Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Qupperneq 49

Frjáls verslun - 01.04.1968, Qupperneq 49
FRJÁLS VERZLUN ■47 ÞJÓÐMÁL „EKKI RÁÐGERDAR NEINAR BREYTINGAR Á STEFNU RÍKISSTJÓRNARINNAR TIL NATO." — segir EMIL JÓNSSON utanríkisráðherra í viðtali við F.V. F.V.: Ríkisstjórnin hefur lýst yf- ir því, að hún telji rétt, aS ísland verði áfram aSili að Norður- Atlantshafsbandalaginu. Eru þó ef til vill einhver ákvœði í nú- gildandi sáttmála, sem ríkisstjóm- in álítur rétt að endurskoða eða jafnvel breyta? E. J.: Eins og fram kom í um- ræðum á Alþingi í s.l. mánuði um skýrslu mína um afstöðu ríkis- stjórnarinnar til Atlantshafs- bandalagsins og varnarsamnings- ins við Bandaríkin, eru ekki ráð- gerðar neinar breytingar á stefnu okkar í þessum málum. Yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar hefur stutt þessa stefnu frá upphafi eða undanfarna tvo áratugi tæpa, sem liðnir eru frá því, er við gerðumst stofnaðilar að NATO vorið 1949. Þetta hefur komið skýrt fram í öllum þeim alþingiskosningum, sem efnt hefur verið til á þessu tímabili. Sjö sinnum hefur verið gengið til kosninga og lýðræðis- flokkarnir þrír, sem stóðu að inn- göngu íslands í Atlantshafsbanda- lagið hafa jafnan fengið um og yfir 80% greiddra atkvæða. Þess- ari stefnu verður því fylgt áfram. Það eru ekki uppi neinir tilburðir til að segja okkur úr bandalaginu. Og ekki hefur heyrzt, að nokkurt bandalagsríkjanna hafi ákveðið að segja samningnum upp að ári liðnu, en þá fyrst gefst möguleiki til uppsagnar samkvæmt ákvæð- um samningsins, heldur þvert á móti hefur því verið lýst yfir, að samstarfinu innan NATO verði haldið áfram. Norður-Atlantshafssamningurinn er tiltölulega einfaldur samningur í sniðum, og það er raunar höfuð- kostur, aðeins 14 greinar. Al- þjóðasamningar eru margir hverj- ir miklu flóknari, og greinafjöldi Emil Jónsson, utanríkisráðherra: Styrkur NATO bezta vörnin. skiptir oft tugum. Stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna telur t. d. 111 greinar, og þar til viðbótar koma 70 greinar um Alþjóðadómstólinn í Haag. En grundvallarhugmynd- in í Norður-Atlantshafssamningn- um er deginum ljósari. Tilgangur- inn með samningnum er að bind- ast samtökum um varnir. í fyrsta lagi til þess að koma í veg fyrir vopnuð átök og efla friðinn, en í öðru lagi til þess að styðja og styrkja það aðildarríki, sem kynni að verða fyrir árás. í fimmtu grein samningsins segir, að vopn- uð árás á einn eða fleiri aðila bandalagsins skuli talin árás á þá alla, og verða þá gerðar sameigin- legar ráðstafanir til að hrinda árásinni og tryggja aftur öryggi bandalagsþjóðanna. Þetta ermerg- urinn málsins, og á þessum grund- velli hefur samstarf bandalags- þjóðanna þróazt á undanförnum tveimur áratugum. Fer þar sam- an hernaðarmáttur í varnarskyni og pólitískur vilji til bættrar sam- búðar við Sovétríkin og alþýðu- lýðveldin í Austur-Evrópu. Það er einmitt vegna þess, að Atlantshafssamningurinn er ein- faldur í sniðum, að NATO hefur þróazt eftir þörfum og tekið ýms- um breytingum á undanförnum árum. Bandalagið fylgist jafnan vel með breyttum tímum og að- lagar sig nýjum kringumstæðum. Nægir í þessu sambandi að benda á breytingarnar, sem fylgt hafa í kjölfar núverandi afstöðu Frakka til sameiginlegrar herstjórnar bandalagsins. Samheldni og styrk- ur bandalagsins er þó engu minni en áður. Síðustu misserin hafa verið gerðar víðtækar athuganir á framtíðarstefnu bandalagsins og starfsemi þess. Verður þessum at- hugunum haldið áfram á grund- velli Harmel-skýrslunnar, sem fulltrúar allra bandalagsríkjanna fimmtán samþykktu á síðasta ut-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.