Frjáls verslun - 01.10.1969, Qupperneq 9
Guðmundur: Börn hafa mjög
gaman af sjónvarpsauglýsing-
um, þau læra lögin og text-
ana ...
FV: Sjónvarpið nær stærri
markaði, því að það hefur á-
hrif á börnin, sem ekki eru
orðin læs, þau hvetja foreldra
sína að kaupa eimitt þá vöru,
Árni: Þýðir ekki að leggja net í
dauðan sjó ...
sem er verið að auglýsa í sjón-
varpinu. ..
Olafur: Sjónvarpsauglýsing
byrjar ekki að hafa veruleg á-
hrif, fyrr en búið er að sýna
hana nokkrum sinnum, þ. e. a.
s. nafn vörunnar er dálítinn
tíma að festast í huga fólks-
ins, en ég tel sjálfsagt að fylgja
sjónvarpsauglýsingunni eftir
með auglýsingum í dagblöð-
um.
Árni: Það þýðir ekkert að
leggja net í dauðan sjó, og
það sama gildir með auglýsing-
ar. Eg er sammála Guðmundi,
þegar hann talaði um fyrirtæk-
in, sem auglýsa í alls konar
bæklingum og tímaritum, er
engin teljandi áhrif hafa eða
útbreiðslu. Ef maður birtir á-
berandi auglýsingu í Morgun-
blaðinu, þá linnir ekki látum
þann sama dag — hin dagblöð-
in vilja líka fá þessa auglýs-
ingu og síðan tímaritin. Hvar
stæði maðurinn, ef hann gæfi
jáyrði við öllum beiðnunum?
Hann þyrfti að borga tugi þús-
unda ....
Kristín: Hann getur fyrirbyggt
þetta með því að skipuleggja
sinar auglýsingar í samráði við
auglýsingastofu. . .
FV: Við ættum nú að koma inn
Sigurjón: Mörg fyrirtæki hikandi
við að notfæra sér auglýsinga-
þjónustu.
á hlutverk auglýsingastofunn-
ar. Auglýsingastofur eru til-
tölulega nýr vettvangur, og
nauðsynlegur tengiliður að á-
liti þeirra, sem eitthvað vita
um auglýsingar og mismunandi
áhrif þeirra. Er það ekki rétt,
og nú er rekstur helztu auglýs-
ingastofanna orðinn traustur
og þær njóta vaxandi við-
skipta?
Kristín: Það færist smám sam-
an í það horf, að menn læri að
meta okkar þjónustu. Mér
finnst þetta lagast með hverju
árinu, og það eru allmörg fyr-
irtæki, sem notfæra sér þjón-
ustu okkar til hins ýtrasta.
Þau fyrirtæki hafa um leið
mest gagn af okkar þjónustu.
Sumir láta einungis teikna aug-
lýsingar og sjá sjálfir um hitt.
Einnig skiptir miklu máli,
hvernig auglýsingin er upp-
byggð. Ég get tekið dæmi um
stórt innlent matvælafyrirtæki.
í fyrra gerði ég auglýsingar
fyrir sígilda matvælategund
og mér er sagt, að salan á ár-
inu hafi aukizt um 11%, og er
þá miðað við magn. Á sama
tíma hækkaði varan að meðal-
tali um 50-60%. Með þessum
auglýsingum var gjörbreytt
um aðferð. Við sögðum ekki:
Borðið meira af okkar ágætu
Jóhann: Áberandi að tímarit eru
ekki notuð rétt...
vöru, varan er góð o. s. frv.
heldur bentum við húsmæðr-
um á að nota hann á fjöl-
breyttari hátt með því að birta
uppskriftir bæði í auglýsingum
og pésum. Auk þess hefur fyr-
irtækið lagt áherzlu á að
kynna notkun vörunnar með
sýnikennslu og öðru.
FV: Áttu ekki við, að það hafi
hitt í mark að kenna húsmæðr-
um að gera eitthvað nýtt úr
vörunni?
Kristín: Það er anzi mikill á-
hugi hjá húsmæðrum að reyna
eitthvað nýtt.
Árni: Fyrirtæki, sem hafði eytt
fleiri hundruðum þúsunda í
auglýsingar án teljandi árang-
urs, réði til sín lærðan auglýs-
ingateiknara. Hann byrjaði á
því að færa auglýsingakostnað-
inn niður um 9/10 hluta, en
salan jókst hjá fyrirtækinu um
nær því helming. Þetta lá fyrst
og fremst í betri skipulagningu
7
L