Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Side 34

Frjáls verslun - 01.01.1968, Side 34
34 FFÍJALS VERZLUN. Starfsmannaaukningin er hreint ekki lítil á vorin, þegar þess er gætt að starfsfóík F.í. er nú um 380manns, þar af 330 í Reykjavík, hitt erlendis og úti á landi. — Hvernig fer ráðning starfs- manna fram? — Það er mismunandi og fer eftir starfinu, sem sótt er um. En við getum fyrst hugsað okkur al- mennan umsækjanda, sem ekki hefur hug á að gerast flugliði. Fyrst fær umsækjandi umsókn- areyðublöð til útfyllingar. Þar eru ýmsar spurningar og krefjast sum- ar þeirra nákvæmra svara t. d. um menntun, fyrri störf og ýmislegt persónulegs eðlis. Síðan er um- sækjandi kvaddur til viðtals og þá ræði ég við hann ásamt deild- arstjóra þeirrar deildar, sem starf- ið heyrir til. Þegar þessu er iokið gefum við umsögn okkar til for- stjórans, sem ákveður endanlega hvort umsækjandi er ráðinn til starfsins ellegar hafnað. Umsóknum um störf flugliða fylgja margvísleg próf, mismun- andi próf eftir störfum, sem sótt er um. Prófin eru bæði skrifleg og munnleg. Með prófunum er m. a. könnuð málakunnátta og' þekking á ýmsum tæknilegum at- riðum, sem of langt mál væri að telja upp. Það getur liðið tölu- verður tími frá því að umsókn um starf í flugliði berst og þar til unnt er að úrskurða um hæfni umsækjanda. — Hvað hefur þú annað á þinni könnu? — Kjarasamningar svo og á- kvörðun launa og röðun í launa- flokka eru mál, sem heyra u.ndir mig, en endanlegt úrskurðarvald er í höndum forstjórans. Kjarasamningar þeir, sem við: gerum, gilda aðeins hjá okkur og Loftleiðum, en félögin hafa nána og mjög góða samvinnu sín í milli í kjarasamningum og um allt er að framkvæmd þeirra lýtur. Við gerum samninga við Félag ís- lenzkra atvinnuflugmanna, Flug- freyjufélag íslands, Flugvirkjafé- lag íslands og flugumsjónarmenn og einnig sérsamninga viðþáDags- brúnarmenn, sem vinna vakta- vinnu hjá okkur. Samningagerðir geta verið mjög örðugar og hafa staðið allt upp undir hálft ár og lýkur yfirleitt á löngum nætur- fundum, sólarhring eftir sólar- hring. Við framkvæmd samninganna skapast ýmis vandamál, sem smærri fyrirtæki þekkja ekki. Við eigum t. d. ekki gott með að hækka eða lækka laun eftir vild. Þau fylgja föstum samningum og miðast yfirleitt við starfsaldur. Þess vegna eigum við erfitt með að hækka laun góðra starfskrafta þótt við gjarnan vildum. Það kem- ur fyrir að starfsmaður, sem kem- ur hingað beint úr skóla og hefur verið t. d. í fimm ár og þekkir starf sitt út og inn, verður að sætta sig við lægri laun en nýr starfsmaður, sem hefur unnið annars staðar í tíu ár og þekkir ekki gang starfsins hjá okkur. Þetta hefur skapað vandamál. — í hverju eru hinar almennu skyldur starfsmannastjórans fólgn- ar? — Starfsmannastjórinn er fyrst og fremst fulltrúi fyrirtækisins gagnvart starfsfólkinu. Hins vegar ber honum skylda til að reyna að leysa þau vandamál starfsfólks og fyrirtækis, sem honum berast til úrlausnar t. d. varðandi launa- kjör á þann hátt að starfsmaður- innmegivel við una. Starfsmanna- stjórinn kannar einnig afstöðu starfsfólksins til fyrirtækisins, starfsaðstöðu þess og kjör, í því skyni að skapa starfsfólkinu þau skilyrði innan fyrirtækisins að það geti verið ánægt með hlut- skipti sitt þar. Hingað kemur starfsfólk einnig með ýmis per- sónuleg vandamál, trúnaðarmál, sem ekki berast lengra. öll með baðkeri eða steypibaði, síma, útvarpi og sjónvarpi ef óskað er. Athugið hina fjöl- breyttu þjónustu er Hótel Saga hefur að bjóða, svo sem hárgreiðslustofu, snyrtistofu, rakara- stofu, nudd og gufuböð. Viljum sérstaklega vekja athygli á ninni miklu verðlækkun á gistingu yfir vetrarmánuðina. HðT«IL HAGATORG 1 REYKJAVÍK

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.