Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 41
FRJÁLS VERZLUN 39 „í 1. tölulið 1. gr. gjaldþrotalaganna segir, að vissir aðilar séu skyldir til að íramselja bú sitt til gjaldþrotaskiptameðferðar, þegar tiltekin skilyrði eru fyrir hendi, þ. e. að þeir geti ekki staðið í skilum. Reynsla síðari ára sýnir, að mikið skortir á, að þessum lagabókstaf hafi ver- ið framfylgt. Gjaldþrota fyrirtœki virðast geta haldið rekstrinum áfram mánuðum eða jafnvel árum saman, án þess að yfirvöldin skerist í leikinn. Skortir hér greini- lega á eftirlit með rekstri fyrirtœkja,". I. Gjaldþrot án skiptameðferðar. Menn geta tekið ákvörðun um að hætta rekstri fyrirtækis undir ýmsum kringumstæðum og til þess legið margvíslegar orsakir. Venjulegast er sú ákvörðun tekin, hafi starfsemin mistekizt eða að um gjaldþrot sé að ræða. Það heyrir til undantekninga, að traust fyrirtæki verði gjaldþrota í skjótri svipan. Algengara er, að gjaldþrot sé lokastig erfiðleika- og baráttutímabils og að þetta tímabil hafi staðið í nokkra mánuði eða jafnvel ár. Á þessu tímabili hefur fyrirtækinu hnignað smám saman og það tapað hinum ýmsu möguleikum á að halda uppi gjaldhæfi. Ef stjórnendur fyrirtækis verða smám saman ráðþrota, vegna þess að þeim tekst ekki að reka fyrirtækið með ágóða, er líklegt, að þeir grípi til einhverra aðgerða, sem geri þeim kleift að halda starfseminni áfram. Ef undanskilinn er sá kostur að semja beint við lánardrottna, eru helztu aðgerð- irnar, sem til greina koma, þessar: 1. Breyta ónauðsynlegum eignum í reiðufé (og fer það eftir því, hve ástandið er alvarlegt hverju sinni, hvaða eignir eru taldar nauðsynlegar og hverjar ónauðsynlegar) t. d. a) sala tækja, sem ekki eru í notkun, b) minnkun birgða. 2. Skjóta á frest öllum greiðslum, sem ekki er skilyrðislaust krafizt með samningi. 3. Breyta íánum, sem eru að falla í gjalddaga, í lán til langs tíma. 4. Fá fé frá þeim, sem hafa hag af því, að fyrir- tækið komist yfir erfiðleikana — t. d. hluthöfum, birgðasölum, viðskiptavinum og starfsmönnum. Vera kann, að sum fyrirtæki þurfi ekki að grípa til allra þessara aðgerða til að halda velli og komast á fjárhagslega traustan grundvöll. En stundum reynast bessar aðgerðir vera tímabundin úrræði, sem fresta aðeins gjaldþroti um óákveðinn tíma. Ef fyrirtæki reynist ókleift að standa við skuld- bindingar sínar, þrátt fyrir að gripið hafi verið til framangreindra ráðstafana, er eina vonin til að forðast gjaldþrot, fólgin í beinni bón til lánar- drottna um einhverjar tilslakanir á skuldum fyrir- tækisins. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því, að lánar- drottnar sætti sig við að fá ekki kröfum sínum fullnægt um stundarsakir. Næstum öruggt er, að gjaldþrotaskiptameðferð valdi einhverjum, ef ekki öllum lánardrottnum tjóni. Þar að auki er mikill álitshnekkir því fylgjandi að lenda í skiptameð- ferð, og munu allir forðast slíkt. Hafi lánardrott- inn ástæðu til að ætla, að von skuldunauts um batnandi hag hafi við rök að styðjast og treysti hann jafnframt heiðarleika hans, ætti lánardrott- inn umfram allt að reyna að komast hjá skiptum, því að þegar á allt er litið, er líklegt, að hag hans verði betur borgið á þann hátt. Ein leið er sú að grípa til nauðasamnings. Sam- kvæmt honum fær skuldunautur búið framselt til frjálsra umráða, sbr. 1. 19/1924 og 33. og 34. gr. gjaldþrotalaganna. Nauðasamningurinn er samn- ingur, þar sem skuldunauturinn greiðir samþykkt- an hundraðshluta skuldarinnar og fær með því samkomulagi skuldina strikaða út að fullu. Þá kemur og til greina, að lánardrottnar geri samning við skuldunaut um, að honum sé heimilt að halda rekstrinum áfram með því skilyrði, að lánardrottnar hafi virk áhrif eða jafnvel meiri- hlutavald í stjórn fyrirtækisins, meðan á endur- reisnartímabilinu stendur. Óskin um hlutdeild í stjórninni getur stafað af vantrausti lánardrottna, bæði hvað snertir hæfni hennar og vilja til þess að fullnægja skuldunum. Þegar kröfum lánardrottnanna hefur verið full- nægt, draga þeir sig í hlé, og fá þá eigendurnir full yfirráð yfir fyrirtækinu á ný. II. Hagfrœðileg atriði í sambandi við gjaldþrot. 1. Eigið fé og lánsfé fyrirtœkis. Þegar fyrirtæki tekur fjármagn að láni, tekur það á 9ig vissar skyldur gagnvart lánveitandanum. Hann öðlast í staðinn réttindi gagnvart fyrirtæk- inu, sem eru krafa til skuldunauts um, að hann standi í skilum. Yfirleitt er engum vandkvæðum bundið að fá upplýsingar um lánsfjármagn fyrirtækis. Öðru máli gegnir um eigið fé. Það er jafnt mismun heild- arvirðis fyrirtækisins og samtölu skulda. Heildar- virði fyrirtækis verður ekki lesið af neinum bók- haldsskýrslum. í bókhaldi fyrirtækis geta fjármun- ir verið skráðir á allt öðru verði en svarar til raun- verulegs virðis þeirra, og í flestum fyrirtækjum er „goodwill“ ekki skráður. Það er því ljóst, aðjafn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.