Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 14

Frjáls verslun - 01.01.1968, Síða 14
FKVIAL'S VERZLUN turn, kr. 1.500.000.00. Að vísu var þetta revíuefni á þjóðhátíðardegi, en lýsir þó skorinort, hvaða stærð er hér á ferðinni. Og eftir því gengur með fyrirtækið, sem er líf hans og sál. AF FLATEYJARDALSHEIÐI. Skömmu fyrir aldamótin síð- ustu tóku við búi í Austari-Krók- um, innst á Flateyjardalsheiði að austan, hjónin Áskell Hannesson, þar fæddur og uppalinn, og Lauf- ey Jóhannsdóttir frá Skarði í Dals- mynni. Þarna tóku þau við góðu meðalbúi af Hannesi föður Áskels. Þetta var sauðfjárjörð, eins og aðrar heiðajarðir. En norðanhríð- arnar voru grimmar og snjó- þyngslin gífurleg. Og jafnvel þótt grösin kæmu græn undan snjón- um, var þarna erfitt um vik. Þau hjón tóku sig því upp og fluttu að Skuggabjörgum í Dalsmynni, en síðar lá leiðin um Fagraskóg, æskuheimili Davíðs heitins Stef- ánssonar, Svínárnes á Látraströnd og loks í sjávarplássið Grenivík. Þeim varð 11 barna auðið, af þeim voru 7 drengir, en 4 stúlkur. í Austari-Krókum fæddist síðastur Skafti, þann 20. júlí 1908. Hann var tveggja ára, þegar flutt var að Skuggabjörgum í Dalsmynni. Þar var hans æskuheimili til 13 ára aldurs. Skuggabjörg var rýr jörð til slægna, en átti ágæta útbeit. Hús- in voru torfhús, en þegar í upp- hafi byggði Áskell timburhús, að vísu með torfþaki. Þar var þrifa- leg íbúð á þeirra tíma mæli- kvarða. Það tíðkuðust enn fráfærur á þessum árum. Sex ára gamall var Skafti settur til að sitja hjá án- um. Þar sátu þeir saman, hann og Egill bróðir hans, sem hafði verið lánaður að næsta bæ. Næstu sum- ur var Skafti lánaður að Skarði til móðursystkina sinna. Þar var hann geitasmali í skóginum. Það var ekkert áhlaupaverk. Geiturn- ar voru fótfráar og brögðóttar, en skógurinn makalausir rangalar. Þar skældi pilturinn í sigkjarkinn og eljuna. Hann er ekki iengur sár við geiturnar, þetta voru í rauninni gæðaskepnur og mjólkin indæl.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.