Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Page 33

Frjáls verslun - 01.01.1968, Page 33
FRJAL5 VERZLÍUN 33 STARFSKYNNING F.V. TENGILIDUR MILU STARFSFÓLKS OG YFIR- STJÓRNAR FYRIRTÆKISINS. Rœtt við Magnús Björnsson, starfsmannastjóra Flugfélags íslands um ^ vandasamt og viðkvœmt en — að hans dómi — skemmtilegt starf. f f Magnús Björnsson. Aðeins fáein fyrirtœki á íslandi eru af þeirri stœrð að þeim sé nauðsynlegt að halda starfsmannastjóra. Eitt þessara fyrirtœkja er eðlilega Flugfélag íslands, sem er eina flugfélagið á fslandi, er sinnir bœði inn- anlands- og utanlandsflugi. Með vaxandi umsvifum vex starfsmannafjöldinn. Það er eitt af hlutverkum Magnúsar Björns- sonar, starfsmannastjóra Flugfé- lags íslands, að annast ráðningar starfsfólks til félagsins. — Ég annast ráðningar starfs- fólksins, bæði heima og erlendis, sem er mikið starf, því að manna- breytingar eru tíðar og munurinn mikill á sumar- og vetrarstarfs- hópum, segir Magnús Björnsson, þegar F.V. er að kynna sér dagleg störf hans. — Umfangsmestar eru ráðning- ar flugliða: Flugmanna, flug- virkja, og flugfreyja. Á hverju vori ráðum við tuttugu og fimm nýjar flugfreyjur, fimm til tíu flugmenn og um fimmtíu manns í önnur störf, vegna hinnar miklu aukningar í starfsemi félagsins yfir sumartímann. Nokkuð af þessu starfsfólki er skólafólk, sem vinnur hjá okkur aðeins yfir sum- artímann, en smáhópur ílendist einnig þar sem aðrir hverfa burtu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.