Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.04.1968, Qupperneq 29
frjáls verzlun 27 Vöxtur fraktflutninga á Norður-Atlantsliafi 1951—1966 og áætluð aukning til 1975. flytja við hagkvæmum gjöldum í flugi vegna t. d. eðlisþyngdar, verðmæti þyngdareininga o. s. frv. Þess vegna eru örðugleikarnir, sem við eigum við að stríða í þess- um efnum ef til vill meiri en hjá þjóðum, sem geta haft nokkurn veginn sléttan „flutningajöfnuð“, ef svo mætti að orði komast, þ. e. a. s. að sem minnst bil geti verið á milli inn- og útflutningsþunga. íslenzku flugfélögin, sem fljúga milli landa, Loftleiðir og Flugfé- lag íslands, hafa nú þegar gert ráðstafanir til þess, að innflytj- endur og útflytjendur geti not- fært sér flugþjónustuna í frakt- flutningum í ríkara mæli með því að auka flutningagetu sína með stærri flugvélum og auknu frakt- rými í þeim vélum, sem notaðar eru. MARGIR FLYTJA EINGÖNGU MEÐ FLUGVÉLUM. Fram til þessa hafa flugflutn- ingar verið mjög einskorðaðir við smáar sendingar, sem mjög hef- ur legið á að fá til landsins, en um reglulega flutninga hefur vart verið að ræða. Innlendir aðilar, sér í lagi innflytjendur, hafa nú með aðstoð flugfélaganna gert sér grein fyrir því hagræði, sem flug- ið hefur upp á að bjóða, og æ fleiri hugsa nú alvarlega til þess möguleika að flytja margar af sín- um vörutegundum eingöngu með flugvélum, og þá fyrst, þeg- ar um reglulega árlega flutn- inga verður að ræða, verður hægt að vinna ötullega að því að gera öll framkvæmdaratriði sem með- færilegust. KAPPKOSTAÐ AÐ GREIÐA SEM MEST FYRIR AFGREIÐSLU. Eitt er það, sem háir okkur mjög í sambandi við innflutning á vörum til landsins með flugvél- um, og er þetta hinn langi tími, sem nauðsynlegur er til þess að leysa vöruna úr banka og tolli. Ekki alls fyrir löngu voru sett lög þess varðandi, að aðeins þyrfti að greiða toll af helmingi flug- farmgjalda, ef varan væri leyst úr tolli innan 10 daga frá því að hún kom til landsins. í fram- kvæmd reyndist þessi tími of stuttur og var þar af leiðandi fyr- ir skömmu lengdur upp í 15 daga. Þetta er atriði, sem er mjög at- hyglisvert, er nokkuð, sem í öðr- um löndum er unnið markvisst að að endurbæta með því að greiða sem bezt og mest fyrir afgreiðslu vöru, sem komið hefur til land- anna með flugvélum. Það gefur auga leið, að vara, sem til dæmis kemur frá Bandaríkjunum á 7 klukkustundum, en þarf svo að liggja í 15 daga áður en kaup- andi getur fengið hana afgreidda úr tolli, nýtur auðsjáanlega ekki þess tímasparnaðar, sem flugið veitir, og hún gæti öðru jöfnu not- ið, ef flýtt yrði fyrir afgreiðslu hennar í gegnum skrifstofubákn- ið hér heima. Við megum búast við, að þessi framþróun geti tekið einhvern tíma, og ef til vill ekki nema eðli- legt. En raunhæfur árangur næst ekki, nema allir leggist á eitt við það að reyna að finna leiðir til þess að leysa megi vörur úr banka og tolli daginn eftir að þær koma til landsins, til þess að hag- kvæmni flugflutninganna nýtist að fullu. Mín trúa er sú, að á næstu fimm árum muni inn- og útflutn- ingur með flugvélum til og frá íslandi aukast geysilega, einkum þar sem taka má tillit til þess, að margir erlendir framleiðendur hafa nú þegar sett upp sínar framleiðslu- og dreifingaráætlanir beinlínis með það fyrir augum að senda ekkert frá sér nema með flugvélum. Þess vegna legg ég ítrekaða áherzlu á það, hve nauðsynlegt er, að allir, bæði opinberir aðilar, hagsmunasamtök og einstakir innflytjendur, leggist á eitt með það að gera sem allra hagkvæm- ast að flytja vörur íslendinga með flugvélum, til þess að við getum fylgzt að fullu með þeim við- skiptaháttum, sem nú ryðja sér til rúms alls staðar í heiminum. Þess mun ekki langt að bíða, að eins sjálfsagt þyki að senda vör- ur með flugi, og það þykir fráleitt í dag að senda bréf í sjópósti til útlanda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.