Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1968, Page 39

Frjáls verslun - 01.07.1968, Page 39
FRJALS VERZLUN 37 lögin „Hamar“ °g „Héðinn“, Reykjavíkur Apótek, hjúkrunar- konur Kleppsspítalans, Olíufélag- ið, og „B.P.“ o. fl. Að vísu hefur borið á óánægju hjá þessum aðil- um, vegna rýi’nunar peninganna, en allar þessar lífeyris- og dánar- bótatryggingar eru teknar fyrir síðari heimsstyrjöldina. Seinast á árinu 1961 (pr. 31/12. 1961) kaupir svo Líftryggingar- deildin allar sínar gömlu endur- tryggingar hjá endurtryggjendum sínum. Þessar tryggingar eru teknar 1934—1947. Endurtrygg- ingarupphæðin nam rúmlega 30 millj. króna. Ber deildin því alla þessa upphæð í eigin áhættu síð- an, enda hættulaust, vegna stærð- ar iðgjaldavarasjóðsins, sem er bak við þær. Nú nýlega hefir Líftryggingar- deildin tekið upp nýjar líftrygg- ingar, svokallaðar „tímabundn- ar“-líftryggingar, þar með taldar „stórtryggingar“. Stórtryggingar eru þannig upp byggðar, að trygg- ingarupphæðin minnkar frá ári til árs, eftir þar til settum reglum, en iðgjaldið helst óbreytt. Stór- trygging er því tilvalin fyrir bá, sem skulda vegna húsbygginga og lækkar tryggingarupphæðin um leið og skuldir tryggða. Trygging- ar þessar eru mjög ódýrar. Ef tryggður deyr á tryggingartíman- um, kemur tryggingarupphæðin til útborgunar, en ekki ef hann lifir út tryggingartímabilið, þá er tryggingin úr gildi. Tryggingar þessar er hægt að fá vísitölu- tryggðar. Þá hefir Líftryggingardeildin nýverið tekið að sér hóplíftrygg- ingar, sem eru í því fólgnar, að hónar innan fyrirtækja, eða utan, geta líftryggt sig. Þesssar trygg- ingar eru einnig tímabundnar, þannig að bætur eru ekki greidd- ar nema tjón (dauðsfall) verði á ti’yggingartímanum. Tryggingar þessar eru endurtryggðar innan- lands, gagnkvæmt. Fyrir síðustu aldamót og allt fram að seinni heimsstyrjöld höfðu líftryggingar, kapital-trygg- ingar, það er að segja líftrygging- ar, sem útborgast áttu í iifenda lífi, eða fyrr, við fráfall tryggða, mikið gildi fyrir þá, sem hugðust tryggja sér nokkra fjárupphæð til elliáranna. Tryggingarupphæðir námu þá frá 3 þús. og upp í 10 þús. krónur. Nú eru þessar upp- hæðir næsta lítils virði, miðað við fyrir stríð. Til dæmis hve slíkai upphæðir voru mikils virði um 1937, sýnir eftirtalið dæmi: Vöru- bílstjóri hafði tryggt sig árið 1936, fyrir rúmlega 4000 krónur. Hann dó 1 eða 2 árum eftir að hann tók trygginguna. Ekkja hans fékk tryggingarupphæðina út- borgaða og gat fest kaup á íbúð fyrir sig og börnin. LÍFTRYGGINGflR /935-1967 ©----® HEILDMTRIFGmMt/f’/’f/ÆV FÖFUPSTÓLSTmS///G/í

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.