Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Side 25

Frjáls verslun - 01.01.1968, Side 25
FRJÁLS VERZLUN 25 ar. Þessir nýju reikningar tóku að- eins til meðferðar verzlunarrekst- urinn. Þannig var greint á milli kostnaðar eiganda og fyrirtækis, t. d. varðandi bifreiðakostnað og símakostnað, þar sem um slíkt var að ræða, afskriftir voru samræmd- ar, og á allan hátt leitazt við að sýna stöðu verzlunargreinarinnar á sem gleggstan hátt án þess, að aðrir liðir drægjust inn í þetta yf- irlit. Þá voru og launeigendatekin út úr launareikningi, og koma þau fram sem nettóhagnaður, þ. e. þóknun eiganda. Sam- eignar- og hlutafélög voru talin sem einstaklingsfyrirtæki og laun verzlunarstjóra tekin út úr launa- kostnaði og koma því fram sem nettóhagnaður, — og fleiri atriði mætti nefna til skýringar á fram- kvæmd könnunarinnar, en sú upp- talning ætti að vera óþarfi. AFKOMA FYRIRTÆKJANNA. Afkoma fyrirtækjanna grund- vallast á heildarveltu, brúttóhagn- aði, heildarkostnaði og nettóhagn- aði. Brúttóhagnaður -v- heildar- kostnaður = nettóhagnaður, eða þóknun eiganda fyrir vinnu, fé, áhættu o. fl. Skal nú vikið að hverju þessara atriða, sem hafa meginþýðingu fyrir afkomu fyrirtækjanna, og það skilgreint fyrir sig á grund- velli nefndrar skýrslu. Heildarveltan. Heildarveltan er öll vörusala fyrirtækjanna, hvort sem selt er gegn staðgreiðslu eða í reikning. Eigin úttekt eiganda, svo og sala á niðursettu verði fell- ur einnig hér undir. Velta allra fyrirtækjanna 34 var sem hér segir: 1964 1965 Aukning 151.518.676.00 176.699.391.00 16.6% Séu verzlanir þær, sem hafa of- angreinda veltu taldar 30% af öll- um matvöruverzlunum í Reykja- vík á þessum tíma, má áætla heildarmarkaðinn 5—600 milljón- ir króna þau ár, er könnunin tók yfir. Veltuaukningin milli þessara tveggja ára nemur 16.6%, en hér er vitanlega um krónu-, en ekki magnaukningu að ræða. Skipting veltunnar milli kjöt- og nýlendu- vöruverzlana er sem hér segir: Nýl.v. 1961/ 1965 Aukn. verzl. 48.075.501 55.412.399 15.2% Kjöt- verzl. 103.443.175 121.286.992 17.2% Sjá má, að veltuaukning kjöt- verzlananna er 2% meiri en ný- lenduvöruverzlananna. Ef til vill er skýringar að leita í aukinni kjötneyzlu við bættan efnahag, en ef þess er gætt, að verðhækkun á ýmsum landbúnaðarafurðum, frá verðbreytingu, sem varð 1. marz 1964 til haustverðlagningar 1965, er 26% (smásöluverð með sölu- skatti), þá má jafnvel segja, að hér sé um stöðnun að ræða, þar eð veltuaukninginnam aðeins 16.6%. Má í þessu sambandi benda á, að á þeim árum, er athugunin nær yfir, bættust við nokkrar stórar og nýtízkulegar kjötverzlanir, sem tóku til sín mikið af markaðinum. Matvælamarkaðurinn er yfir- leitt fremur ,,óteyginn“, þ. e. breytist lítið frá ári til árs; salan fer eftir raunverulegri þörf kaup- enda, og auknar eða lækkandi tekjur hafa þar fremur lítil áhrit' á. Brúttóliagnaðurinn. Brúttóhagn- aðurinn er sú álagning, sem fyrir- tækin fá af seldri vöru, eða mis- munur kostnaðar- og söluverðs seldrar vöru. Hér vísast til taflna I og II, sem sýna brúttóhagnaðinn í krónum og í % af veltu. ,,Á árinu 1964 er brúttóhagnað- urinn í flokkunum 0—5 milljónir meiri hjá kjötverzlunum en ný- lenduvöruverzlunum. Nýlendu- vöruverzanir í flokkunum yfir 5 milljónir hafa aftur á móti nokk- uð hærri brúttóhagnað. Honum verður þó að taka með nokkurri varúð, þar sem aðeins fengust 2 fyrirtæki í þennan flokk. Benda má á, að brúttóhagnaður í þess- um sama flokki lækkar verulega árið 1965 og er þá kominn niður fyrir hliðstæðan flokk hjá kjöt- verzlunum. Beri maður nú þessar tölur sam- an við töflu II, má sjá, að meðal- álagning er hærri hjá nýlendu- vöruverzlunum í I. og III. flokki, en í flokki II er um hærri álagn- ingu að ræða hjá kjötverzlunum. Af þessu má ráða, að velta kjöt- verzlana liggi að meðaltali hærra innan flokks I, og ef til vill eitt- hvað hærra innan flokks III. Greinilega kemur fram, að eftir því sem veltan eykst verður um minni meðalálagningu að ræða. Einnig má sjá, að álagningin er mun jafnari milli flokka hjá kjöt- verzlunum, þar fellur hún aðeins frá 17.14% niður í 16.70%, en úr 17.59% niður í 16.01% og síðan aftur upp í 18.90% hjá nýlendu- vöruverzlunum. Samkvæmt með- altali allra fyrirtækja í hvorum hóp sést, að meðalálagning ný- lenduvöruverzlana er um 1 % hærri en álagning kjötverzlana ár- ið 1964. Sé litið aftur yfir á sama lið á töflu I, sést, að velta kjöt- verzlananna hefur í heild verið mun meiri að meðaltali á fyrir- tæki, því að brúttóágóðinn er um kr. 260.000,00 hærri þar, þó að álagningin hafi verið þessum mun minni að hundraðshluta. Árið 1965 leiðir svipaðar niðurstöður í ljós og árið 1964, að því er töflu I varðar. Kjötverzlanir skila hér mun meiri brúttóhagnaði en ný- lenduvöruverzlanir, en þá ber þess að gæta, að álagningin að Ilmurlnn er Indæll, og bragðíð eftir t»vi KAFFiBRENNSLA O. JOHNSON & KAABER ,

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.