Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 43
f-RJALS V/ERZLUN 43 SPORT JUDO Slysahætta er sízt meiri í judo en í öðrum íþróttum. Judo-hreyfingin er í töluverð- um vexti á íslandi. Eru nú starf- andi tvö judofélög í Reykjavík, Judofélag Reykjavíkur með 80 fé- laga og Judodeild Ármanns með um 30 félaga. Frumkvöðull judo- hreyfingarinnar á Islandi er Sig- urður H. Jóhannsson, starfsmaður í Landsbanka íslands, og kannast margir við hann, þar sem Sigurð- ur vísar inn til bankastjóranna á viðtalstímum. Sigurður hefur náð lengst allra íslendinga í judo og hefur þar nú tvö stig, en algeng- ast er að mestu keppnismenn nái fjórum til fimm stigum, meðan þeir eru enn í keppnisformi. Hærri stig en það, allt upp í 10, koma með árunum fyrir framlag til i- þróttarinnar á ýmsan hátt. Sig- urður stefnir nú að þriðja stigi og flestir hafa möguleika á fjórða stigi með því að leggja sig alla fram. Frjáls verzlun rabbaði lítillega við Sigurð um judoíþróttina í því skyni að kynna hana fyrir lesend- um. Hér er íþróttin aðallega stunduð af fólki á aldrinum 15—-26 ára en í rauninni geta menn stund- að hana alla ævi og er sérstakt æfingakerfi fyrir fullorðið fólk. Judo er ein tegund glímu, sprott- in upp úr ævagömlum japönskum bardagaaðferðum og hefur þró- azt í íþrótt, sem er iðkuð um ail- an heim. Öndvert því sem er í öðrum glímum klæðast judomenn fötum, víðum jakka og síðum buxum, áð- ur en þeir ganga til leiks. Þeir fara tveir saman inn á leikvang- inn og staðnæmast með fjögurra metra bil á milli sín og standa kyrrir þar til dómari eða þjálfari gefur merki um að leikur skuli hefjast. Þá geta menn gripið til andstæðingsins hvernig sem þeir vilja og beitt ýmiss konar brögð- um að því undanskildu að ekki má grípa til fantabragða. Sigur vinnst á því að varpa andstæðingn- um á herðarnar í gólfið, ellegar með því að halda honum föstum í 30 sekúndur, ellegar reyna þann- ig á olnboga hans að hann gefist upp af sársauka, ellegar með því að 'halda honum föstum með háls- taki þar til hann verður annað- hvort að gefast upp ellegar missa meðvitund. Tvær síðasttöldu aðferðirnar hafa sumum þótt nokkuð vafa- samar. Hins vegar hefur það sýnt sig að þær eru ekki hættulegar og er lífs- og slysahætta í judo ekki meiri en í mörgum öðrum í- þróttum. Algengustu slysin eru tognun í hnjáliðum og ökkla elleg- ar um olnbogana og axlir. Al- gengustu brögð eru klofbragð, sniðglíma á lofti, sniðglíma niðri og axlakast, einnig er beitt hæl- krók og leggjabrögðum. í kloí- bragði tekur annar keppandinn í handlegg andstæðings, snýr bak- inu snögglega að honum, teygir annan fótinn aftur fyrir sig milli BÍLAVARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR BÍLA Kristinn Guðnason hf. Klapparstíg 27 - Sími 22675
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.