Frjáls verslun - 01.04.1968, Page 57
FRJÁLB VERZLUN
55
Áfengi frá 26 löndum er nú selt í sölubúðum ÁTVR. Neyzla áfengis
var s.l. ár samtals 1336677 lítrar.
um: Danmörku, Noregi, Svíþjóð
Kanada, írlandi, Frakklandi,
Spáni, Ítalíu, Skotlandi, Póllandi,
Finnlandi, Tékkóslóvakíu, Þýzka-
landi, Ungverjalandi, Englandi,
Júgóslavíu, Luxemburg, ísrael,
Austurríki, Hollandi, Sviss, Portú-
gal, Rússlandi, Bandaríkjunum.
Jamaica og Grikklandi.
Eldspýtur í stokkum eru flutt-
ar inn frá Póllandi og Tékkó-
slóvakíu, og nú eru nýkomin á
markaðinn eldspýtnabréf, sem
ílutt eru inn frá Þýzkalandi og
Póllandi.
Þá flytur Á.T.V.R. inn öll hrá-
efni til framleiðslu sinnar nema
vatnið, eins og fyrr segir.
ÁFENGISNEYZLA Á ÍSLANDI.
Neyzla áfengis á íslandi var
samkvæmt söluskrá Á.V.R. og síð-
ar Á.T.V.R. sem hér segir:
Síðastliðið ár var neyzlan á
áfengi samtals 1336677 lítrar, alls
468746 alc. lítrar og skiptist
þannig:
TÓBAKSNOTKUNIN.
Á síðast liðnu ári reyktu ís-
lendingar alls 269.860.000 sígar-
ettur, eða 13.493.000 pakka. Mest
var salan í Camel, en bandarískar
sígarettur voru um 90% af heild-
arsölunni. Salan á filtersígarettum
eykst stöðugt, og í þeim hópi er
Viceroy vinsælasta tegundin.
Þá reyktu íslendingar alls
11.688.000 vindla, og voru hol-
lenzkir, danskir og bandarískir
vindlar langvinsælastir. 43.046
tonn seldust af reyktóbaki, og
kom mest af því frá Bandaríkj-
unum.
Árið 1967 framleiddi og seldi
Á.T.V.R. 32,503 tonn af neftóbaki.
og er óhætt að fullyrða, að nef-
tóbaksnotkun er hvergi meiri í
heiminum en á íslandi.
800 MILLJÓNIR
TIL ALMENNINGSÞARFA.
Velta Á.T.V.R. á árinu 1967
nam um 997 milljónum króna:
áfengi um 543 millj., iðnaður
(bökunardropar og snyrtivörur)
um 18 millj. og tóbak um 436
milljónir.
Beinn hagnaður ríkisins árið
1967 var 613 millj. kr., auk þess
sem Á.T.V.R. greiddi um 131
millj. í skatta og tolla. Fyrir utan
þessar upphæðir greiddi Á.T.V.R.
31 milljón í skatta til bæjarfélaga,
þar sem verzlanir þess eru. Sjö
og hálfa milljón greiddi Á.T.V.R.
í gæzluvistarsjóð og 15 millj. i
landgræðslusjóð, til Krabbameins-
félags íslands, íþróttasambands
íslands, Slysavarnafélags íslands
og Styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðri. Þannig voru það um 800
milljónir króna, sem gengu frá
Á.T.V.R. til almenningsþai'fa árið
1967. Þá greiddi Á.T.V.R. um 28
milljónir í vinnulaun árið 1967.
ÓFULLNÆGJANDI
HÚSAKOSTUR.
Á meðan hver stórbyggingin á
fætur annarri rís upp og ýmis
fyrirtæki flytja starfsemi sína í
ný og glæst húsakynni, fer ís-
lenzka vínframleiðslan enn fram
í Nýborg við Skúlagötu, þar sem
hún hófst fyrir 33 árum síðan.
Það hefur því meira verið hugsað
um að mjólka kúna heldur en búa
vel að henni. Sem fyrr segir, var
nokkuð af framleiðslu Á.T.V.R.
flutt út til Skotlands árin 1961—
’62, en framhald varð ekki þar á,
og má rekja það til ófullnægjandi
húsnæðis við framleiðsiuna. Þá
hafa nýjar íslenzkar víntegundir
ekki litið dagsins ljós síðustu ár-
in, og má rekja það til sömu or-
saka. Að vísu er íslenzkur mark-
aður ekki það stór, að hann beri
mikinn tilkostnað, en þegar höfð
er í huga sú fjárupphæð, sem
Á.T.V.R. skilar til íslenzks al-
mennings árlega og einnig mögu-
leikinn á útflutningi, verður sú
spurning mjög áleitin, hvort ekki
borgi sig að búa þarna svo um
hnútana, að fullur mögulegur af-
rakstur náist.
Öll önnur starfsemi Á.T.V.R.
fer fram í húsnæði fyrirtækisins
að Borgartúni 6 og 7.
BLÓMALRVAL
GRÓÐRARSTÖÐIN VIÐ
MIKLATORG
Símar: 22822 — 19775