Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.05.1968, Blaðsíða 11
FRJÁLS VERZLUN 11 MEIRA ATVINNULEYSI I BRETLANDI EN NOKKRU SINNI FYRR Atvinnuleysi í Bretlandi verður æ tilfinnanlegra. Þannig var fjöldi atvinnulausra meiri í júní s.l. en nokkru sinni síðan 1940, og fyrstu kannanir á þessu vandamáli í júlí sýna frekari aukningu atvinnu- leysis. Var tala atvinnulausra fyr- ir skemmstu komin upp í 581.000 manns, sem er um 2.5% af öllu samanlögðu vinnuafli í Bretlandi. MERKI UM BÆTTA FRAMLEIÐNI. Þessi mikli fjöldi atvinnulausra í Bretlandi hefur að einu leyti á sér bjarta hlið fyrir stjórn Wil- sons, því að samtímis þessu aukna atvinnuleysi hefur framleiðslan vaxið verulega. Frá því í júlí 1966 til júlí 1967 minnkaði framleiðsl- an lítils háttar og þá varð tala at- vinnulausra um 400.000. Frá því í miðjum júlímánuði 1967 til sama tíma á þessu ári hefur framleiðsl- an í Bretlandi vaxið um 4%%, en á sama tíma hefur fjöldi at- vinnulausra vaxið um nær 200.- 000 manns. Þetta sýnir, að fram- leiðnin í brezkum iðnaði hefur aukizt verulega. Hvorki í ríkisstjórninni né í brezku atvinnulífi eru menn þó sérstaklega hrifnir af þróuninni á vinnumarkaðinum. Að vísu heldur ríkisstjórnin því fram opinber- lega, að ástandið í atvinnumálum muni verða talsvert betra í haust. En í atvinnulífinu hafa menn miklar áhyggjur af því, að hið gagnstæða verði raunin. Er þetta rökstutt með því, að hin mikla framleiðsla í vor standi í sam- bandi við þá miklu neyzluaukn- ingu — eins konar hamsturs- bylgju, — sem ríkt hefur í Bret- landi, síðan gengisfellingin varð þar s.l. haust. Nú, þegar þessi neyzluaukning fer senn að hætta, dragi úr framleiðslunni, sem muni enn auka við tölu atvinnulausra. MINNA ATVINNULEYSI MEÐAL KVENNA. Á það er bent á meðal brezkra fjármálamanna, að fjórir megin- þættir leggist á eitt með að svipta hulunni af því, hversu alvarlegt ástandið er í rauninni. í fyrsta lagi hefur atvinnulífið haft mikið gagn af neyzluaukn- ingunni, sem getið var hér að framan, og sem ekki er búizt við að muni halda áfram. í öðru lagi er árstíminn frá því í febrúar — er mesta atvinnuleys- isaukningin hófst — sá tími, sem heppilegastur á að vera fyrir at- vinnulífið. Sveiflur vegna árstíða munu nú taka að hafa þau áhrif, að fjöldi atvinnulausra vex. f þriðja lagi hefur dregið mjög úr atvinnuleysi á meðal kvenna. í fjórða lagi hefur jafnaðar- lengd atvinnuleysistímabilanna lengzt mikið. Þannig reyndist í júní 2/3 hlutar þeirra, sem at- vinnulausir voru, hafa verið án atvinnu í meira en 8 vikur sam- fleytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.