Frjáls verslun - 01.04.1968, Side 51
FRJÁLS VERZLUN
49
sameiginlegar varnir bandalags-
þjóðanna, fyrst og fremst að koma
í veg fyrir árás.
F.V.: EruS þér fylgjndi því, crS
íslendingar taki sjálfir aS sér
starfrœkslu vamarstöðvanna, sem
Bandaríkjamenn hafa nú umsjón
meS á íslandi?
E. J.: Eins og málin horfa við í
dag, er tómt mál að tala um, að
íslendingar taki að sér starfrækslu
varnarstöðvanna. Það er engan
veginn gerlegt fyrir okkur að
starfrækja þær í þeirri mynd, sem
þær eru starfræktar í dag. Meðan
ástandið í heiminum er eins ó-
tryggt og raun ber vitni, er talið
nauðsynlegt að hafa hér þessar
varnarstöðvar. Þetta ástand breyt-
ist vonandi til batnaðar, því að
heppilegast væri, að íslendingar
þyrftu ekki að hafa hér á landi
erlent varnarlið til langdvalar.
F. V.: Hefur þaS verið til um-
rœðu, að Svíar eða einhver önn-
ur frœndþjóð okkar á hinum
Norðurlöndunum tœki að sér
varnir landsins?
E. J.: Nei, ekki að því er ég bezt
veit. Það væri líka allmikil breyt-
ing á gamalgróinni hlutleysis-
stefnu Svía, ef þeir tækju að sér
varnir annars lands. Ég held, að
slík stefnubreyting komi ekki til
greina. Norðmenn og Danir hafa
verið og eru í sama varnarbanda-
lagi og við íslendingar.
F. V.: Teljið þér, að Norður-
landaþjóðunum tœkist fremur að
mynda eigið varnarbandalag nú
en á árunum íyrir stofnun At-
lantshafsbandalagsins?
E.J.: Ég tel það mjög ótrúlegt.
Slíkar breytingar á utanríkis-
stefnu Norðurlanda standa ekki
fyrir dyrum. Þær tvær norrænar
þjóðir, sem eru aðilar að NATO
auk okkar, hyggja ekki á breyt-
ingar, heldur þvert á móti. Ríkj-
andi stefna, bæði í Noregi og Dan-
mörku, er áframhaldandi aðild að
Atlantshafsbandalaginu. Þessi
stefna hefur ekki breytzt, þó að
sósíaldemókratar, sem stóðu að að-
ild þessara ríkja að NATO á sín-
um tíma, séu ekki lengur við völd.
Norska ríkisstjórnin hefur fyrir
skömmu látið frá sér fara ítarlega
skýrslu um aðild Noregs að NATO
og kemst að þeirri niðurstöðu, að
samstarfinu innan Atlantshafs-
bandalagsins verði haldið áfram
af engu minni krafti en hingað til.
F.V.: Hver hefur hinn pólitíski
ávinningur verið af aðild okkar
að Atlantshafsbandalaginu með
tilliti til samskipta við einstakar
bndalagsþjóðir?
E.J.: Samstarfið innan NATO
er mjög náið, og er bandalagið
byggt upp sem samfélag frjálsra
fullvalda ríkja. Þar starfa saman
stórveldi og smáríki á jafnræðis-
grundvelli. Það er út af fyrir sig
okkar ávinningur, að við séum
viðurkenndir sem hlutgengir í
þessu samstarfi, því að ekki þarf
mikið ímyndunarafl til að hugsa
sér samband risaveldis við dverg-
ríki byggt á öðru en jafnrétti.
Gefur þó auga leið, að afstaða
okkar er á margan hátt sérstæð.
Það er ekki aðeins vegna þess, að
við erum minnsta aðildarríkið,
heldur erum við lika vopnlausir,
og við höfum frá upphafi sagt, að
við ætlum að vera það áfram um
ókomna framtíð. Við höfum ekki
her og getum aldrei farið með
hernaði gegn nokkurri þjóð. Við
höfum ekki heldur tekizt á herð-
ar neinar skuldbindingar með að-
ild okkar að NATO til að hafa hér
her í landinu á friðartímum. Okk-
ur er algerlega í sjálfsvald sett,
hvort hér er erlent varnarlið í
landinu, og fer það einungis eftir
okkar eigin dómi á ástandinu í
heiminum og friðarhorfum. Þetta
hefur allt verið ljóst frá byrjun,
er við gengum í NATO. Okkar
ávinningur er fyrst og fremst sá,
að við njótum allra fríðinda af
þátttöku í öflugu varnarbanda-
lagi, en með þessum fyrirvörum,
sem gerðir voru strax í byrjun,
leggjum við ekki annað af mörk-
um en það, sem við teljum okkur
sjálfir fært.
Nánast er samstarf okkar innan
NATO við næstu nágranna okkar
beggja vegna Atlantshafs, allt frá
Noregi og Danmörku um Bretland
yfir til Kanada og Bandaríkjanna.
Pólitískur ávinningur af þessu
samstarfi hefur verið margvísleg-
ur. Til dæmis má benda á snurðu-
lausa sambúð okkar við Banda-
ríkin, sem sérstaklega hafa tekið
að sér varnir íslands innan
ramma Atlantshafssamningsins
samkvæmt tvíhliða samningum
frá 1951. Vart verður á betra kos-
ið í þeim efnum, og er þó stig-
munur mikill á samningsaðilum.
í annan stað má nefna farsæla
lausn deilunnar, sem reis út af
útfærslu fiskveiðilögsögu okkar á
árinu 1958. Um skeið var þá kom-
ið í mikið óefni, en lausn fékkst,
og fullyrða má, að hún hefði ekki
fengizt jafnhagkvæm og jafn-
snemma og raun varð á, ef At-
lantshafsbandalagið hefði ekki
verið annars vegar.
SMITH - CORONA
30 GERÐIR
Stórkostlegt úrval rit-og reikni-
véla til sýnis og reynslu i nýjum
glæsilegum sýningarsal;
ásamt Taylorix bókhaldsvélum og
fullkomnum samstæöum skrifstofu-
húsgögnum
SKRIFSTOFUTÆKNI A
/tmnila 3, slml 38 «00.