Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Page 26

Frjáls verslun - 01.04.1968, Page 26
FRJÁLS VERZLUN 24 anir, sem gerðar hafa verið af til- nefndum sérfræðingum um frakt- mál, þá er væntanleg aukning flugflutninga á vörum næsta ótrú- leg. Á Norður-Atlantshafsleiðinni einni er gert ráð fyrir um 800% aukningu á flugfrakt fram til árs- ins 1975. Þegar litið er til baka til ársins 1955, kemur í ljós, að flugfraktflutningar á þessari leið námu um 15.600 tonnum. Árið 1965 hafði aukningin orðið rúm- lega 1000%, og nam þá magnið um 177 þúsund tonnum. Miðað við væntanlega 800% aukningu munu þessir flutningar verða meira en 1,6 milljón tonn árið 1975. SPARNAÐUR VIÐ FLUGFRAKT. Margir verða til þess að spyrja, af hverju öll þessi aukning hafi átt sér stað, og hvemig hægt sé að búast við, að aukningin haldi áfram á næstu árum. Hvað ligg- ur fólki svona mikið á, að það vilji greiða allt að fimm sinnum hærra flutningsgjald með flug- vélum en með skipum? Svarið við þessum spurningum er margþætt, en undirstaða þess er samt sem áður mjög einföld. Eftir margvíslegar kostnaðar- rannsóknir hefur það komið í ljós, að fjöldamargar vörutegundir er

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.