Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.01.1968, Blaðsíða 9
FRJÁLS VERZUUIN 9 Batnandi efnahags- horfur í Evrópu — þó er líklegt, a3 efnahagsaðgerðir USA dragi úr hagvexti. Efnahagsþróunin í hinum frjálsu ríkjum heims árið 1968 mun velta á þróuninni í sex ríkjum: Banda- ríkjunum, Vestur-Þýzkalandi, Jap- an, Frakklandi, Bretlandi og ítal- íu. Framleiðsla ríkjanna sex er áttatíu hundraðshlutar af aliri framleiðslu utan kommúnistaríkj- anna. Búizt er við að efnahags- framfarir verði meiri á þessu ári en árið 1967. Bandarískir efna- hagssérfræðingar reikna með 4.3% framleiðsluaukningu 1968. Helmingur heiidarframleiðsl- unnar fer fram í Bandaríkjunum en þar er gert ráð fyrir 4% aukn- ingu á árinu. Efnahagslífið mun sennilega batna mest í Vestur- Þýzkalandi. Efnahagsþróunin þar einkenndist af verulegum sam- drætti sl. ár, sem m. a. leiddi til þess að Japan komst upp fyrir Vestur-Þýzkaland í bifreiðafram- leiðslu í fyrsta sinn. Áætluð fram- leiðsluaukning í V-Þýzkalandi er þrír af hundraði. Hins vegar er nú gert ráð fyrir að Japan fari fram úr Vestur-Þýzkalandi í heildar- framleiðslu árið 1968. Heildar- aukning brúttó þjóðarframleiðsl- unnar í EBE er áætluð 3.9% og í EFTA 3.6%. Þessar áætlanir og þær aðrar, sem hér fara á eftir um efnahags- þróunina í löndum Efnahags- bandalagsins og nokkrum ríkjum Fríverzlunarbandalagsins eru að vísu ýmsum vafaatriðum undir- orpnar. Enginn getur sjáð ennþá um áhrif efnahagsaðgerðanna sem Johnson Bandaríkjaforseti boðaði í upphafi þessa árs. Einnig er erf- itt að sjá fyrir áhrif á heimsvið- skipti og fjárfestingu frá vanda- málum sterlingspundsins og doll- arans og greiðslujöfnuðar Banda- ríkjanna. Vonir Evrópuríkja um aukin efnahagsleg umsvif á þessu ári geta brugðizt að nokkru leyti vegna ráðstafana Bandaríkja- stjórnar, sem munu m. a. sennilega hafa töluverð áhrif á útflutnings- möguleika Breta. I. Efnahagsbandalagið. Vestur-Þýzkaland var hinn „sjúki maður“ Efnahagsbanda- lagsins. Þar minnkaði þjóðarfram- leiðslan um 1% sl. ár. Samdrátt- ur eftirspurnar og framleiðsiu sagði til sín í nær öllum greinum framleiðslunnar. Gert er ráð fyrir að þær efnahagsráðstafanir, sem vestur-þýzka stjórnin hefur beitt sér fyrir til úrbóta muni naumast segja til sín að ráði fyrr en á miðju þessu ári. Þær hafa hins vegar komið í veg fyrir frekari samdrátt en orðinn var. Nýting framleiðslugetunnar, sem var 77 % snemma á síðasta ári hefur nú komizt upp í 82%. Iðnaðarframleiðsla Vestur- Þýzkalands mun sennilega aukast um 4% á árinu og verður hún þá jafnmikil og árið 1966. Gert er ráð fyrir mestri framleiðsluaukn- ingu í bílaiðnaðinum. Þrjú til fimm prósent fjárfestingaraukn- ing í iðnaði er fyrirsjáanleg af þeim áætlunum, sem framleiðend- ur hafa gert. Frakkland. Þar kom afturkipp- ur í efnahagslífið síðari hluta árs- ins 1967 vegna minnkandi út- flutnings til Þýzkalands og Hol- lands, sem kaupa um 30% útflutn- mgsframleiðslu Frakka. Meðal- aukning í framleiðslu mun velta á því að þessir viðskiptavinir Frakka bæti afkomu sína. Einkaneyzla í Frakklandi mun haldast stöðug en útflutnings- aukning er áætluð 9%. Embættis- menn haía spáð 4% útgjaldaaukn- ingu ríkisins. Nokkur hætta virðist vera á greiðsluhaila í viðskiptum við önnur lönd. Hann var smávægi- legur sl. tvö ár en gæti aukizt verulega á þessu ári. Ítalía. Árið 1967 var gott ár fyr- ir ítali. Töluverð aukning þjóðar- framleiðslunnar kom fram í næst- um öllum greinum. Þjóðarfram- leiðslan mun sennilega aukast um 51/2%. Útflutningur jókst um 7%% sl. ár og innflutningur um 15% en tekjur af ferðamönnum gerðu betur en að jafna gjaldeyr- ishallann. Holland. Gengisfelling sterlings- pundsins mun hafa neikvæð áhrif á efnahag Hollendinga. Viðskipti milli Breta og Hollendinga eru mjög mikil. Útflutningur Hollend- inga á landbúnaðarafurðum til Bretlands, rnálmum og varningi í efnagerð mun sennilega bíða hnekki. Belgía. Iðnaðarframleiðsla Belg- íu jókst um minna en eitt prósent sl. ár með þeim afleiðingum að afturkippur kom í efnahagslíf landsins. Framleiðsla á stáli og í efnagerð jókst en vefnaðarfram- leiðslan minnkaði um 11%. Út- flutningurinn er 40% af þjóðar- framleiðslu Belgíu og á samdrátt- urinn í efnahagslífinu rætur að rekja til minnkandi útflutnings til hinna ríkjanna í Efnahagsbanda- laginu. Fari efnahagsástand þeirra ríkja batnandi má reikna með 3% framleiðsluaukningu á þessu ári. II. Fríverzlunarbandalagið. Mesta efnahagsvandamál Breta er greiðsluhallinn við útlönd. Gengisfellingin er lækning, sem tekur nokkurn tíma. Greiðsluhalli undanfarin ár um 29 milljarða króna árlega mun snúast upp í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.