýzka stjórnin hefur beitt sér fyrir til úrbóta muni naumast segja til sín að ráði fyrr en á miðju þessu ári. Þær hafa hins vegar komið í veg fyrir frekari samdrátt en orðinn var. Nýting framleiðslugetunnar, sem var 77 % snemma á síðasta ári hefur nú komizt upp í 82%. Iðnaðarframleiðsla Vestur- Þýzkalands mun sennilega aukast um 4% á árinu og verður hún þá jafnmikil og árið 1966. Gert er ráð fyrir mestri framleiðsluaukn- ingu í bílaiðnaðinum. Þrjú til fimm prósent fjárfestingaraukn- ing í iðnaði er fyrirsjáanleg af þeim áætlunum, sem framleiðend- ur hafa gert. Frakkland. Þar kom afturkipp- ur í efnahagslífið síðari hluta árs- ins 1967 vegna minnkandi út- flutnings til Þýzkalands og Hol- lands, sem kaupa um 30% útflutn- mgsframleiðslu Frakka. Meðal- aukning í framleiðslu mun velta á því að þessir viðskiptavinir Frakka bæti afkomu sína. Einkaneyzla í Frakklandi mun haldast stöðug en útflutnings- aukning er áætluð 9%. Embættis- menn haía spáð 4% útgjaldaaukn- ingu ríkisins. Nokkur hætta virðist vera á greiðsluhaila í viðskiptum við önnur lönd. Hann var smávægi- legur sl. tvö ár en gæti aukizt verulega á þessu ári. Ítalía. Árið 1967 var gott ár fyr- ir ítali. Töluverð aukning þjóðar- framleiðslunnar kom fram í næst- um öllum greinum. Þjóðarfram- leiðslan mun sennilega aukast um 51/2%. Útflutningur jókst um 7%% sl. ár og innflutningur um 15% en tekjur af ferðamönnum gerðu betur en að jafna gjaldeyr- ishallann. Holland. Gengisfelling sterlings- pundsins mun hafa neikvæð áhrif á efnahag Hollendinga. Viðskipti milli Breta og Hollendinga eru mjög mikil. Útflutningur Hollend- inga á landbúnaðarafurðum til Bretlands, rnálmum og varningi í efnagerð mun sennilega bíða hnekki. Belgía. Iðnaðarframleiðsla Belg- íu jókst um minna en eitt prósent sl. ár með þeim afleiðingum að afturkippur kom í efnahagslíf landsins. Framleiðsla á stáli og í efnagerð jókst en vefnaðarfram- leiðslan minnkaði um 11%. Út- flutningurinn er 40% af þjóðar- framleiðslu Belgíu og á samdrátt- urinn í efnahagslífinu rætur að rekja til minnkandi útflutnings til hinna ríkjanna í Efnahagsbanda- laginu. Fari efnahagsástand þeirra ríkja batnandi má reikna með 3% framleiðsluaukningu á þessu ári. II. Fríverzlunarbandalagið. Mesta efnahagsvandamál Breta er greiðsluhallinn við útlönd. Gengisfellingin er lækning, sem tekur nokkurn tíma. Greiðsluhalli undanfarin ár um 29 milljarða króna árlega mun snúast upp í

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.