Frjáls verslun - 01.04.1968, Qupperneq 12
ia
FRJÁLS VERZLUN
— Vegna kauptregðu á mörkuðunum eru hér
ennþá óseld um 25000 tonn af síldarlýsi af fyrra
árs framleiðslu.
— Allt íslenzkt síldarmjöl frá fyrra ári er nú
selt og mun meðalverð á því hafa verið um sh.
15/6 á proteineiningu í tonni, eins og fyrr segir.
— Horfur eru á, að langt verði að sœkja á
miðin nú í sumar eins og í fyrra.
540 þús. tonnum í nær 1 milljón
tonna í heiminum.
Mikið hefur skort á það, bæði
hjá Perúmönnum og Norðmönn-
um, að geta geymt meginhluta
framleiðslunnar, ef svo bæri und-
ir, að þeir vildu bíða með sölu og
afskipanir til þess að reyna að ná
hagstæðara verði en kostur kann
að vera á í bili. Á s.l. ári urðu
báðir þessir aðilar stundum að
sæta neyðarsölum af þessum sök-
um, þar sem þeir áttu að velja á
milli þess að stöðva framleiðsluna
eða sæta sílækkandi verði.
Eins og kunnugt er, brást vetr-
ar- og vorsíldveiði Norðmanna að
miklu leyti fyrstu fjóra mánuði
þessa árs.
Hinn 30. apríl s.l. var lýsisfram-
leiðsla Norðmanna um 24 þús.
tonn á móti 59 þús. tonnum á
sama tíma í fyrra.
Talið er, að veiðar Norðmanna
á síld og makríl til bræðslu næsta
misserið muni hafa úrslitaáhrif á
verðlag bollýsis á þessu ári. Ríkir
mikil óvissa um hvort tveggja,
síldveiðarnar og markaðsverðið á
lýsinu.
— Framtíðarhorfurnar?
— Áætlað hefur verið, að fram-
leiðsla á ýmislegum jurta-olíum
og kjörnum til fæðu og fóðurs í
heiminum muni nema á þessu ári
samtals um 21.750 þús. tonn.
Jurtaolíur til iðnaðar um 1.250 þús. tonn
Dýrafciti:
Smjör (fituinnihald) um 4.260 þús. tonn
Svínafeiti ....... um 4.260 þús. tonn
Tólg ............. um 4.260 þús. tonn
Lýsi (allar teg.) .... um 1.180 þús. tonn
Samtals 36.960 þús. tonn
Er þessi framleiðsla áætluð um
1.360 þús. tonnum meiri en í
fyrra. Virðist það vera eðlileg
aukning miðað við undanfarin ár,
svo að ekki ætti hún að hafa
áhrif til lækkunar á lýsisverðinu,
enda er verð á lýsi nú lægra mið-
að við jurtafeiti og dýrafeiti en
venjulega hefur verið.
Eins og menn vita, er síldarlýs-
ið hert og notað að mestu leyti til
framleiðslu á smjörlíki og steikar-
feiti. Víða í löndum eru nú miklar
birgðir af smjöri og verðið því
niðurgreitt af opinberu fé, og
stuðlar það að sjálfsögðu að
minnkandi eftirspurn og lækkun
á smjörlíkisverði.
Verðmunur á hertu matarlýsi
og síldarlýsi hefur farið minnk-
andi s.l. þrjú ár, og víða eru
herzluverksmiðjurnar í höndum
sama aðila og smjörlíkisverk-
smiðjurnar.
Framleiðsla á fiskmjöli hefur
farið ört vaxandi á undanförnum
árum í heiminum. Hjá þeim lönd-
um, sem flytja út fiskmjöl, var
framleiðslan á s.l. ári talin hafa
numið 3.287 þús. tonnum á móti
2.807 þús. tonnum árið 1966. Út-
flutningur þessara landa hækkaði
úr um 2.300 þús. tonnum 1966
upp í um 2.850 þús. tonn 1967.
Áætlað hefur verið, að fram-
leiðsla þessara landa muni hækka
upp í 3.400 þús. tonn á þessu ári,
en jafnframt er þess vænzt, að
neyzluþarfir muni aukast meira
en framleiðslan. Birgðir í árslok
1967 námu um 850 þús. tonnum
og talið af sumum, sem góð skil
kunna á þessum málum, að birgð-
ir muni verða minni í árslok 1968,
en í fyrra.
Allt íslenzkt síldarmjölfráfyrra
ári er nú selt, og mun meðalverð
á því hafa verið um sh. 15/6 á
proteineiningu í tonni, eins og
fyrr segir.
Verð á fiskmjöli var mjög óstöð-
ugt á heimsmarkaðinum á þessu
ári, þar til komið var fram í maí-
mánuð, að það fór hækkandi.
Hafa nú verið seld fyrirfram
um 20.000 tonn af íslenzku síldar-
mjöli, og hefur verðið verið sh.
17 til sh. 18/6 fyrir proteinein-
inguna í tonni cif. Hefur þá feng-
izt hækkun á síldarmjölinu í sterl-
ingspundum frá því í fyrra, sem
svarar verðfalli pundsins gagn-
vart dollar. Virðist markaðurinn
á fiskmjöli, þar með töldu síldar-
mjöli, stöðugur síðustu 2—3 vik-
urnar. Mun aðalástæðan vera sú,
að Perúmenn hafa ákveðið að
stöðva veiðar sínar næstu þrjá
mánuði og síld- og makrílveiðar
Norðmanna hafa brugðizt að
verulegu leyti, þótt loðnuveiði
hafi verið þar með bezta móti og
síld- og makríiveiði aukizt síðustu
vikurnar.
Horfur eru á, að langt verði að
sækja á miðin nú í sumar eins og
í fyrra. Þótt verðlag bræðslusíld-
arafurðanna, síldarlýsis og síldar-
mjöls, sé nú samanlagt enn lakara
en í fyrra um þetta leyti, þá er
það talsverð bót í máli, að flutn-
ingar á bræðslusíld af fjarlægum
miðum verða auknar, þar sem
síldarverksmiðjur ríkisins hafa
leigt tankskip, sem lestar 4300—
4500 tonn í ferð, til flutninganna
og skipin, sem önnuðust þá í fyrra,
munu verða gerð út áfram í sama
skyni.
Síðast en ekki sízt er hafinn
undirbúningur að því, að unnt
verði að salta verulegt magn af
síld í veiðiskipunum á fjarlægum
miðum.
Þannig er leitazt við að stuðla
að því, að afli íslenzkra síldveiði-
skipa á fjarlægum miðum aukist
og hann nýtist betur og verði
verðmeiri.
Veitir sannarlega ekki af, að
reynt sé að hamla á móti afla-
bresti, sem nam í fyrra sumar og
haust um 40% af því, er aflinn
hafði numið árinu áður, og á móti
verðfalli afurðanna.