Frjáls verslun - 01.10.1969, Side 7
AUGLÝSINGA
SPJALL
Frjáls verzlun bauð nokkrum
aðiljum, sem unnið hafa við
auglýsingagerð eða hafa sér-
þekkingu á þeim málum, til
umræðufundar. Á fundinum
kom margt athyglisvert fram,
umræður voru opinskáar og
fjörlegar. Þeir, sem tóku þátt
í umræðunum voru: Kristín
Þorkelsdóttir, auglýsingateikn-
ari; Árni Garðar, auglýsinga-
stjóri Morgunblaðsins; Ólafur
Stephensen, sem nýverið stofn-
aði markaðskynningarfyrirtæk-
ið Gamma, sem starfar í sam-
vinnu við auglýsingastofuna
Argus; Guðmundur Ólafsson,
verzlunarstjóri hjá Herrahús-
inu; og af hálfu Frjálsrar verzl-
unar tóku þátt í umræðunum
Jóhann Briem, ritstjóri Frjálsr-
ar verzlunar og Sigurjón Jó-
hannsson, ritstjórnarfulltrúi
Alþýðublaðsins.
FV: Við bjóðum ykkur velkom-
in til þessa umræðufundar. Það
er hugmyndin að ræða hér
vítt og breitt um auglýsingar,
auglýsingagerð og ekki sízt um
verksvið auglýsingastofa og
tengsl þeirra við kaupsýslu-
stéttina. Þar sem Guðmundur
er eini fulltrúi kaupsýslustétt-
arinnar, er rétt að byrja á því
að spyrja hann, hvernig Herra-
húsið hagi sínum auglýsingum?
Guðmundur: Við höfum senni-
lega auglýst mikið í saman-
burði við stærð og samanborið
við keppinauta okkar, en við
höfum alls ekki víðtæka
reynslu. á þessu sviði. Við byrj-
uðum á því að eyða talsverðu
fé í umbúðir, firmamerki og
önnur formsatriði. Við lögðum
strax mikla áherzlu á glugga-
útstillingar og hófum fljótt
birtingu blaðaauglýsinga af til-
tölulega miklum krafti. Við
vorum meðal þeirra allra
fyrstu, sem notfærðu sér sjón-
varpið.
FV: Gerðuð þið sérstakar aug-
lýsingaáætlanir í upphafi?
Guðmundur: Ég held, að það
sé ákaflega erfitt fyrir svona
lítil fyrirtæki að verja t. d. á-
kveðinni prósentu af umsetn-
ingu í auglýsingar; ég held, að
slíkt sé ekki hægt nema hjá
stærri fyrirtækjum, sem hafa
mjög „stabílan“ rekstur og vita
nokkurn veginn fyrirfram,
hvað markaðurinn fyrir vör-
una er stór. Við eigum erfitt
með að finna út, hvað við selj-
um mikið hverju sinni.
FV: Er það svo enn, eftir að
hafa rekið verzlunina þetta
lengi?
Guðmundur: Ja, við höfum
auglýst fyrir um það bil 1,5%
af umsetningu, og það hafa ver-
ið nokkuð skiptar skoðanir um,
hvort það er of mikið eða of
lítið. En ég vil taka skýrt fram,
að þetta fer mikið eftir því,
hvernig auglýst er. Það er
hægt að eyða mjög miklum
peningum og hafa lítið upp úr
því, ef ekki er farið rétt að
hlutunum. Mér finnst alltof á-
berandi hér, hvað fyrirtæki
eyða gífurlegum fjármunum í
alls kyns gjafa- og styrktar-
starfsemi. Að vísu eru ekki
allar auglýsingar í íþrótta-
bæklingum, afmælisritum og
þess háttar gagnslausar, en
alltaf miklu fé er varið til
einskis á þessum vettvangi.
FV: Svo virðist sem þið hafið
auglýst eftir fyrirframgerðri
áætlun. ... 1
Guðmundur: Síðastliðið ár
komum við saman á þriggja
5
i