Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 9
FRJALS VERZLUN V VERÐFALL í TVÖ ÁR Guðmundur H. Garðarsson, fulltrúi hjá S.H., svarar spurningunum á þessa leið: Um markaðsþróunina í sölu hraðfrystra sjávarafurða er þetta að segja í stuttu máli: Verðlag á hraðfrystum fiskflökum (og fisk- blokk) fór stöðugt hækkandi á helztu mörkuðum tímabilið 1962 —1965. Má sem dæmi nefna, að um áramótin 1965/’66 var skráð markaðsverð á þorskblokk í Bandaríkjunum komið í 29—30 cent pr. pund (lbs.) og varverðlag flestra annarra tegunda í sam- ræmi við það. Við Sovétríkin hafði á sama tíma tekizt að ná sambærilegum verðum fyrir sölur þangað. Verðlag á brezka mark- aðinum, sem til þessa hafði verið þriðja þýðingarmesta markaðs- svæðið fyrir hraðfrystar sjávar- afurðir hafði hins vegar verið óstöðugt og var á hraðri niður- leið í árslok 1965. Hin hagstæða verðlagsþróun og breyttar kröfur neytenda, sem stefndu í átt til aukinnar neyzlu hraðfrystra sjávarafurða, höfðu m. a. í för með sér, að allar helztu fiskveiðiþjóðir Evrópu stórjuku framleiðslu sína á hraðfrystum fiski og fiskflökum. Þrátt fyrir aukna heildarneyzlu, jókst neyzl- an á íbúa hægar í þeim markaðs- löndum þar sem skilyrði til sölu hraðfrystra sjávarafurða eru fyr- ir hendi, heldur en heildarfram- leiðslan. Afleiðingarnar urðu mik- il umframframleiðsla og framboð afurða, sem ýmsir framleiðendur buðu fram á stórlækkuðu verði, svo að þeir sætu ekki uppi með óseljanlega vöru, þegar tímar liðu. Þessi neikvæða þróun hófst á árinu 1966 og leiddi til algjörs verðfalls. Fór skráð markaðsverð á þorskblokk niður í um 21 cent pr. pund, þegar verzt lét. Hinir ýmsu framleiðendur fóru misjafn- lega illa út úr verðfallinu árið 1966. Vegna þeirrar framleiðslu- og markaðsaðstöðu, sem S.H. hafði Guðmundur H. Garðarsson. komið sér upp í Bandaríkjunum þ. e. sérstaklega eigin fiskiðnaðar- verksmiðju, tókst að verja megin- þorra íslenzkra hraðfrystihúsa fyrir verðhruni þess árs. Auk þess voru í ársbyrjun 1966 fyrir hendi hagkvæmir samningar við Sovét- ríkin. Giltu þeir fyrir allt árið. Meginþunga verðhrunsins var því bægt frá árinu 1966 hvað sölu- og markaðshliðina áhrærir. Hins veg- ar höfðu aðstæður innanlands breytzt hraðfrystihúsunum mjög í óhag, sem gerði það að verkum, að þau komu út með tugmilljóna króna tapi. Þótt sölu- og markaðsuppbygg- ing væri traust, varð ekki umflú- ið, að verðlækkanirnar kæmu fram á sölu hraðfrystra sjávaraf- urða frá íslandi. Af hálfu ís- lenzkra stjórnarvalda var reynt að draga úr þesum neikvæðu áhrifum með verðtryggingu að hluta. Var það kerfi í gildi árið 1966 og er enn með ákveðnum breytingum frá því sem uppruna- lega gilti. Verð fór enn lækkandi fyrst á árinu 1967, en skráð markaðsverð á fiskblokk komst upp í 24—25 cent pr. pund og hefur haldizt í því verðlagi um tíma. — Um framtíðina er þetta að segja: Markaðshorfur fyrir hraðfrystar sjávarafurðir eru ótryggar. Fram- leiðsla er mikil og óvissa ríkir um verðþróunina. Er því bæði erfitt og óraunhæft að segja nokkuð ákveðið hvers má vænta í þessum efnum, Vel er fylgzt með helztu mörkuðum og allra bragða neytt til þess, að sem allra beztur árangur megi nást. Yfirlit þetta er engan veginn tæmandi og vantar t. d. svör frá saltfiskframleiðendum, en erþessi grein var tckin saman, var fram- kvæmdastjóri SÍF, Helgi Þórar- insson, erlendis í markaðsleit og varð því ekki leitað svara hjá honum. En það er von blaðsins, að yfirlit þetta megi leiða menn í sannleika um ástandið og horf- urnar í þessum málum, sem sann- arlega varða hvern íslcnzkan þjóðfélagsþegn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.