Frjáls verslun - 01.04.1968, Qupperneq 35
FRJÁL5 VERZLUN
33
stofnunar Evrópu höfðu mismun-
andi vald samkv. þeim samning-
um, sem upphaflega voru gerðir
um þessar stofnanir, þá hefur
framkv.stjórnin nú á hendi mis-
munandi verkefni að því er varð-
ar hverja þessara stofnana.
Hvað sammarkaðssvæðið snert-
ir eða hið eiginlega Efnahags-
bandalag, þá er verkefni fram-
kv.stjórnarinnar það að koma
smám saman á fullkomlega sam-
eiginlegum markaði aðildarríkj-
anna sex, þar sem viðskiptahöml-
ur af hvers konar tagi hafa verið
lagðar niður og þar sem hvers
konar vörur, þjónusta, vinnuafl
og fjármagn eiga frjálsa aðgöngu
frá einum stað til annars. Fram-
kvæmdastjórnin hefur lagt drög
að og komið á sameiginlegri
stefnu í landbúnaðarmálum, flutn-
ingamálum og utanríkisverzlun.
Ásamt ráðherranefndinni vinnur
framkvæmdastjórnin að sameigin-
legri stefnu í efnahagsmálum,
peningamálum, fél.málum, verka-
lýðsmálum og fl. málum, sem á
að tryggja samruna efnahagslífs
ríkjanna sex. Ýmsar sérnefndir,
sem sérfræðingar hinna einstöku
ríkisstjórna og framkvæmda-
stjórnarinnar eiga sæti í, eru ráð-
gefandi við mótun þessarar stefnu
og framkvæmd hennar. Eitt af
þeim verkefnum framkvæmda-
stjórnarinnar, sem verður stöðugt
mikilvægara, er að vinna að því,
hvernig megi samræma skatta og
þau lög, reglugerðir og stjórn-
sýsluvenjur, sem ríkjandi eru í
efnahagsstarfsemi aðildarríkj anna
sex. Þetta skiptir miklu máli, til
þess að unnt verði að framleiða
vörur og selja, hvar sem er í
Efnahagsbandalaginu, án þess að
mismunað verði á nokkurn hátt
neinum framleiðendum eða neyt-
endum, og til þess að unnt verði
að bæta lífskjör í öllum aðildar-
ríkjunum.
Að því er Kola- og stálsam-
steypuna snertir, annast fram-
kvæmdastjórnin eftirlit með sam-
eiginlegum markaði á kolum og
stáli, sér um, að reglum Parísar-
samningsins um heiðarlega sam-
keppni sé framfylgt, ' um aukn-
ingu og samræmingu í fjárfest-
ingu og um rannsóknir í kola- og
stáliðnaði, eflir nýþróun á hnign-
andi kola- og stálsvæðum og veit-
ir verkamönnum aðstoð, sem eiga
atvinnuleysi yfir höfði sér. Sam-
kvæmt því valdi, sem framkv.-
stjórnin öðlaðist frá fyrri yfir-
stjórn Kola- og stálsamsteypunn-
ar, getur ráðið nú tekið ákvarð-
anir í mörgum málum, sem hafa
áhrif á kolaframleiðsluna og stál-
iðnaðinn án sérstaks samþykkis
frá ráðherranefndinni.
Samkvæmt samningnum um
Kjarnorkumálastofnun Evrópu er
verkefni framkvæmdastjórnarinn-
ar það að aðstoða við að koma
upp öflugum iðnaði til hagnýting-
ar kjarnorku í friðsamlegum til-
gangi. Stjórnin eflir og samræm-
ir rannsóknir á sviði kjarnorku-
vísinda, sér um að mennta nauð-
synlegt starfslið vísindamanna,
kemur niðurstöðum þessara rann-
sókna á framfæri og starfrækir
stofnun, sem sér um útvegun á
kjarnakleifu efni. Stjórnin ann-
ast eftirlit með kjarnorkuverum
og öðrum fyrirtækjum, sem starfa
á sviði kjarnorkuvísinda, og setur
ákvæði um heilsuskilyrði í því
skyni að vernda starfsmenn og al-
menning gagnvart hættu á kjarn-
orkugeislun.
Belgíumaðurinn Jean Rey var
kjörinn forseti framkvæmda-
stjórnarinnar í júlí 1967, er sam-
runi framkv.stjórnanna þriggja,
sem greint var frá hér að framan,
fór fram.
RÁÐHERRANEFNDIN.
Ráðherranefndin er eina valda-
stofnun Efnahagsb.lagsins, þar
sem nefndarmenn eru beinlínis
fulltrúar ríkisstjórna landa sinna.
Fer það venjulega eftir því, hvaða
efni er verið að taka til meðferð-
ar (t. d. efnahagsmál, landbún-
aðarmál eða flutningamál) og
hvaða ráðherar eiga sæti í ráð-
herranefndinni hverju sinni. Að
því er varðar meiri háttar ákvarð-
anir eru utanríkisráðherrarnir
venjulega til staðar.
Að því er varðar málefni Kola-
og stálsamsteypunnar er verkefni
ráðherranefndarinnar aðallega
bundið við það að tjá skoðun
sína, áður en framkvæmdaráðið
tekur ákvörðun. Hvað snertir viss
grundvallaratriði, er samþykki
ráðherranefndarinnar samt sem
áður nauðsynlegt, áður en ákvarð-
anirnar verða bindandi. Yfirleitt
ræður meirihluti atkvæða ákvörð-
unum ráðherranefndarinnar að
því er þessi mál snertir.