Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 14
FKVIAL'S VERZLUN turn, kr. 1.500.000.00. Að vísu var þetta revíuefni á þjóðhátíðardegi, en lýsir þó skorinort, hvaða stærð er hér á ferðinni. Og eftir því gengur með fyrirtækið, sem er líf hans og sál. AF FLATEYJARDALSHEIÐI. Skömmu fyrir aldamótin síð- ustu tóku við búi í Austari-Krók- um, innst á Flateyjardalsheiði að austan, hjónin Áskell Hannesson, þar fæddur og uppalinn, og Lauf- ey Jóhannsdóttir frá Skarði í Dals- mynni. Þarna tóku þau við góðu meðalbúi af Hannesi föður Áskels. Þetta var sauðfjárjörð, eins og aðrar heiðajarðir. En norðanhríð- arnar voru grimmar og snjó- þyngslin gífurleg. Og jafnvel þótt grösin kæmu græn undan snjón- um, var þarna erfitt um vik. Þau hjón tóku sig því upp og fluttu að Skuggabjörgum í Dalsmynni, en síðar lá leiðin um Fagraskóg, æskuheimili Davíðs heitins Stef- ánssonar, Svínárnes á Látraströnd og loks í sjávarplássið Grenivík. Þeim varð 11 barna auðið, af þeim voru 7 drengir, en 4 stúlkur. í Austari-Krókum fæddist síðastur Skafti, þann 20. júlí 1908. Hann var tveggja ára, þegar flutt var að Skuggabjörgum í Dalsmynni. Þar var hans æskuheimili til 13 ára aldurs. Skuggabjörg var rýr jörð til slægna, en átti ágæta útbeit. Hús- in voru torfhús, en þegar í upp- hafi byggði Áskell timburhús, að vísu með torfþaki. Þar var þrifa- leg íbúð á þeirra tíma mæli- kvarða. Það tíðkuðust enn fráfærur á þessum árum. Sex ára gamall var Skafti settur til að sitja hjá án- um. Þar sátu þeir saman, hann og Egill bróðir hans, sem hafði verið lánaður að næsta bæ. Næstu sum- ur var Skafti lánaður að Skarði til móðursystkina sinna. Þar var hann geitasmali í skóginum. Það var ekkert áhlaupaverk. Geiturn- ar voru fótfráar og brögðóttar, en skógurinn makalausir rangalar. Þar skældi pilturinn í sigkjarkinn og eljuna. Hann er ekki iengur sár við geiturnar, þetta voru í rauninni gæðaskepnur og mjólkin indæl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.