Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Side 53

Frjáls verslun - 01.01.1968, Side 53
FRJÁLS VERZLLTN 53 IÐNAÐUR VEFARINN HF. FIMMTÁN ÁRA í meira en fjögur ár hafði teppaverðið ekkert hœkkað. íslenzk ull er úrvalshráefni í gólfteppi. Möguleikar til teppaútflutnings. Vefarinn er elztur þeirra fyrir- tækja sem framleiða gólfteppi á íslandi. í nóvember síðastliðnum voru liðin fimmtán ár frá stofnun þess. Framkvæmdastjóri frá byrj- un hefur verið Björn Sveinbjörns- son og FV. hitti hann að máli fyr- ir skömmu. „Já, í nóvember síðastliðnum voru liðin fimmtán ár frá því að fyrirtækið var formlega stofnað. Það má segja að það hafi verið tilviljun að það komst á laggirnar og í byrjun var allt á lánum. Til- drögin voru þau að faðir minn kynntist Norðmanni, Otto Hoven að nafni. Hann rak stóra gardínu- verksmiðju í sínu heimalandi, og var auk þess hluthafi í Mandal Teppevæferi sf. Hann sagði pabba að sér fyndist furðulegt að ekki skyldi vera nein gólfteppaverk- smiðja hér á íslandi, því að fyrir- tæki hans keypti allmikið af is- lenzkri ull til sinnar framleiðslu og gæði hennar væru einstök. Pabbi hafði lítið vit á starfsemi slíkra fyrirtækja, enda var hans vorzlun á ailt öðru sviði, þar sem Ofnasmiðjan er. Otto tókst samt að telja hann á að setja upp verK- smiðju og bauðst til að lána hon- um vefstól í sex mánuði og sér- þjálfaðan mann til að setja hann upp og koma í gang. Jafnframt bauð hann pabba að senda mann út til þjálfunar. Nú, þetta boð var þegið, lán fengið í Búnaðárbank- anum og svo var byrjað að vefa. Fyrirtækið náði skjótt nokkrum vinsældum þannig að við urðum að láta vinna þrjár vaktir, allan sólarhringinn. Við fórum auðvit- að fljótlega að hugsa um að fá okkar eigin vefstóla, en vegna innflutningshafta dróst það nokk- uð. Það gekk þó á endanum og við byrjuðum að byggja verksmiðju- hús í Mosfellssveit, skammt frá Brúarlandi, þar sem nú heitir Kljásteinn. Framkvæmdir þar hófust árið 1959 og þangað var flutt strax um haustið. Þá voru vefstólarnir orðnir þrír og þar hef- ur mestöll starfsemi fyrirtækis- ins verið þar til við fluttum frá- gangsdeildina svokölluðu í leigu- húsnæði í Skeifunni 3. Við höfum alltaf haft meira og minna sam- band við Mandal Teppevæferi sf. og framan af sáu þeir um ýmsar tæknihliðar fyrir okkur, en nú hefur Ármann Rögnvaldsson, verksmiðjustjóri, að mestu tekið við en hann er vefnaðartækni- fræðingur að mennt. Við höfum flutt inn nokkur mynztur frá norsku verksmiðjunni en jafnframt gert nokkur sjálíir, sem hafa gengið vel. Mandal hef- ur jafnan iengið okkar mynztur út, og þau hafa einnig selzt ágæt- lega í Noregi, þannig að allt sam- starf fyrirtækjanna hefur verið einstaklega gott og ánægjuleg't. Teppin frá okkur hafa líkað vel, þykja sterk og endingargóð. Mér er kunnugt um að sumum þykir jafnvel nóg um endinguna, og vilja gjarnan skipta áður en teppin fara að láta á sjá. Ég veit meira að segja, að nokkuð af fram- leiðslunni frá fyrsta ári prýðir hús hér í borg, og ekkert útlit fyrir að skipt verði um á næst- unni. Eftirspurnin hefur farið si- vaxandi, og það sem helzt hefur háð okkur er of langur afgreiðslu- frestur á framleiðslunni. Við höf- um gert okkar bezta til að bæta úr þvi, bæði með aukinni fram- leiðslu og vinnuhagræðingu. í febrúarmánuði ’67 voru liðin fjögur ár síðan verðbreyting hafði Björn Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri. orðið á framleiðslu okkar, þrátt fyrir miklar kauphækkanir á þessu tímabili. Þetta er í og með vegna þess að verð á ullarbandi hefur staðið í stað, en ekki síður vegna ýmiss konar vinnuhagræð- ingar í verksmiðjunni. Til dæmis fundu starfsmennirnir sjálfir að- ferð til þess að láta skipta um lit í stólunum án þess að stöðva þá nema örskamman tíma. Áður tók það alltaf einar sex „mannvinnu- stundir“ að skipta. Við höfum ver- ið mjög heppnir með starfsfólk, það hefur verið dugmikið og á- hugasamt, og því ber ekki sízt oð þakka uppgang fyrirtækisins. Hráefnið sem við notum er fyrst og fremst íslenzkt ullarband sem

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.