Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1968, Side 66

Frjáls verslun - 01.04.1968, Side 66
frá ritstjórn VALDNÍÐSLA Verzlunarfyrirtæki hafa nú um nokkurt skeið orðið að hlíta þeirri valdníðslu, sem átti sér stað, þegar verðlagsákvæðin voru hert, og verzluninni gert skylt að nota helmingi lægri álagningu á vörur sínar, lieldur en ríkisfyrirtæki þurfa nauðsynlega með. Væri þó réttlætanlegt að takmarka álagningu á sérstökum og erfiðum tímum, eins og þjóðin býr við í dag, ef það væri tryggt, að álagningarreglur tryggðu lágt vöru- verð og jafnframt nægðu fyrir eðlilegum dreifingarkostnaði. En svo er þó ekki. Álagningarprósentur, þar sem seljandinn fær ákveðinn hundraðshluta, hvetja liann frekar til sölu á dýrum vörum, heldur en ódýrum, því þá verður álagning hans í krónutölu hærri. Svo einföld staðreynd, sem blasir þannig við, ætti að vera nægileg til skilnings stjórnvalda á tilgangsleysi álagningarhafta. Þetta er stjórnvöldum í öðrum vestrænum ríkjum fyllilega Ijóst, enda eru álagningarreglur, sem hér eru við lýði, hvergi við hafðar. Afskipti neylendasamtaka af verðlagsmálum verzlunarinnar eru harla lítil, en aftur á móti eru einstakir hópar innan verkalýðshreyf- ingarinnar að reyna að skapa sér aðstöðu til þess að geta haft áhrif á kjör annarrar stéttar, heldur en þeirra sjálfra. Slík afskipti eru hæp- in, þar sem stjórnmálaleg viðhorf eru efst í huga, frekar en hagsmunir neytenda. Væri eðlilegra að neytendasamtök, því neytendur eru allir þegnar þjóðfélagsins, hefðu virkari afskipti af hagsmunamálum sínum, þ. e. verðlagsmálum. Sterk neytendasamtök myndu, ásamt frjálsri verzl- un og lögum um eftirlit með einokun og hringamyndun, tryggja þegn- um þjóðfélagsins sem hagkvæmust verzlunarlcjör. Væri veruleg ástæða til þess að fagna auknum styrkleika neytendasamtakanna, sem gætu orðið sterkt jafnvægi á móti verzlunarfyrirtækjum. Slík þróun, þar sem stjórnmálaleg afskipti yrðu utangarðs, gæti tryggt þjóðinni hag- kvæma og haftalausa verzlun.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.