Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Page 32

Frjáls verslun - 01.01.1968, Page 32
32 FWJÁLS verzlun og aðeins leigð út til þess að mæta kostnaði við tryggingaiðgjöld og fleira. FLUGSÝN h/f. Flugsýn hf. var stofnuð árið 1960 og í byrjun var flugflotinn ekki nema ein Tiger Moth vél, sem notuð var bæði til kennslu og í leiguflug. Fyrirtækinu hefur nú vaxið fiskur um hrygg og á það orðið sex vélar. Tveggja hreyfla Douglas DC-3, sem tekur 36 far- þega, tvær eins hreyfils Navion, sem taka 4 farþega, eina Piper Cherokee og eina Cessnu 180, sem taka fjóra farþega hvor og svo Cessnu 150, sem tekur tvo. Flugsýn heldur uppi áætlunar- ferðum til Norðfjarðar, sem for- ráðamenn félagsins telja einn erfiðasta stað á landinu að fljúga til, enda er sætanýtingin ekki mikil. Árið 1964 var gullöld fyrir litlu flugfélögin, þá var mikil síld og mikið að gera í innanlandsflug- inu. Flugsýnarmenn sáu fram á að þeir gætu ekki annað Norðíjarð- arfluginu og öðrum verkefnum með Beechcraft-vél, sem þeir áttu þá, og keyptu því fjögurra hreyfla DeHavilland Heron, sem tók fimmtán farþega. Hún var svo aftur seld seinna og Douglas-vélin fengin í staðinn. Jón Magnússon segir, að þegar þeir keyptu Douglas-vélina hafi þeir búizt við að fá eitthvað meira í hendurnar en bara Norðfjarðarflugið. Þó að árið 1966 hafi komið þokkalega út frá rekstrarlegu sjónarmiði er fjárhagsgrundvöllur svona lítilla félaga aldrei of traustur og er- lendu lánin, sem þeir fengu, voru aðeins til þriggja ára. Ástæðan fyrir verkefnaskortinum er sú, að það eru of margir aðilar, sem stunda leiguflug og kennslu. Alls konar smáfélög eru að skjóta upp kollinum öðru hvoru, kannski ekki nema tveir menn, sem eiga eina flugvél, en það er nóg til að draga frá hinum. Á sumrin þegar mest er að gera eru það alls níu aðilar, sem stunda þetta, en á vetr- um þegar tímar eru erfiðari draga þeir litlu sig í hlé og bíða eftir næstu hrotu. Flugsýn þarf að hafa dýran mannskap á launum og tryggingakostnaður er nú um 750 þúsund á ári. Veltan árið 1966 var um tíu milljónir króna, en líklega 1/4 minni á árinu 1967. FLUGÞJÓNUSTAN. Flugþjónusta Björns Pálssonar hefur fjórar vélar í sinni þjónustu. Eina deHavilland Dove, sem tek- ur níu farþega, eina Beechcraft Twin Bonanza, sem tekur sex far- þega og tvær Cessna 180, sem taka þrjá og fjóra farþega. Flug- þjónustan er með áætlunarferðir til Hellissands, Þingeyrar og Vopnafjarðar og óreglubundið á- ætlunarflug á ýmsa aðra staði, þ. e. reynt er að flytja á sæta- gjöldum eins og hægt er. Sæta- nýtingin að undanförnu hefur ver- ið afleit, og þetta hefur verið erf- itt ár hjá Flugþjónustunni ekki síður en hinum litlu flugfélögun- um. Að meðaltali hafa verið 4,6 farþegar í hverri ferð árið 1967, og miðað við stærð vélanna er það lítið. í fyrrasumar byrjaði vís- ir að samstarfi milli Flugþjónust- unnar og Flugfélags íslandsáþann hátt, að Flugþjónustan flutti far- þega frá Vopnafirði og víðar, til Egilsstaða, þangað sem Flugfélag- ið hefur fastar áætlunarferðir. Þetta er í samræmi við þá stefnu Flugfélagsins að hafa sem fæsta lendingarstaði, en flytja farþega að aðalvöllunum með bílum eða minni flugvélum. Flugþjónustumenn binda nokkr- ar vonir við þetta samstarf, sem þeir telja öllum til góðs. Þeir telja þetta beztu leiðina til að leysa samgönguvandamál staða eins og Vopnafjarðar. Þar sem ör- yggisbúnað skortir á flugvöllinn á Vopnafirði, og íslenzk veðrátta er eins og hún er, yrði það mikl- um erfiðleikum bundið að halda uppi nokkuð stöðugu áætlunar- flugi til Vopnafjarðar. Hins vegar mætti aðstaðan á Egilsstöðum líka vera mun betri, þar vantar t. d. flugskýli og annað, sem nauðsyn- legt er stöðugum flugsamgöngum. Sjúkraflugið hrifsar oft góða bita frá Flugþjónustunni. Það hefur ósjaldan komið fyrir að nauðsyn- legt hefur verið að hætta við far- þegaflug vegna neyðarkalls af landsbyggðinni. Þeir treysta sér ekki til að neita slíkri hjálpar- beiðni og tapa oft á því þúsundum króna. Sveinn Björnsson segir eins og aðrir að síðastliðið ár hafi verið afleitt. Þar hjálpaðist allt að. Veðrið var mjög óhagstætt íyrir flug allt árið, síldin kom seint og lítið að gera í sambandi við hana, og svo eru alltof margir um hit- una. Sveinn telur þetta mjög óheillavænlega þróun, það sé að vísu óheppilegt að vera félítill, en hvergi eins og í fluginu. Lang- varandi fjárskortur komi fyrr eða síðar niður á örygginu. Heildar- veltan hjá Flugþjónustunni er um 7 milljónir króna á ári.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.