Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Síða 11

Frjáls verslun - 01.05.1968, Síða 11
FRJÁLS VERZLUN 11 MEIRA ATVINNULEYSI I BRETLANDI EN NOKKRU SINNI FYRR Atvinnuleysi í Bretlandi verður æ tilfinnanlegra. Þannig var fjöldi atvinnulausra meiri í júní s.l. en nokkru sinni síðan 1940, og fyrstu kannanir á þessu vandamáli í júlí sýna frekari aukningu atvinnu- leysis. Var tala atvinnulausra fyr- ir skemmstu komin upp í 581.000 manns, sem er um 2.5% af öllu samanlögðu vinnuafli í Bretlandi. MERKI UM BÆTTA FRAMLEIÐNI. Þessi mikli fjöldi atvinnulausra í Bretlandi hefur að einu leyti á sér bjarta hlið fyrir stjórn Wil- sons, því að samtímis þessu aukna atvinnuleysi hefur framleiðslan vaxið verulega. Frá því í júlí 1966 til júlí 1967 minnkaði framleiðsl- an lítils háttar og þá varð tala at- vinnulausra um 400.000. Frá því í miðjum júlímánuði 1967 til sama tíma á þessu ári hefur framleiðsl- an í Bretlandi vaxið um 4%%, en á sama tíma hefur fjöldi at- vinnulausra vaxið um nær 200.- 000 manns. Þetta sýnir, að fram- leiðnin í brezkum iðnaði hefur aukizt verulega. Hvorki í ríkisstjórninni né í brezku atvinnulífi eru menn þó sérstaklega hrifnir af þróuninni á vinnumarkaðinum. Að vísu heldur ríkisstjórnin því fram opinber- lega, að ástandið í atvinnumálum muni verða talsvert betra í haust. En í atvinnulífinu hafa menn miklar áhyggjur af því, að hið gagnstæða verði raunin. Er þetta rökstutt með því, að hin mikla framleiðsla í vor standi í sam- bandi við þá miklu neyzluaukn- ingu — eins konar hamsturs- bylgju, — sem ríkt hefur í Bret- landi, síðan gengisfellingin varð þar s.l. haust. Nú, þegar þessi neyzluaukning fer senn að hætta, dragi úr framleiðslunni, sem muni enn auka við tölu atvinnulausra. MINNA ATVINNULEYSI MEÐAL KVENNA. Á það er bent á meðal brezkra fjármálamanna, að fjórir megin- þættir leggist á eitt með að svipta hulunni af því, hversu alvarlegt ástandið er í rauninni. í fyrsta lagi hefur atvinnulífið haft mikið gagn af neyzluaukn- ingunni, sem getið var hér að framan, og sem ekki er búizt við að muni halda áfram. í öðru lagi er árstíminn frá því í febrúar — er mesta atvinnuleys- isaukningin hófst — sá tími, sem heppilegastur á að vera fyrir at- vinnulífið. Sveiflur vegna árstíða munu nú taka að hafa þau áhrif, að fjöldi atvinnulausra vex. f þriðja lagi hefur dregið mjög úr atvinnuleysi á meðal kvenna. í fjórða lagi hefur jafnaðar- lengd atvinnuleysistímabilanna lengzt mikið. Þannig reyndist í júní 2/3 hlutar þeirra, sem at- vinnulausir voru, hafa verið án atvinnu í meira en 8 vikur sam- fleytt.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.