Frjáls verslun - 01.04.1968, Blaðsíða 44
42
FRJALS VERZLUN
ÍGAMLA
OG
NVJA BILA
vörubirgðir og verulegur hluti inneigna hjá skuldu-
nautum:
mjög skammvinnir veltufjármunir
--------------------------------x 100
skammvinnt fjármagn
Nefnist hlutfall þetta á ensku quick ratio, en á
dönsku likviditetsgrad.
Það eru ednkum þrjú atriði, sem hafa þau áhrif,
að hlaupatalan ein gefur ekki til kynna, hvort
greiðsluhæfi sé nægilegt.
Samkvæmt skýrgreiningu eru skammvinnar
skuldir þær skuldir, sem falla til greiðslu innan
árs. Ekki er nánar tilgreint, hvenær á árinu þær
falla. Svipað er að segja um veltufjármuni. Þeir
eru annað hvort reiðufé eða verða það einhvern
tíma á komandi ári. Séu veltufjármunirnir jafn-
lengi í fyrirtækinu og það nýtur skammvinnu lán-
anna, og sé ekki nauðsynlegt að gefa gaum að öðru,
sem fyrir kann að koma á næsta tímabili, er nægi-
legt, að hlaupatalan hafi gildið 100%. En veltu-
tímar (turn — over period) einstakra fjármuna og
einstakra skammvinnra lána geta að sjálfsögðu ver-
ið mjög mismunandi. Til dæmis getur verið, að
inneign hjá skuldunautum verði að reiðufé að með-
altali eftir 2 mánuði, vörubirgðir eftir 5 mánuði o.
s. frv., en skammvinn ián falli til greiðslu að meðal-
tali eftir 4 mánuði. Ef veltutími veltufjármuna
væri skemmri en veltutími skammvinnra lána,
kæmist fyrirtækið af með lægri hlaupatölu en
100%.
Þessar hugleiðingar eru alls kostar óraunhæfar
að því leyti, að ekkert tillit er tekið til rekstrarins
á komandi tímabili. Með rekstrinum eignast fyrir-
tækið á þessu tímabili veltufjármuni, og það stofn-
ar til nýrra skammvinnra skulda. Þessi nýju við-
skipti geta ráðið úrslitum um greiðsluhæfina á
komandi tímabili.
Þriðja atriðið, sem kalla má gagnrýni á hlaupa-
tölu sem mælikvarða á greiðsluhæfi, er það, að
fyrirtækið kann að hafa aðgang að umsömdum lán-
um, sem það hefur ekki notfært sér til þessa, t. d.
hlaupareikningsyfirdrátt eða reikningslán, eða að
það á, meðal fastafjármuna, fjármuni, sem það
gæti losað sig við, án þess að reksturinn bdði nokk-
urt tjón af, svo sem skuldabréf eða jafnvel hluta-
bréf.
Oft er talað um, að fyrirtæki sé í hættu statt, ef
hlaupatala þess er komin niður fyrir eitthvert
ákveðið gildi. í Bandaríkjunum, þar sem gerðar
hafa verið hvað umfangsmestar rannsóknir á þessu
sviði, hefur hlutfallið 2/1 (200%) löngum verið
talið hæfilegt fyrir fyrirtæki í iðnaði og verzlun.
Hvað viðkemur hlaupatölunni, þá er hún mikl-
um sveiflum háð vegna ýmiss konar áhrifa, og eiga
slíkar sveiflur sér stað hjá öllum fyrirtækjum. En
stundum tekur hlaupatalan óheillavænlega stefnu,
þ. e. veltufjármunirnir minnka eða standa í stað,
en skammvinna fjármagnið hleðst upp og jafnvel
það langvinna einnig. Oft tekst að ráða bót á
slíkum erfiðleikum í tæka tíð, en ef svo er ekki,
leiðir slík þróun til gjaldþrots.
En hvernig stendur á því að fyrirtæki verða
gjaldþrota, jafnvel á tímum velmegunar og fram-
fara? Verður reynt að gera þessu atriði nokkur
skil í næstu grein hér á eftir.
3) Orsakir gjaldþrota.
Vissulega er vafasamt að ætla sér að kveða upp
úr um aðalorsök gjaldþrots í hverju einstöku til-
felli, eins og menn gera oft í rannsóknum sínum.
Rannsókn á viðskiptum, sem hafa mistekizt, leið-
ir í ljós ýmsar veilur í rekstrinum. Skortur á
rekstrarfé, offjárfesting í birgðum og óhóflegar
skuldir eru meðal þeirra algengustu og leiða oft
hver af annarri.
Sum fyrirtæki hefja rekstur án nægilegs fjár-
magns. Onnur byggja starfsemi sína á vörum og
þjónustu, sem falla ekki neytendum í geð. Enn
önnur geta kennt um skorti á sölutækni, tækni-
kunnáttu og nýtízku framleiðsluaðferðum. En þó